Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 41
É g e r g a m a l l s n i l l i n g u r
TMM 2018 · 2 41
ég kærustu sem virtist – að minnsta kosti á tímabilum – hrífast af óöryggi
mínu, óöryggi mitt hrakti hana ekki í burtu. Það er dásamleg tilfinning og
mjög eftirsóknarvert að fá að vera berskjölduð.
Hverjir eru kostir þínir?
Orkan. Getan til að endurskapa mig. Mér tekst ekki lengi að lokast útí
horni.
Stundarðu líkamsrækt?
Já, ef ekki, eldist ég.
Ókostir þínir?
Paranojan sem myndast ef kringumstæður snúast mér í óhag. Þá er ég fljót
að tileinka mér höfnunarkennd, verða varnarlaus og döpur og grafa mig ofan
í tilfinninguna. Það er ágætt að bragða á þessari kennd en ekki detta ofan í
hana – og oft hef ég rangt fyrir mér! En – alla vegana – finnur maður til –
þetta – eru – tilfinningar – en byrji ég sem rithöfundur að skrifa um þetta þá
þenst tilfinningin út og hlutirnir tapa nákvæmninni.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Að koma fram við tíkina mína einsog manneskju.
Hvað heitir hún?
Honey.
Hvað gerir þig hamingjusama?
Svefn, samtöl, bíó, sjónvarp, náttúran, hundar, lestir, að skrifa í skissubók
inní farartæki – flugvél eða lest. Lestur, steikur, hamborgarar, ís, pelligrínó,
fjöll, fjöll gera mig mjög hamingjusama. Taka ljósmyndir sérstaklega á göngu
um heiminn með hundinum mínum – það elska ég mest af öllu.
Hver er hugmynd þín um (fullkomna) hamingju?
Að búa í stóru húsi með ástinni minni og skrifa líka í húsinu.
Hver er uppáhaldsliturinn þinn og -blóm?
Blár. Liljur.
Uppáhaldsfugl?
Spæta – da da da da – ég þekkti þær aðeins úr teiknimyndum svo þegar ég
heyrði í fyrsta sinn í spætu úti í náttúrunni runnu tveir mikilvægir heimar
saman; fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Og spætan er trommari frekar en
söngvari; það hrífur mig líka.