Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 76
S n o r r i Pá l l
76 TMM 2018 · 2
jafn skilvitlega torfarið og stálvírinn sem franski línudansarinn Philippe
Petit strengdi á milli turnatoppanna árið 1974 og gekk á í 411 metra hæð.57
Fáir hafa fært þessa firringu í orð á skýrari og skilmerkilegri hátt en Tony
Blair, þá formaður Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands, sem
blasti við lesendum The Guardian á forsíðu blaðsins að morgni 11. septem-
ber 2001. Aðspurður um fréttir af fjárhagslegri aðkomu skyndibitastaðarins
McDonalds að ráðstefnu á vegum flokksins svaraði ráðherrann einfaldlega:
„Hverjum er ekki sama?“58
Sama morgun, rétt fyrir árásirnar, gátu lesendur Morgunblaðsins fræðst
um tónleika sem fram fóru í Madison Square Garden fjórum dögum áður,
í klukkutíma gönguleið norður af tvíburaturnunum, og komu til vegna
þriggja áratuga starfsafmælis Michaels Jackson, sem auk tónlistarinnar var
lengi vel þekktur sem andlit gosdrykkjarins Pepsi. Eins og bandaríski sagn-
fræðingurinn Greil Marcus hefur bent á gerðu Jackson-auglýsingar drykkja-
framleiðandans mörkin óljósari milli ákvarðana og vals manneskjunnar sem
annarsvegar borgara, hinsvegar neytanda: „Þegar [Jackson] fór með orðin,
‚Valið er þitt,‘ færði hann í ýkjur val neytandans á milli Pepsi og Coke og lét
það hljóma líkt og um siðferðislega ákvörðun væri að ræða.“59 Fjölmargir
listamenn léðu Jackson lið á tónleikunum, sem í frétt Morgunblaðsins var lýst
í grófum dráttum, þar á meðal atriði sem sagt var „nokkuð súrrealískt“ og
fólst í því að leikarinn „Marlon Brando sat í leðurstól og lexíaði yfir áhorf-
endum um að börn víðsvegar um heiminn væru að deyja úr sjúkdómum
og öðrum hamförum. Hróp voru gerð að Brando er hann yfirgaf sviðið.“60
Erfitt er að sjá hvernig þessi atvikalýsing kemur heim og saman við þau orð
franska rithöfundarins André Breton, forsprakka súrrealistahreyfingarinnar,
að hinn einfaldasti súrrealíski verknaður felist í því að skjóta blindandi úr
skammbyssu á mannhafið á götum úti.61 Aftur á móti má vera að innan
þeirrar samfélagsgerðar sem dægurstjörnur á borð við Michael Jackson hold-
gera eigi heimsósóminn og poppmenningin það fáa tilfinnanlega snertifleti
að viðbrögðin við skörun þeirra verði sjálfkrafa – líkt og súrrealistarnir
höfðu eftir Greifanum af Lautréamont og gerðu að einkunnarorðum sínum
– „jafn falleg og óvæntir fundir saumavélar og regnhlífar á skurðarborði.“62
Reyndar höfðu Jackson og Lionel Richie lagt sín táknrænu lóð á vogarskálar
mannúðarinnar um miðjan níunda áratug síðustu aldar þegar þeir smöluðu
saman sínum líkum og sungu eftirfarandi ljóðlínur „fyrir Afríku,“ líkt og
helst mætti kenna skorti á kærleika um ósómann – frekar en til að mynda
stjórnmála- og efnahagsstefnum:
Fólk er deyja – ó!
og kominn er tími til að rétta lífinu hönd
gjöf allra gjafa
Áfram getum við ekki
látið dag eftir dag