Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 38
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 38 TMM 2018 · 2 Hafa foreldrar þínir haft áhrif á bækurnar þínar? Algerlega. Verk mín eru skrifuð fyrir þau og af þeim óbeint. Pabbi vildi verða rithöfundur og mamma var sögukona. Hana dreymdi um að verða listamaður og á ákveðinn hátt var hún listakona. Í pínulítið öðruvísi lífi hefði hún verið pínulítið einsog ég. Spennan á milli okkar orsakaðist að einhverju leyti af því ég raungerði það sem hún var. Ég skapa list fyrir fjölskyldu mína jafnvel þótt þau lesi ekki mikið verkin. Ég segi fjölskyldusögu okkar. *** Ertu gift? Nei. Áttu kærustu? Ég er á lausu. Ég ímynda mér að það muni breytast en ég veit ekki hvernig það gerist. Áttu börn? Nei. Hvort þykir þér skemmtilegra að elska eða vera elskuð? Vá, áhugavert – það er erfitt að segja sannleikann. Ætli ég kjósi ekki að vera elskuð en þegar ég fæ ást og er elskuð finnst mér fljótt ég ekki lengur elskuð og ástin hverfi. Er ég ginnt til þess að elska með því að finnast ég vera elskuð? Mér finnst ég oftast vera fönguð – gripin glóðvolg. Það gekk best þegar ég fangaði til mín kærustu. Fyrir tuttugu árum hitti ég konu sem ég ákvað að elska, ég sannfærði hana um að elska mig, lokkaði hana til mín af miklum eldmóði og náði í hana. Við vorum saman í nokkur ár. Það var mjög gott, svo yfirgaf ég hana. Sambandið var rafmagnað og mér líkaði það vel. Mistök mín eru þau að láta fólk pikka mig upp, frekar en ég pikki það upp. Ég ætla ekki að spyrja þig hvaða bækur hafi haft áhrif á þig en áttu bók/ bækur sem þú grípur í, sem þú tækir með á eyðieyju? Eileen dregur upp bók sem liggur undir koddanum í sófanum. Ég gripi þessa vísindaskáldsögu sem ég er að lesa afþví ég skemmti mér yfir henni, hún heitir Dark Reflections eftir Samuel R. Delany. Núna elska ég langar bækur, því lengri því betra, en þannig leið mér ekki áður. Ég tæki með Violette Leduc, La Batârde / The Bastard – einhvers konar minningabók kvenhöfundar. Nokkrar uppáhaldsbóka minna eru: Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakov, Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness, Nightwood eftir Djuna Barnes. Í ljóðunum eru það The Hotel Wentley Poems eftir John Wieners, allar bækur James Schuyler og ég myndi líklega taka með Decameron Boccaccios afþví ég er alltaf að reyna að klára bókina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.