Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 54

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 54
K a r l Á g ú s t Ú l f s s o n 54 TMM 2018 · 2 finna komust aldrei á legg. Hallgrímur bróðir okkar drukknaði í fyrsta róðri sínum frá Bolungarvík og Valgerður systir, sú elsta í hópnum, lenti niður um ís á Haukadalsvatni á leið að sinna sængurkonu á Saurstöðum skömmu áður en við fæddumst. Blessuð sé minning hennar. Bróðir okkar Vilbergur var drykkjumaður á Akureyri og þrátt fyrir ungan aldur var hann orðinn landsþekktur fyrir kostuleg tilsvör og stefndi í að verða þjóðsagnapersóna. Dýrfinna frænka var gift dönskum rakara sem hún hafði kynnst í Stykkishólmi. Hann hafði ætlað sér að setjast að á Íslandi, en honum tæmd ist arfur og því fluttist hann aftur til Kaupmannahafnar og tók við rak ara stofu föður síns og Dýrfinna flutti með. Kasper hét þessi maður og var af fjórðu kynslóð rakara. Hún kenndi okkur að syngja Barn Jesus i en krybbe lå, skønt Himlen var hans eje. Og hún tók ekki annað í mál en að jóla platt inn yrði látinn hanga á nagla á þilinu í baðstofunni þar sem við deildum rúmi. Mér þótti ekki mikið til um svona prjál, en Guð- ríður systir mín virtist hafa nokkra gleði af plattanum svo ég fetti ekki fingur út í hann. Um haustið andaðist móðir okkar. Hún hafði þá legið með hósta og innantökur frá því um sumarmál. Þær jarðnesku eigur sem hún átti í fórum sínum hrukku ekki fyrir jarðarför, en Guðmundur húsbóndi okkar hljóp undir bagga, svo ekki var hún grafin á kostnað hreppsins. Blessuð sé minning hennar. Það varð svo úr að við systkinin fluttum að Breiðabólstað og réðum okkur þar bæði í vinnumennsku. Lítið bar til tíðinda þennan vetur, en um vorið barst okkur sending með landpósti. Það var annar jólaplatti frá Bing og Grøndahl sem Dýr- finna frænka hafði margpakkað inn í dönsk dagblöð og síðan saumað utan um þykkt lérefti. Á þessum platta var mynd af snjóþöktum trjám og hálfum mána. Á miða aftan á honum stóð „Nymåne over de sne- dækkede graner“. Í bögglinum var líka bréf frá Dýrfinnu frænku. Hún kvaðst hafa frétt af fráfalli móður okkar og taldi það mikinn skaða. Þá sagði hún að nú ættum við aðeins hvort annað að. Hún væri fjarri, en það skyldum við vita að hugur hennar væri hjá okkur gjarnan og því til staðfestingar sendi hún okkur þennan platta. Nú skyldi hann hanga við hlið hins og vera okkur ætíð áminning um okkar sterku tengsl, systkinanna, sem aldrei mættu rofna. Þetta sumar var rigningasamt og illa gekk að koma heyi í hús. Hró- bjartur bóndi á Breiðabólstað hafði þann sið að senda vinnumenn sína á vertíð í Stykkishólm og þetta árið varð það úr að allir verkfærir karl- menn færu þangað en kvenfólkið yrði heima og biði eftir þurrki. Guð- ríður systir mín vildi að ég tæki annan jólaplattann, þann seinni, með í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.