Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 110
Jón Yngvi Jóhannsson Einn af aðalkostum Ólafs Gunnarssonar sem rithöfundar er að hann er færari en flestir aðrir í að sviðsetja atburði og lýsa umhverfi og persónum þannig að það verði bráðlifandi. Sögur hans eru að þessu leyti svo þéttar að þar verður varla betur gert. í þrílerknum Tröllakirkju, Blóðakri og Vetrar- ferðinni fer þetta saman við miskunnarlausa trúarlega og siðferðilega glímu. Þar er lýst persónum sem glíma við Guð, syndina og ekki síst við kröfu kristninnar um fyrirgefningu og iðrun. Bæði Tröllakirkja og Vetrar- ferðin eru tilbrigði við Jobsbók þar sem persónurnar glata öllu og þurfa í kjölfarið að takast á við sjálfar sig og trú sína. Einn höfuðkostur þessara bóka er að þær persónur sem verða lesandanum minnisstæðastar eru fólk sem er bersyndugt en nær samt að vekja áhuga, samúð og jafnvel aðdáun lesenda. Og það er þetta sem vantar í nýjustu skáldsögu Ólafs, Öxina og jörðina. Þar sker engin ein persóna sig úr fjöldanum, og biskup og synir hans koma manni lítið sem ekkert á óvart. Rétt eins og hjá Gunnari Gunn- arssyni, sem skrifaði skáldsögu um Jón Arason fýrir rúmum 70 árum, eru þeir velmótaðar myndir eftir þekktum fýrirmyndum og koma inn á sviðið nákvæmlega eins og maður þekkir þá úr kennslubókum í íslandssögu. Ég ætla ekki að eiga orðastað við allt það hrós sem hefur fallið ÓJafi í skaut fyrir þessa sögu, en get samt ekki stillt mig um að nefna eitt atriði. I DV segir Mikael Torfason um Öxina og jörðina: „Hún fangaði íslend- inginn innra með mér, án stæla, og það jafn vel, ef ekki betur á köflum, en Laxness hefur gert í gegnum tíðina og hefur hann þó kveikt í manni oftar en einu sinni.“2 Það kemur mér satt að segja á óvart hversu fyrir- hafnarlaust Mikael bregður sér í hlutverk þjóðernissinnans í þessari um- sögn effir að hafa undanfarin ár rassskellt ekki bara eina þjóð heldur tvær fyrir smárasisma og þjóðernisbelging. En ég held að það sé m.a. þetta sem veldur því að ég sjálfur, og raunar fleiri af þeim sem nú er í tísku að kalla fótnótufræðinga, hafa efasemdir um Öxina og jörðina. Hún byggir á hefðbundinni og gamalli söguskoðun þar sem Jón Arason er eini stikiu- steinn þjóðernisvitundarinnar frá goðaveldinu til nítjándualdarrómant- íkur og þjóðskálda. Gallarnir við þessa söguskoðun eru fjöldamargir eins og bent hefur verið á undanfarin ár og í þessari sögu verður einn þeirra mjög áberandi.3 Jón Arason er yfirstéttarmaður og veraldlegur höfðingi sem berst fyrir eigin hagsmunum og eignum ekkert síður en fyrir hug- myndafræðilegu forræði kaþólsku kirkjunnar. Mér fór svo við lestur sög- unnar að ég hvarflaði sífellt frá honum og öðrum yfirstéttarmönnum í þeirra eilífu jarðadeilum, yfirreiðum og aðförum, að fólkinu sem verður fyrir þessum ósköpum, venjulegu alþýðufólki sem er rænt, nauðgað og drepið svona eins og í framhjáhlaupi án þess að það fái nokkurn tíma rödd í sögunni. f08 TMM 2004 • 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.