Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 115
TMM 2018 · 2 115 Einar Már Jónsson Fyrirmyndar- atvinnuleysinginn Á Vesturlöndum hafa menn stórar raunir af nokkru sem kallað er „popúl- ismi“, eða þá „þjóðernispopúlismi“, sem er enn ljótara, án þess þó að þeir hafi mikla tilburði til að gera grein fyrir því sem felst á bak við það orð; þeir láta sér yfirleitt nægja að setja þann stimpil á einstaka flokka, menn eða skoðanir, þeim til ófrægingar. Reyndar hefur verið sagt að þetta nafn sé haft um hvaðeina sem elítunni er illa við, hvort sem það er hægra eða vinstra megin á litrófi stjórnmálanna. Undir þennan söng taka ekki síst fjölmiðla- menn og spara ekki orðin til að útmála ógnina. Þá er gjarnan gægst til austur- hluta Evrópu, þangað sem þessir and- skotar hafa þegar náð undir sig völdum að meira eða minna leyti, og það sem þar blasir við er ekki ýkja fagurt. Hvar- vetna þar sem „popúlistar“ eru komnir í valdaaðstöðu reyna þeir tafarlaust og grímulaust að takmarka lýðræði á einn eða annan hátt, múlbinda andstæðinga sína, koma á eftirliti með fjölmiðlum og svipta dómsvaldið sínu hefðbundna sjálfstæði. Á Vesturlöndum hafa slíkir flokkar þó varla komist í svo mikið sem kallfæri við völdin, en það nægir til að magna upp ótta meðal almennings, ekki síst fyrir kosningar, og skapa alls kyns Grýlur og Leppalúða. Þannig hafa stjórnmálamenn reyndar verið útsjónar samir í að notfæra sér þennan ótta til að fá almenning til að greiða atkvæði með frambjóðendum sem hætt er við að hann myndi annars vísa út í hafsauga. Í leiðinni lauma þeir inn sektartilfinnungu með mönnum, öll hættan sé þeim að kenna, þeir kjósi ekki rétt. Hjá einstaka mönnum kveður þó við annan tóm, þeir segja að valdhafar undan farinna ára ættu að líta í eigin barm, þeir hafi sjálfir kallað þetta yfir sig með því að halda til streitu stefnu sem leiði til ófremdarástands fyrir almenning, hann sjái því ekki annað ráð en halla sér að hinum „popúlísku“ flokkum, annað hvort í von um að þeir geti bætt eitthvað úr, – eða þá hreinlega til að ná sér niðri á pólitíkusum, hefna sín á þeim, svo mögnuð getur reiðin orðið. Menn finna nú einhvern sterkan straum sem hrífur almenning með sér, að þunnskipaðri yfirstétt undanskilinni, gerir kjör hans smám saman verri, og dregur þó sérstaklega miðstéttirnar svo- kölluðu niður á við, hægt og bítandi. Þessu fylgir kvíði og ótti sem kristallast gjarnan í einu orði: atvinnuleysi. Því atvinnuleysið grefur um sig eins og æxli í samfélaginu, og menn vita mætavel hvað því fylgir. Þeir sem missa vinnu hafa oft ekki miklar vonir um að fá aftur starf, og nánast alls engar ef þeir eru komnir um eða yfir miðjan aldur. Þeir geta þá ekki staðið í skilum með húsaleigu eða afborganir af íbúðum, því hrökklast þeir burt úr húsnæði sínu, eru þá undir aðra komnir eða verða að hýr- ast í hreysum, jafnvel á götunni. Oft fer makinn frá þeim, fjölskyldur leysast upp, ef menn eru veikir fyrir fara þeir kannske að halla sér að flöskunni, þeir eru í rauninni dottnir út úr þjóðfélag- H u g v e k j u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.