Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 73
Neikvæðið í tilverunni og tímunum Þér skal verða bundin við hundsrófuna ryðguð pjáturdós og þú skalt drösla henni út um holt og móa, út um lautir og kjörr þangað til þú hefur lært að fela rófuna milli lappanna, milli lúsugra hundslappanna eins og hundur. Ég vík nánar að inntaki ljóðsins og skáldskaparaðferð síðar, en sennilega er þetta það ljóð Sigfúsar sem mest hefur hneykslað lesendur hans. Ólík- legustu menn hafa reyndar í mín eyru talað um mannfyrirlitningu skáldsins í bjartsýnisljóðunum, ekki síst þessu, eða sagt sem svo að þau væru ekki annað en ólundarnöldur.23 Sjálfum hafa mér alltaf þótt þessir dómar fólks um heimsósómakvæði Sigfúsar furðulegir. Það einkennir þau öll að tónninn í þeim er fullkomlega einlægur, það er að segja: Sigfús yrkir þau í fullri alvöru, ljóðin eru til orðin af þörf, reiðin er sönn og mjög fjarri því einmitt að vera nöldur eða sjálfsvorkunn. En það er einsog sumum finnist að skáld eigi einungis að yrkja lof- söngva til jarðarinnar, heimurinn sé góður og ef einhver sé á öðru máli þá eigi sá hinn sami að sýna þá kurteisi að þegja um það, eða minnsta- kosti að spara sér öll fúkyrði. Sigfús komst ungur á þá skoðun að mikil- vægi ljóðs fyrir lesanda færi eftir því hversu miklu það hefði skipt skáld- ið sjálft: „... var það skrifað af bráðum lífsháska ellegar þá af fullum fögnuði lífsins: hvaða einlægur sannleikur lá að baki og hversu nálægt þeim sannleika kemst skáldið með þeim ófullkomnu tækjum sem því eru látin í té?“24 Og hálfum fjórða áratug síðar skrifaði Sigfús í ritgerð um Stein Steinar: „Ekkert skáld sem nokkuð kveður að held ég geti látið hjá líða að yrkja um neikvæðið í tilverunni og tímunum.“25 Vissulega orti Sigfús um þetta neikvæði, einkum á miðhluta skáldferils síns í bókunum Fá ein Ijóð og Útlínur bakvið minnið. Hann orti um það af mikilli ástríðu og orðkynngi, og það varðaði hann greinilega miklu að takast á við það. En umfram allt fáum við í ljóðum Sigfúsar sýn á margbreytileika lífsins. * Síðasta bjartsýnisljóðið er af öðru tagi en hin enda ort mun seinna. Af fá- einum drögum í Grænukompu frá árinu 1986 má ráða að það sé með yngstu ljóðunum í Útlínum bakvið minnið, og gæti því hugsanlega verið allt að því tuttugu árum yngra en hin bjartsýnisljóðin. Raunar er það svo ólíkt þeim að sú spurning hlýtur að vakna hversvegna Sigfús skipaði því með þeim en lét það ekki standa á eigin fótum ef svo mætti að orði kveða, því það gat það vissulega gert. TMM 2004 • 1 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.