Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 102
S i g r í ð u r J ó n s d ó t t i r 102 TMM 2018 · 2 Sigríður Jónsdóttir Dæmisaga Einu sinni var lítil gul hæna sem fann fræ. Það var hveitifræ. Hænan var dugleg og góð og átti þrjá unga. Þið munið eftir henni. Með henni bjuggu svín, hundur og köttur. Þeir voru löt og sjálfselsk kvikindi. Þið munið líka eftir þeim. Litla gula hænan sáði fræinu sínu í vilpuna þar sem svínið hafði velt sér og skitið um veturinn. Hænan lá inni í hænsnakofa á eggjum fram á vor og vissi ekkert um það. En fræið spíraði og kornið óx og þroskaðist vel hjá litlu gulu hænunni. Nóttina áður en litla gula hænan sló akurinn sinn og margar nætur þar á undan flæmdi kötturinn ferlegan músafaraldur úr korninu. En litla gula hænan vissi ekkert um það, hún lá inni í kofanum sínum og svaf, uppgefin eftir erfiði dagsins. Daginn sem litla gula hænan rogaðist með kornsekkina til myllunnar lá hundurinn við hliðið. Þetta vissi refurinn og reyndi ekki að laumast til að ræna ungunum. Hann hafði oft langað til að éta þessa unga en komst aldrei til þess fyrir hundinum. Litla gula hænan vissi ekkert um það því hún sá illa frá sér af ánægju yfir eigin dugnaði. Þegar litla gula hænan hafði svo loksins bakað brauðið tímdi hún ekki að sjá af einum munnbita handa svíninu, hundinum eða kettinum en át það allt sjálf með ungunum sínum. Og letingjarnir máttu fara annað til að fá eitthvað í svanginn og það gerðu þeir þegar í stað. Vorið eftir fann litla gula hænan fræ. Það var hveitifræ. Hún sáði því í harðbalann sem enginn hafði rótað eða skitið í og fræið spíraði seint og kornið óx illa. Þegar hveitið fór loks að þroskast á akrinum herjaði ferlegur músafaraldur á uppskeruna. Daginn sem hænan dróst til myll- unnar með sína rýru eftirtekju át refurinn alla ungana hennar svo aðeins fiðrið varð eftir. Um haustið átti hænan lítið brauð, engan unga, enga sambýlinga og engan nágranna annan en refinn, sem át hana líka.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.