Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 55
Tilgangur. Komdu. Himinn. legri til að skrökva viljandi „til að þjóna sögunni“ og er jafnvel ekki alltaf fullkomlega sjálfrátt í því efni. Og atvinnuhöfundurinn beitir yfirleitt markvissari stílbrögðum, skrifar stundum stíl sem hefur sterkari sér- kenni en áhugahöfundurinn, þótt ekki sé það einhlítt, samanber Tryggva Emilsson sem skrifaði sérstæðan og fallegan stíl. Og loks hugsar atvinnu- höfundurinn meira um form, er líklegur til að telja sjálfum sér og öðrum trú um að hann sé að finna upp nýja bókmenntagrein - en í grundvallar- atriðum er skáldævisagan samt ekki annað en sjálfsævisaga skálds og hvorki merkari né ómerkari en aðrar sjálfsævisögur. Þetta útheimtir það sama: til að skrifa sjálfsævisögu þarf maður að hafa löngun og hæfileika til að upplifa ævi sína og sjálf sitt sem texta. Um aldir hafa íslendingar einmitt gert það unnvörpum. Þeir henda reiður á ævi sinni í frásögn, skipa því sem hent hefur þá um dagana í innra og ytra samhengi, búa til framvindu úr því, rök og vit úr atvikum stundanna - skapa sig sjálfir, svo að úr verður „einhvers konar ég“. Slíkur urmull var raunar skrifaður af sjálfsævisögum á síðustu öld að tala má um hálfgerða þjóðaráráttu. Þessi hefð - sjálfsævisagnagerðin - er meðal helstu þjóðargersema okkar. Og þótt „skáldævisaga“ sé nokkuð skemmtilegt orð finnst mér orðið „sjálfsævisaga" ekki síður snjallt því það bendir ekki aðeins á að viðkom- andi aðalpersóna skrifi sjálf sína sögu - heldur eru bækur af þessu tagi iðulega sögur um tilurð og þróun sjálfs; þær fjalla um það hvernig við- komandi kemur til sjálfs sín, öðlast skilning á sálarlífi sínu og ævikjörum í sögunnar rás, bæði eftir því sem sögunni vindur fram og einnig við sjálff ritunarferlið. Margar merkilegar sjálfsævisögur litu dagsins ljós á síðustu öld, bæði eftir „áhugahöfunda" og fólk sem orðið hafði sér út um skáldanafnbót. Af bókum úr síðarnefnda flokknum ber hæst Dœgradvöl Gröndals, Ofvita og íslenskan aðal Þórbergs og minningabækur Halldórs Laxness sem hann kenndi raunar við nýja bókmenntagrein, „essayrómana“ - af seinni höfundum má nefna Hannes Sigfússon sem skrifaði Flökkulíf og Framhaldslíf förumanns en þær bækur tengjast einmitt skemmtilega bók Jóns Kalmans sökum skyldleika þessara skálda - Hannes var afabróðir Jóns. Sigurður A Magnússon hefur nýlokið sínu mikla verki um ævi sína og þá tíma sem hann lifði og mótaði og verður ffóðlegt að sjá einhvern fara í saumana á þessari einstæðu heimild um sálarlíf karlmanns, kristins manns og vinstri manns á seinni hluta 20. aldar - ekki síst hvaða áhrif umskipti á frásagnaraðferð í miðju kafi hafa á verkið. Tindurinn í sjálfsævisagnagerð skálda hér á landi er sennilega Fjallkirkja Gunnars Gunnarssonar - saga um móðurmissi, þrautir og þrengingar, utanför, TMM 2004 • 3 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.