Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 31
É g e r g a m a l l s n i l l i n g u r TMM 2018 · 2 31 Að loknum málsverðinum fórum við á Ham-tónleika á búllu sem seinna varð karókíbar sem seinna varð nektarbar, ég veit ekki hvað gengur þar á nú. Síðan hefur Eileen sent mér bækur. Við höfum hist á Prikinu, á stéttinni fyrir framan Empire State bygginguna, í anddyri hótels, skipst á leyndarmálum, gengið saman Dyke March, lessugönguna á hinsegin dögunum í New York, skipst á leyndarmálum, borðað grænar pitsusneiðar, farið á leynilega fundi í kjallara, farið í berjamó í hávaðarigningu í Mosfellssveit, setið á Lækjartorgi og rætt líkamsrækt. Eileen fluttist ung til New York til að verða skáld. Fyrstu ljóðabækur hennar komu út á áttunda áratugnum. Hún var lengi það sem menn kalla jaðarskáld en öðlaðist snögglega landsfrægð þegar höfundar sjónsvarpsþáttaraðarinnar Transparent byggðu eina persónu þáttanna á henni og verkum hennar. Sjálfri bregður henni fyrir: kemur útum dyr og rekst í aðalpersónurnar. Auk ljóðabókanna hefur Eileen skrifað skáldsögur, ritgerðasafn, leikrit og óperu. Nýjasta skáldsaga hennar er Afterglow a memoir (2017), minningar hundsins hennar, Rosie. Ljóð Eileenar draga mann á tálar og inní ljóðaheim sem er ólíkur hinum evrópska, að mínu áliti verður mannslíkaminn í meðförum amerískra skálda oft jafningi dýra, jarðar, trjáa, blóma og gróðurs, hann verður goðumlíkt tré sem gubbar. Þau eru hryllilega heiðarleg. *** Takk fyrir að samþykkja viðtal við mig fyrir Tímarit Máls og menningar, Eileen Myles. Takk sömuleiðis. Tekurðu ekki upp, skrifarðu bara niður? Já. Það er æðislegt. Tekurðu aldrei upp? Nei. Ókei. Það er þitt mál, mér er alveg sama. Viltu segja mér hvar þú ert fædd og hvenær, hvað heitir mamma þín, hvað heitir pabbi þinn, áttu systkini, hvað heita þau – ef þú kærir þig um að svara því – hvar í röðinni ertu fædd og hvar ólstu upp? Ég er fædd 9. desember 1949 í Cambridge Massachusetts. Pabbi minn hét Terence, fólk kallaði hann Ted og mamma mín hét Jenevieve, Jen. Ég á bróður, Terry, og systur sem annaðhvort heitir Nancy eða Ann, fer eftir því hvað maður kallar hana. Ég er miðjubarn og ólst upp í Massachusetts, fyrst í bæ sem heitir Sommerville, sem nú má líkja við Williamsbourg, svo í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.