Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 57
J ó l a p l a t t a r n i r TMM 2018 · 2 57 varð ljóst að þær fréttir ættu við rök að styðjast varð það mín staðföst ætlan að ráða mig í pláss á Jón forseta. Stærsta stund lífs míns rann upp í janúar 1907 þegar ég gekk um borð í þennan þjóðarsóma við Reykjavíkurhöfn, einn af 25 manna áhöfn sem þá hafði verið ráðin. Með mér bar ég sjópoka með helstu nauðsynjum og tólf jólaplöttum frá Bing og Grøndahl. Togarinn var allur úr járni og því fann ég enga leið til að hengja upp platta yfir kojunni minni, en þess í stað raðaði ég þeim milli þils og dýnu fyrir innan mig. Okkur sem höfðum róið á skútum þótti mikil viðbrigði að komast í togarapláss. Fannst sumum okkar líkt og við hefðum komist í rólegt innistarf þegar borin var saman vosbúðin sem við áður höfðum reynt og svo snyrtilegar káetur, lúkar og aðrar vistarverur Jóns forseta. Hitt verður þó að segjast eins og er að skipið lét ekkert alltof vel í sjó og það bitnaði nokkuð á safni mínu af jólaplöttum. Í austanþræsingi undan Reykjanesi brotnaði St. Petri Kirke frá 1908 og á leið heim frá Cuxhaven eitt vorið gerði norðan garð sem kostaði mig bæði Amalienborg frá 1914 og Udenfor det oplyste vindue frá 1919. Undir stjórn Guðlaugs skipstjóra stóðum við langar vaktir þegar fiskað var í ís. Oft var ekki sofið nema í mesta lagi í klukkustund í senn og eftir viku túra höfðu sumir okkar ekki sofið nema 7–8 stundir saman- lagt. Þetta tók vitanlega á, og ekki bætti hitt úr skák að þegar ókyrrt var í sjóinn hafði ég stöðugar áhyggjur af plöttunum mínum, jafnt í svefni og vöku. Þessar áhyggjur ágerðust eftir því sem safnið stækkaði. Þorvaldur réð sig á Forsetann eftir að vökulögin voru sett. Okkur varð fljótlega vel til vina, enda kom það fljótt á daginn að hann var eini skipsfélagi minn sem sýndi jólaplöttunum einhvern áhuga. Aldrei sá ég hæðnisglott í augum hans, né varð ég var við augnagotur og ræskingar, sem gjarnan gengu á milli manna í lúkarnum þegar ég tók plattana fram til að fægja þá. Þvert á móti sýndi hann þeim áhuga og fékk oft að handleika þá, ævinlega af mikilli nærgætni og virðingu. Þorvaldur var líka allgóður dönskumaður og gat útskýrt fyrir mér sitthvað sem ég ekki hafði skilið til þessa. Hann sagði mér til dæmis að lænkehund þýddi ekki læknishundur, heldur að hundurinn væri hlekkjaður. Hann spurði líka oft út í Dýrfinnu frænku og Guðríði systur mína. Í raun var hann fyrsti maðurinn sem sýndi því skilning hvað jólaplattarnir skiptu mig miklu máli. Þegar Halaveðrið skall á var ég niðri í lúkar. Allt gerðist þetta mjög snöggt og ég hafði ekki fyrr áttað mig á að komið var vonskuveður en skipið reis upp á endann. Allt lauslegt sveif eitt andartak í lausu lofti. Ég náði taki á kojugaflinum og gat varist því að skella sjálfur í þilið. Það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.