Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 34
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
34 TMM 2018 · 2
uppáhaldsiðja mín. Scuppers the Sailor Dog eftir Margaret Wise Brown heitir
uppáhaldsbókin.
Manstu hvaða bíómynd þú sást fyrst?
Fyndið – ég var akkúrat að hugsa um bíó – held það hafi verið Disney-
mynd, Zip-a-Dee-Doo-Dah…
Eileen syngur laglínuna.
Song of the South, heitir myndin. Hún er rasísk, sýnir gamlan svartan karl
tala við talandi dýr en ég man bara litina og hvað mér þótti gaman að koma
inn í kvikmyndahús.
Fórstu oft í bíó þegar þú varst lítil?
Já, síðdegis á laugardögum. Við létum einsog dópistar, svo æst vorum við í
bíó. Svo fundum við leynileið inn í kvikmyndahúsið og komumst uppfrá því
ókeypis inn – var það ekki best í heimi?
Jú.
Fyrir ofan kvikmyndahúsið var nefnilega skrifstofubygging og niðri við
götuna var hurð að ganginum þangað upp. Einhverju sinni héldum við upp
stigana áleiðis inn í völundarhús að leita að leynistað til að reykja sígarettur,
því úti var kalt, þarna opnuðum við dyr fyrir tilviljun og vorum mætt á svalir
kvikmyndahússins.
Hver eruð – þið – systkini þín?
Nei, gengi vina, við vorum líklega ellefu, tólf ára gömul. Ég elskaði hryll-
ingsmyndir, sæ-fæ-myndir, ævintýramyndir, myndir með stríðsvögnum og
sandölum, goðsöguleg ævintýri, Herkúles og Sindbad sæfara.
Hvort varstu meira fyrir bók eða bíó þegar þú varst lítil?
Bækur og bíó keppa ekki um athyglina heldur virka einsog sami hlutur sem
maður nálgast á ólíkan hátt: kvikmyndina fór maður útúr húsi og inní annað
tilað sjá á meðan maður gat setið heima og reyndar hvar sem er og lesið.
Manstu eftir bókavörðum á bókasöfnunum sem þú sóttir þegar þú varst
lítil?
Já, ég man eftir konu með svart salt-og-pipar hár, hún hafði svo fallega
lestrarrödd. Hún var ekki ung en hún var mjög flott. Hún spurði mig eitt
sinn hvort ég læsi í alvörunni allar þessar stjörnufræðibækur. Úff hvað mér
þótti athygli hennar yndislega góð.
***