Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 23
U n d a n h l a u p TMM 2018 · 2 23 Verð að hætta að kaupa mat fyrir tvo, verð að læra að kaupa mat fyrir einn. Hálft brauð í bakaríinu, hálfan lítra af mjólk o.s.frv. o.s.frv. Ég sé að síðasta bréf er dagsett 23. nóv. en líður samt eins og ég sé ekki búin að skrifa þér í margar vikur. Það er eins og að stíga út úr súrefnis- lausu herbergi. Hef verið mjög reið síðastliðna daga og m.a. yfir því hvað fyrrverandi sýndi bréfaskrifunum alltaf lítinn skilning – einu sinni gekk hann svo langt að gera grín að því þegar Dóra var í kaffi: Hvert stílarðu svo bréfin, Erla? Þá var ég hætt að svara svona hreytingum en Dóra varð móðguð og skammaði hann eins og hund. Er svo þakklát fyrir stuðninginn frá Dóru. Held ég hefði ekki getað gengið í gegnum skilnaðinn án hennar. Um daginn tók ég ákvörðun um að ræða þig eins lítið og ég get, næst þegar hún kemur. Þú afsakar vonandi. Líður bara stundum eins og hún beri þig óþarflega mikið saman við nýja karlinn, sem kemur ekkert sér- staklega vel út úr samanburðinum (að mínu mati þ.e.a.s. en er nú ekki alveg hlutlaus). Nú værir þú orðinn óþolinmóður út í mig fyrir að draga frásögnina á langinn. Værir byrjaður að reka á eftir mér með því að kinka hastarlega kolli eða segja já á eftir hverju hiki. Lítil svipuhögg til að reka hrossið áfram. Það er þetta hús. Ég hleyp frá einum endanum til annars. Uppgötvaði það í dag eftir að ég mætti kerlingunni sem býr á neðri hæðinni fyrir utan Samkaup. Hún varð alveg brjáluð þegar hún sá mig, spurði hvaða hávaði þetta væri alltaf hreint, hún hafði ekki getað einbeitt sér að nokkrum sköpuðum hlut í tvo daga fyrir látunum í mér. Mér brá og bað hana um að útskýra betur en hún fussaði og leit aldrei í augun á mér. Strunsaði síðan burt. Ég fann hita flæða upp hálsinn og yfir kjálkana, brjóstholið stækkaði og tæmdist. Svo man ég ekki meir af búðarferðinni. Kenni þér alfarið um. Ef þú hefðir ekki verið minn prívat og per- sónulegi málsvari upp að þrjátíu og fimm myndi ég kannski ekki ýlfra eins og særður hvolpur í hvert skipti sem hvössu orði er hreytt í mig. En hvað var kerlingin að bulla? Er eins og köttur þegar ég fer út á land til að skrifa. Engir gestir, ekki múkk, gleymdi meira að segja ferðahátalar- anum heima í bænum. Að vísu hafði fyrrverandi reglulega orð á því að ég gengi á hælunum. Hann átti það til að líta upp úr tölvunni og springa eins og hann hataði mig, eins og hann virkilega fyrirliti mig, síðan sæi hann sig speglaðan í viðbrögðum mínum og hló afsakandi, minntist á hnéskeljar og hryggskekkju og nágrannana fyrir neðan. Ég var komin aftur upp í hús þegar ég sá hvað ég hafði keypt í búðinni; smjörva, lítra af mjólk (helvítis vani, mun aldrei klára hana
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.