Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 57
Tilgangur. Komdu. Himinn. Um miðja nótt vaknaði ég við háreysti og heyrði að móðir mín var komin heim með mann. Mér leist ágætlega á það og fór fram til að heilsa upp á hann. Kannski myndi ég hér eignast nýjan föður. Þegar ég kom inn í stofuna brá svo við að mað- urinn var horfinn. „Hvar er maðurinn?" spurði ég. „Hvaða maður?“ spurði móðir mín ögn hífuð. „Ég heyrði að það kom maður með þér heim, má ég heilsa upp á hann?“ „Hvaða vitleysa, það kom enginn með mér heim. Farðu að sofa.“ Ég heyrði brambolt inni í veggnum. Maðurinn var augljóslega inni í skáp í svefnherberginu, bakhliðin sneri að stofunni. Ég fór inn í svefnherbergið og opnaði skápinn. Maðurinn steig út. „Jæja, þú ert einarður lítill hnokki." „Ég er ekkert einarður, ég ætlaði bara að heilsa upp á þig.“ „Já við Freydís móðir þín vorum nú að vonast eftir að fá smánæði.“ Ég fór út á svalir. Síðan gekk ég niður tréð út í garð. Gullbrandur elti mig. Móðir mín stóð á svölunum og spurði hvort ég vildi ekki koma inn að leggja mig. „Það er fínt hérna,“ sagði ég. Það var blankalogn og stjörnubjart. Ég lá í grasinu og Gullbrandur sat við hlið mér. Mamma spurði aftur hvort ég vildi ekki leggja mig inni í svefnherbergi, en lét svo undan fortölum gestsins, hvarf inn og lokaði. Ég horfði á stjörnurnar og fann að ekkert kom mér við. Það var bara ég og óendanleikinn. Ég varð að eiga mína litlu ævi undir augliti þessa óforgengileika. Hann kippti sér ekki upp við smámuni og ég, sem hafði lifað í heil tíu ár, átti að fara að dæmi hans. Þessi kennd settist að í maganum á mér. Þegar ég stóð upp var Gullbrandur horfinn. Ég sá hann aldrei framar. Mér fannst ég ekki tilheyra þessu hverfi lengur, þessum skóla, þessum vinum. Á þessari stundu mótast endanlega sjálf drengsins. Það frýs. Hann breyt- ist í köttinn og fer eftir það sinna eigin ferða, tilheyrir engu lengur, mætir hvergi í skóla en býr sér til sína eigin tilveru sem virðist einkennast af reglusemi, hirðusemi og vinnusemi - og þegar fram líða stundir sívax- andi löngun til að spegla sig í þeim sem ekki eru reglusamir, hirðusamir eða vinnusamir heldur hafa það til að bera að vera utangarðs. Þegar maður les þessa lýsingu á aðdraganda þess að Gullbrandur yfirgefur móður sína tíu ára og flytur til föðurins sem hefur þegar yfirgefið dreng- inn og virðist illa haldinn drykkjusjúklingur - þá dettur manni í hug orðið kurteisi. Þaðan kemur áhrifamáttur senunnar: Allt er óaðfinnan- lega kurteislegt: samskipti móður og sonar sem einkennast af sektar- kennd hennar og bælingu og sárindum hans, samskipti sonar og elsk- hugans í skápnum sem rekur drenginn út úr eigin húsi með kurteislegum tilmælum um smánæði, samskipti kattar og drengs þegar kötturinn eltir drenginn út í samstöðuskyni og situr hjá honum til að skilja eftir sál sína TMM 2004 • 3 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.