Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 46
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 46 TMM 2018 · 2 safnast saman. Það er ekkert sem mér líkar eins vel í heiminum og að vinna að skáldsögu. Eftir að heildarsafn ljóða minna kom út [2015] ferðaðist ég mikið, las upp út um hvippinn og hvappinn, mætti í viðtöl, skrifaði innganga fyrir bækur annarra, meðmæli með stúdentum, kenndi ritlist, sinnti annarri vinnu en að frumsemja. Mér þykir gaman að koma fram en ég var orðin tóm eftir langa törn. Þegar ég skrifa verð ég hamingjusöm, líf mitt verður rétt – það er einsog allt rati á sinn stað. Á hverjum degi þarf ég að halda kyndlinum logandi, það má ekki slokkna á honum. Nú er ég að skrifa kvikmyndahandrit að Chelsea Girls. *** Segðu mér frá Chelsea Girls (1994). Hvað viltu vita? Hvernig varð bókin til? Mig hafði lengi langað til að skrifa skáldsögu en vandamálið var að ég var ung og gat ekki verið sama persónan lengi í einu – ég hélt að sama persónan yrði að skrifa söguna. Ég var ljóðskáld og bjó með kærustu sem vildi alltaf fara út að gera eitthvað. Okkur langaði til að búa til kvikmyndir. Ég ákvað að skrifa sögu um líf okkar, hvað væri nákvæmlega að gerast og láta sem ritvélin væri myndavél og að á hana tæki ég myndir af tilveru okkar – ég myndi skrifa hljóðin, myndirnar, athafnirnar. Þannig varð fyrsta sagan Bread and Water til. Fyrstu nóttina sem við hittumst, við kærasta mín þáverandi, sátum við hérna: borðið var í eldhúsinu, drukkum, tókum amfetamín og ég sagði henni sögur úr lífi mínu. Hún sagði: Þú ættir að skrifa þetta. En ég bara vissi ekki að þetta gæti orðið skáldsaga – það liðu tíu, tólf ár þar til ég fór að einbeita mér að því að koma skáldsögunni saman. Ég var um þrítugt, ferðaðist töluvert en hélt að höfundar einsog ég dveldu ekki í gestaíbúðum fyrir rithöfunda, við færum bara til Mexíkó og Indlands og ég var stödd í Mexíkó, velti fyrir mér endalokum eigin áfengissýki og minntist tíma okkar kærustu minnar í Maine þegar ég var handtekin af lög- reglunni og lenti í ótal ævintýrum með brjáluðum konum. Ég hafði beðið lengi eftir tækifærinu til að skrifa um þetta tímabil og þegar ég var að skrifa póstkort til vina minna – þarna frá Mexíkó – datt mér í hug: hvað ef sagan er póstkort sem ég skrifa sjálfri mér frá öðrum tíma í lífi mínu og póstkortið innihéldi þetta innra samtal um leið og það segði frá öllum andartaksmynd- unum. Þannig skrifaði ég t.d. söguna Bath, Maine – þar segi ég Eileenu hvað hafi komið fyrir Eileenu. Fyrsta avant-garde listin sem ég sá voru listrænar kvikmyndir, t.d. eftir Truffaut. Hann gerði myndir um líf karls – mig langaði til að gera myndir um konulíf og það var ég líka að gera með Chelsea Girls, búa til litlar kvikmyndir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.