Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 60
Guðmundur Andri Thorsson En ég kom of seint til að kveðja hana. Hún var sloppin af hælinu fyrir fullt og allt. Þau eru farin og lífið heldur áfram. Mér finnst eins og ég hafi aldrei gert upp fortíðina. Kannski er það ekki hægt. Það er búið sem búið er. En kannski tekst mér að brjótast undan ísköldu þunglyndinu sem hreif móður mína með sér eins og snjóflóð. Kannski gefur það mér styrk að vita um lítinn dreng sem liggur frosinn undir ísnum í hjarta mínu. Kannski tekst mér að brjóta ísinn og taka þennan litla dreng í fangið og þykja vænt um hann. Hann eins og allir aðrir á það skilið að einhver taki hann í fangið. Eftir hlýlega lýsingu á trúnaðarstörfum móður sinnar sem fá þá niður- stöðu að hún hafi verið akkúratmanneskja sem vildi ekki að það væri neitt upp á sig að klaga - sem í sjálfu sér er grátbrosleg setning - þá kólnar smám saman textinn, setningar styttast og hætta að tengjast, standa stakar með greinaskil ofan og neðan við sig, verða lágværar og mjög umkomulausar uns búin er setningin um það sem búið sé: þá er allt í einu eins og sjálfið sem heldur um pennann taki á sig rögg þegar kemur að eintali sálarinnar, heitstrengingunni um að brjótast undan þunglynd- inu - og þá hlýnar aftur textinn og honum lýkur með faðmlagi. 5 Það er líka myrkur og kuldi og sorg í bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Snarkið í stjörnunum, þar er líka einmana drengur sem unir sér við lestur á afþreyingarbókum fýrir börn - mikil guðsblessun hafa bækurnar hennar Enidar Blyton verið fyrir mörg börn á sjöunda áratugnum! - og sækir félagslegan styrk sinn í glæstar raðir tindáta. En þessi saga fer meira út um víðan völl, bæði í tíma og rúmi. Á 193 síðum leitast Jón Kalman við að segja mikla og flókna og mjög sviptingasama íjölskyldusögu. Á köflum má maður hafa sig allan við að átta sig á persónum og atvikum en Jóni tekst að halda öllu saman á furðulegan hátt með frásagnaraðferð sinni sem er persónuleg blanda af hugleiðingum, skáldskap, tilvitnunum í gömul bréf og vandlega völdum svipmyndum sem oft segja milda sögu. Bókin er byggð upp á stuttum köflum með fyrirsögnum sem gefur höf- undi færi á að fara úr einu í annað. Tvær sögur eru einkum raktar: önnur er af langafa hans og langömmu sem voru á dögum á fyrrihluta 20. aldar - saga um íslenska glæsimennið, heillandi og breyskan mann sem stundum er ríkur og stundum örsnauður, stundum í bindindi en oftar á túr, stundum tryggur og stundum ekki - og konu hans sem sýnir þessum persónugervingi hins frjálsa karlmennskuanda nýrómantíkurinnar tak- 58 TMM 2004 • 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.