Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 135
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 2 135 þar er tekist á við spurninguna hver er ég? og hver er staða mín í þessum heimi? í fyrstu persónu frásögn ungrar konu sem „langar að trúa því að fræði- leg og heimspekileg hugsun séu undir- staðan, grundvöllurinn fyrir því að unnt sé að skilja heiminn“ (Tregðulögmálið, 66). Við lestur á Móðurlífinu, blandaðri tækni er ljóst að Yrsa Þöll er orðin veru- lega leikin í að halda mörgum boltum á lofti; að spinna marga þræði sem saman mynda góða heild. Bókin hefði jafnvel orðið enn betri hefði góðum skærum verið beitt því á köflum er frásögnin full ítarleg og ýmislegt hefði mátt stroka út til þess að efnið nyti sín betur. Það breytir því þó ekki að þetta er afar áhugaverð skáldsaga um þessa eilífðar- togstreitu í lífi kvenna sem virðist síst á undanhaldi þótt komið sé fram á tutt- ugustu og fyrstu öldina. Tilvísanir 1 Sjá Soffía Auður Birgisdóttir. 1987. „Skyldan og sköpunarþráin. Ágrip af bókmennta- sögu íslenskra kvenna.“ Eftirmáli við Sögur íslenskra kvenna 1879–1960. Ritstjóri Soffía Auður Birgisdóttir. Reykjavík: Mál og menn- ing, bls. 913–971. Kom einnig út í sérprenti. Úlfhildur Dagsdóttir Ævintýraþokan Stefán Máni: Skuggarnir. Sögur 2017. 315 bls. Húsið er úr steini, það er tvílyft með tómum gluggum og hálfhrundu þaki – og það stendur neðan við grasi gróna brekku. Þokan streymir úr norðri, rök og köld – hún teygir fram gegnsæjar hendur og hvítir fingur hennar gæla blíðlega við veðurbarða veggina, eins og barn sem skoðar dýrmætt leikfang. (217) Miklar vonir eru bundnar við þetta hús í sögu Stefáns Mána, Skuggarnir. Það er dularfullt eyðibýli sem á að prýða for- síðu ljósmyndabókar sem á að afla höf- undi sínum, Tímóteusi eða Timma, frægðar og auðlegðar. Fyrir ástkonu hans, Kolbrúnu, er húsið að vissu leyti táknmynd þarfar hennar fyrir fjölskyldu og ást. Saman leggja þau upp í ferðalag um hálendi og heiðar til að finna húsið, sem síðan reynist standa á mörkum veruleika og þjóðsögu, vona og ótta. Skáldsagan segir frá sambandi þeirra tveggja, Kolbrúnar sem vinnur á leik- skóla og Timma sem er ljósmyndari. Hann er nokkru eldri en Kolbrún og kynni þeirra hefjast á því að hann er of seinn að sækja dóttur sína á leikskólann. Kolbrún og Timmi hafa bæði sína djöfla að draga. Kolbrún er tilfinninganæm, viðkvæm og í andlegu ójafnvægi. Óör- yggi hennar og ístöðuleysi er afleiðing af erfiðu sambandi við foreldra hennar og hún þráir fjölskyldu til að bæta þetta upp. Timmi er klassískt dæmi um mann sem tekst ekki að rísa undir þeirri karl- mennskuímynd sem hann þráir: ekki aðeins hefur honum mistekist að finna frægðina heldur beitir eiginkonan Anna hann ofbeldi og hótar honum öllu illu ef hann ekki slítur sambandinu við Kol- brúnu. Ferðin að ‚draumahúsinu‘ er því að öllu leyti dæmd til að mistakast, fyrir utan að vera lítt ígrunduð atlaga að ólík- legri frægð þá er hún flótti undan óbæri- legum aðstæðum. Að auki eru þau illa undirbúin fyrir langa göngu um óbyggð- ir og leiðbeiningar eru af skornum skammti því enginn í grennd kannast við eyðibýlið. Timmi er þó sannfærður um að það sé til, því hann hefur sínar heimildir frá frönskum ferðamönnum sem sáu eyðibýli og sendu honum GPS- hnit með staðsetningu þess. Þau leggja upp frá Kópaskeri og þarna er strax byggð upp klassísk and-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.