Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 129
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 2 129 nefnist Haraldur, er fyrirferðarmikill eins og einatt í sögum hans, fer sínu fram. En hann er skemmtilegur ferða- félagi, blandar gamanið alvöru og veit hve langt honum er óhætt að fara út fyrir efnið, eða öllu heldur hver eru mörk efnisins. Frásögnin sveiflast milli hins lýríska og hins anekdótíska sem tengt er saman af hálfsjálfsævisöguleg- um meginþræði. Skemmtisögurnar eru af því tagi sem góðir sögumenn fága og endurtaka þangað til enginn veit, og ekki sögumaðurinn sjálfur, hvað er satt eða logið, en auðvitað er góð saga alltaf sönn. Dæmi um þetta eru frásögn af heimsókn byltingarsinnaðra unglinga til Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra og sagan af heimsókn Jonna og Halla á lögreglustöð í Ósló til að sækja um atvinnuleyfi. Þarna birtast lifandi myndir af tveimur ólíkum valdamönn- um andspænis ungum uppreisnarseggj- um, og það gæti svo sem verið að and- stæðurnar hafi skerpst í munnlegri geymd. Eins og nafnið Passamyndir bendir hnyttilega til er í þessari bók brugðið upp fjölda skyndimynda af persónum sem ýmist eiga samleið með sögumanni um stund eða hann hittir á eins konar gatnamótum. Sumir þeir sem styst er frá sagt eru svo sem auðþekkjanlegir úr raunveruleikanum eins og Bjartur Jóns- son skáld og dr. Róbert hagfræðingur ellegar þau Rúna og Federico. Margar aðrar persónur eiga eitthvað sameigin- legt einstaklingum sem maður kannast við, en það er ekki vert að leggjast í rannsóknir til að athuga hvort vísað sé á einhvern ákveðinn einstakling eða mönnum sé blandað saman. Þetta eru persónur í skáldsögu. Það mætti svo sem spyrja hver eða hverjir hafi lagt til efniviðinn í Jonna, litríkan vin sögu- manns og ferðafélaga um skeið, en svarið mundi leiða afvega: Jonni er Jonni, skáldsagnapersóna sem á sér sjálfstætt líf, eftirminnilegur með lífs- krafti sínum og duttlungum. Sama má segja um ýmsa gólfskúrandi náms- og vísindamenn sem þeir félagar kynnast í Ósló. Um það leyti sem Halli og Jonni fara að vinna á fjallinu tekur framsagan völdin, það sem er að gerast í sögunú- inu. Lífið á fjallinu er sérkennilegt og viðburðaríkt, lesandinn fær að kynnast norsku fjalllendi, fjölskyldunni Sören- sen og tengdasyni hennar Terje, sem á sér ævintýralega fortíð; fyrstu kynnin af honum reynast vera í stormahléi í lífi hans. Uppstyttu lýkur í kjölfar atburða sem sagt er frá, líklega hefði henni lokið hvort sem var, en verið getur að Íslend- ingarnir eigi þar einhvern hlut, óvilj- andi. Ungur Íslendingur, Friðrik, sting- ur upp kolli en er óðar snúinn heim á vit örlaga sinna. Það er örsaga og örlaga- saga í senn, og ágætur endahnútur er hnýttur á hana í bókinni. Þarna bland- ast ást og trú á sannferðugan hátt svo að ekki verður sundur skilið. Hin meginsagan er ástarsaga Halla, sem hittir elskuna sína í fyrsta sinn í Ósló, og lesandinn fær að fylgjast með hvernig sú ást þróast og gengur gegnum ákveðið reynsluskeið í ferð suður á bóg- inn. Þetta er falleg saga og fallega sögð af hlédrægni þess sem veit að ekki má tala of mikið um ástina. Passamyndir er gædd ýmsum bestu kostum fyrri sagna Einars Más. Hinn orðhvati, margfróði og tilfinninganæmi sögumaður kann þá list að tala um margt í einu og halda þó þannig utan um þræðina að lesandinn hefur að sögulokum fengið að njóta bæði sagðra og ósagðra sagna, gægjast stutta stund inn í líf margra ólíkra einstaklinga. Les- andinn skemmtir sér vel, sjálfsagt enn betur ef hann man þá tíma sem frá er sagt. Öllu stjórna duttlungafull örlög –
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.