Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 36
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
36 TMM 2018 · 2
þessa ritstjóra og honum mikið meira en nóg. Tímaritið hefur annars ráðið
nýjan ritstjóra, bráðum sendi ég þeim fleiri ljóð.
New Yorker er einsog Facebook: ef þar birtist eftir mig efni þá munu skóla-
systkini mín úr menntaskóla lesa og sum munu skrifa mér – ég hafði ekki
hugmynd um þau læsu New Yorker.
Nýlega gat tímaritið ómögulega fundið einn bita af sýnishorni úr nýjustu
bók minni – minningum hundsins míns – til að birta í tímaritinu. Mér sýnist
að þeim finnist best að uppgötva nýja höfunda og ég er ekki nýr höfundur,
ég er gamall snillingur. Gamlir karlkyns snillingar eru auðvitað útgáfuhæfir.
Mig grunar að lesbía verði að vera orðin rosalega – rosalega – rosalega gömul
til þess þeir birti eftir hana sýnishorn úr skáldsögu, líklegast dauð.
Af hvernig hljóðum hrífstu?
Fuglum, umferð, vindi.
Hvaða hljóð þolirðu ekki?
Þegar ýlfrar í bremsum – hljóðið kann að boða eitthvað hræðilegt. Óp,
öskur. Hljóðin þegar kona öskrar í neyð – úff, það er hræðilegt hljóð.
Við hvaða annað starf myndirðu vilja vinna?
Umhverfisvísindamaður, vinna úti í náttúrunni, vinna í hinum snertan-
lega heimi, ganga í mýri, dvelja nálægt fjöllum. Áður vildi ég vera geimfari
en núna elska ég jörðina. Þetta er góður staður.
Hvaða starf myndirðu alls ekki vilja starfa við?
Að vera bókhaldari.
***
Hvernig barn varstu? Óþekkt, stillt?
Ég var rólegt barn og dvaldi auðveldlega með sjálfri mér. Ég þurfti mikla
líkamlega útrás, var orkubomba og óþekktin gerðist fyrir slysni. Í skóla
lenti ég í vandræðum: kerfið var svo aðþrengjandi að maður gat ekki verið
– ekki – óþæg. Bara ef maður hló að einhverju fyndnu lenti maður í vand-
ræðum. Stjórnsemin var myrk og yfirgengileg og þess vegna komst maður án
ásetnings í klípu. Lífið og maður sjálfur sjá síðan í sameiningu um að draga
mann útúr slíkum vörugámi einsog skólinn minn var. Ég var rekin úr tíma
afþví ég þótti drusluleg. Nunnurnar voru illgjarnar, lögðu mann í einelti,
lömdu mann, teiknuðu af manni skrípamyndir.
Skrípamyndir?
Já, það var fyndið, eiginlega stórkostlegt. Ein nunnan átti ekki orð yfir