Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 68
S n o r r i Pá l l 68 TMM 2018 · 2 verður að endurtekningu sem aldrei linnir. Þessi atburður á skjánum, þessar þotur sem skella aftur og aftur og aftur á glerinu, mun aldrei taka enda. Hættuleg hug- mynd sem gárar heilu aldirnar, smitar söguna af sjálfri sér. Þetta er það sem er að gerast og hann skynjar það. Einstaklingar sem loga og gera heiminn að sínum. 2. Auk Stefáns segir Aftur og aftur frá Arnmundi, meistaranema í stafrænni menningarfræði í Madríd, sem út söguna burðast við að skrifa lokaverkefni um fagurfræði hryðjuverkasamtaka. Eftir að afi hans lendir í slysi sem dregur hann fljótlega til dauða – hann festist í snúningshurð verslunarmiðstöðvar, á hraðferð út eftir kaup á plasthulstri utan um spjaldtölvu – snýr Arnmundur til Íslands til að fylgja þeim gamla til grafar ásamt fjölskyldu sinni, en ílengist svo á landinu enda fás frá meginlandinu að sakna: þar var hann „meira og minna fullur á klúbbum og börum“ milli þess sem hann „perraðist í símanum […] hóf ítrekað nákvæmlega sömu samtölin við ókunnuga og stundaði mis- jafnlega vel heppnað kynlíf.“ Að eigin sögn hefur líf hans ekki verið upp á marga merkingarbæra fiska: „Ég átti ekkert, stefndi að engu og hafði um ára- bil ekki lifað fyrir annað en þjónustu mína við andartakið.“ Á Íslandi heillast hann, fyrir tilstilli internetsins, fljótlega af Auði – málheimafræðinema sem vinnur að ritgerð um heimilisofbeldi í íslenskum dægurlagatextum á milli þess sem hún pússar orð, „straumlínulagar orðalag,“ sinnir hlutverki sínu sem „búningahönnuður atvinnulífsins.“ Með „orðlausum skilaboðum, gegnum þráðlaus kerfi, loftnet, leiðslur,“ færir Arnmundur sig stöðugt nær henni með það að markmiði að þráðurinn þeirra á milli líkamnist: Hversu oft hafði ég stigið um borð í þessa hringekju? Stundum brosað og notið, á öðrum tímum haltrað í burtu með skottið milli lappanna. Læka ljósmynd af sam- lokunni, djúsglasinu, kaffibollanum. Læka póst sem fordæmir matarsóun, þar sem einhver segist vera drusla, hæðist að Framsóknarflokknum, setja svo inn eitthvað klæðskerasniðið að ástríðum viðkomandi. Aftur og aftur, ad infinitum. (Bls. 106) Tilvera Arnmundar er því sem næst vélgeng og fer að bróðurpartinum fram fyrir milligöngu skjáa, í fartölvum og snjallsímum, „stafrænu snuðunum“. Hann horfir og endurhorfir á kvikmyndatreilera, baðar sig í andrúmslofti handahófskenndra lagalista og skoðar stillur úr afhausanamyndböndum íslamskra hryðjuverkasamtaka um leið og hann spjallar við stelpur á einu samskiptaforritinu, bætir öðrum stelpum við á öðrum miðlum, fræðist um kaþólska dýrlinga og fróar sér yfir feisbúkk, splæsir þumalputta á „antik- verslun sem var að gefa kertastjaka“ rétt fyrir svefninn. Vélrænir nætur- lækrúntar ramma inn skortinn á söguþræði sem hann segir sjálfur einkenna líf sitt, sem og samhengisleysið sem virkar svo yfirgengilega merkingarlaust en merkingarþrungið í senn. Hann rennir „fingrinum endurtekið eftir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.