Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 120
H u g v e k j u r 120 TMM 2018 · 2 Orri Vésteinsson Takmörkuð ábyrgð Á síðasta ári féll ríkisstjórn Íslands af því að Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að leyna því að faðir forsætisráðherrans og formanns flokksins hefði skrifað undir meðmæli með því að kynferðisglæpa- manni yrði veitt uppreist æru. Það var yfirhylmingin sem olli því að samstarfs- flokki í ríkisstjórninni var nóg boðið og stjórnarsamstarfinu var slitið, en fram- ganga flokksins í málinu öllu var þannig að kjósendur gátu velt því fyrir sér hvort sjálfstæðismönnum væri sérstaklega umhugað um að halda hlífiskildi yfir kynferðisbrotamönnum og barnaníð- ingum. Sjálfstæðismönnum hugnast kynferð- isglæpir og barnaníð auðvitað ekki betur en öðru fólki en í þessu máli sást óvenjuskýrt hvaða grundvallargildi valdaflokkar á borð við Sjálfstæðis- flokkinn eru tilbúnir til að verja með kjafti og klóm. Það var fáheyrður atburður þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks í stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd alþingis gengu út af fundi hennar 15. ágúst frekar en að þurfa að kynna sér gögn um uppreist æru barnaníðingsins Roberts Downey. Eitthvað skipti greinilega svo miklu máli að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, flokks festu og stöðugleika, flokks sem stjórnar og lætur vinstrimönnum eftir gjörninga og uppákomur, létu hafa sig út í að setja á svið táknræn mótmæli gegn því að þingnefnd fjallaði um mál sem stór hluti landsmanna taldi nauð- synlegt að komast til botns í. Við skulum ætla að í spilinu hafi verið einhverjir snúningar sem ekki eru skiljanlegir öðrum en þeim innmúruðu. Við vitum ekki hvort þingmennirnir vissu á þeim tíma að faðir forsætisráð- herra hefði skrifað undir meðmæli með uppreist æru annars kynferðisglæpa- manns. En hvort sem þau vissu það eða ekki er útganga þeirra illskiljanleg og erfitt að túlka hana öðruvísi en að þeim hafi fundist að svo mikið lægi undir að það mætti láta sig hafa það þó hægt yrði að spyrða þau við verndun barnaníðs. Hvað var í húfi? Svarið liggur í réttinum til að bera ekki ábyrgð. Það gæti hljómað eins og þversögn en raunveruleg völd grund- vallast á því að þurfa ekki að taka ábyrgð á gerðum sínum og sá réttur er svo verðmætur að það má fórna nánast hverju sem er – skynsemi, æru, trúverð- ugleika – til að vernda hann. Ábyrgðarleysi hefur margar hliðar og kemur víða við sögu í málinu sem leiddi til falls ríkisstjórnarinnar. Það kom til dæmis berlega í ljós í umræðu um þetta mál að embættismenn bera í raun og veru ekki ábyrgð á embættisverkum sínum. Þegar forsetinn skrifar undir skjal þar sem hann veitir Robert Dow- ney uppreist æru þá ber okkur ekki að skilja það þannig að hinum góða og grandvara Guðna Th. Jóhannessyni finnist í raun og veru að Robert sé æru- verðugur maður. Samt skrifar hann undir bréf sem segir að honum, sem for- seta, finnist það og það bréf hefur bein- harðar afleiðingar: það veitir Robert réttindi og það veldur fórnarlömbum hans ennþá meiri sársauka en þegar var orðið. Guðni ber þó ekki ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna – forsetinn er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Því er haldið fram að úr því að Robert Downey uppfyllti þau skilyrði sem sett eru í 85. grein hegningarlaga um upp- reist æru þá hafi forsetinn orðið að veita hana. Það er ekki rétt – lögin segja bara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.