Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 76
S n o r r i Pá l l 76 TMM 2018 · 2 jafn skilvitlega torfarið og stálvírinn sem franski línudansarinn Philippe Petit strengdi á milli turnatoppanna árið 1974 og gekk á í 411 metra hæð.57 Fáir hafa fært þessa firringu í orð á skýrari og skilmerkilegri hátt en Tony Blair, þá formaður Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands, sem blasti við lesendum The Guardian á forsíðu blaðsins að morgni 11. septem- ber 2001. Aðspurður um fréttir af fjárhagslegri aðkomu skyndibitastaðarins McDonalds að ráðstefnu á vegum flokksins svaraði ráðherrann einfaldlega: „Hverjum er ekki sama?“58 Sama morgun, rétt fyrir árásirnar, gátu lesendur Morgunblaðsins fræðst um tónleika sem fram fóru í Madison Square Garden fjórum dögum áður, í klukkutíma gönguleið norður af tvíburaturnunum, og komu til vegna þriggja áratuga starfsafmælis Michaels Jackson, sem auk tónlistarinnar var lengi vel þekktur sem andlit gosdrykkjarins Pepsi. Eins og bandaríski sagn- fræðingurinn Greil Marcus hefur bent á gerðu Jackson-auglýsingar drykkja- framleiðandans mörkin óljósari milli ákvarðana og vals manneskjunnar sem annarsvegar borgara, hinsvegar neytanda: „Þegar [Jackson] fór með orðin, ‚Valið er þitt,‘ færði hann í ýkjur val neytandans á milli Pepsi og Coke og lét það hljóma líkt og um siðferðislega ákvörðun væri að ræða.“59 Fjölmargir listamenn léðu Jackson lið á tónleikunum, sem í frétt Morgunblaðsins var lýst í grófum dráttum, þar á meðal atriði sem sagt var „nokkuð súrrealískt“ og fólst í því að leikarinn „Marlon Brando sat í leðurstól og lexíaði yfir áhorf- endum um að börn víðsvegar um heiminn væru að deyja úr sjúkdómum og öðrum hamförum. Hróp voru gerð að Brando er hann yfirgaf sviðið.“60 Erfitt er að sjá hvernig þessi atvikalýsing kemur heim og saman við þau orð franska rithöfundarins André Breton, forsprakka súrrealistahreyfingarinnar, að hinn einfaldasti súrrealíski verknaður felist í því að skjóta blindandi úr skammbyssu á mannhafið á götum úti.61 Aftur á móti má vera að innan þeirrar samfélagsgerðar sem dægurstjörnur á borð við Michael Jackson hold- gera eigi heimsósóminn og poppmenningin það fáa tilfinnanlega snertifleti að viðbrögðin við skörun þeirra verði sjálfkrafa – líkt og súrrealistarnir höfðu eftir Greifanum af Lautréamont og gerðu að einkunnarorðum sínum – „jafn falleg og óvæntir fundir saumavélar og regnhlífar á skurðarborði.“62 Reyndar höfðu Jackson og Lionel Richie lagt sín táknrænu lóð á vogarskálar mannúðarinnar um miðjan níunda áratug síðustu aldar þegar þeir smöluðu saman sínum líkum og sungu eftirfarandi ljóðlínur „fyrir Afríku,“ líkt og helst mætti kenna skorti á kærleika um ósómann – frekar en til að mynda stjórnmála- og efnahagsstefnum: Fólk er deyja – ó! og kominn er tími til að rétta lífinu hönd gjöf allra gjafa Áfram getum við ekki látið dag eftir dag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.