Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 72
Júlían Meldon D’Arcy og Guðmundur Sæmundsson Eru Norðurlöndin og ísland úti á kantinum? Samnorrænn sögu- og bókmenntaarfur er einkar ríkur af þemum, minnum, einstökum persónulýsingum og atburðum sem gefa tilefni til íþróttabókmenntafræðilegra vangaveltna. Noregskonungasögur, íslend- inga sögur, samtímasögur eins og Sturlunga saga og loks hinar ævintýra- legu Fornaldarsögur Norðurlanda eru rannsóknarvettvangur sem fræði- menn á þessu sviði geta ausið af næstu árin. Nokkur rit hafa verið til- einkuð íþróttum fornmanna, vopnaburði og hetjuskap, t.d. bókin íþróttir fornmanna á Norðurlöndum eftir Björn Bjarnason (Björn Bjarnason 1908). Hún var skrifuð á dönsku sem doktorsritgerð, en síðan þýdd og umrituð yfir á íslensku. Bókin var endurútgefin árið 1950, óbreytt. Hún er í rauninni eina yfirlitsverkið um íþróttir og vopnaburð norrænna fornmanna sem ritað hefur verið til þessa. Nokkrar ritgerðir og greinar hafa einnig verið skrifaðar um fornnorrænar íþróttabókmenntir (t.d. Martin 2002 og Meinander 2000). Þá skrifaði Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi stutt yfirlit yfir sögu íþrótta, þar sem örlítið er minnst á íþróttir fornmanna en mest fjallað um íþróttir á 19. og 20. öld (Þorsteinn Einarsson 1977). íslendingar hafa því í rauninni staðið sig ágætlega varð- andi fræðilega umfjöllun um íþróttir í bókmenntum. Nýrri norrænar bókmenntir snerta að sjálfsögðu oft efni sem tengjast íþróttum og íþróttaiðkun. Gott dæmi um það er bókin Fótboltaengillinn (Fodboldenglen) effir danska höfundinn Hans-Jorgen Nielsen (1981, 1983). Rannsóknir og fræðimennska eru þó skammt á veg komnar á þessu sviði, rétt eins og annars staðar í Evrópu. Þó væri ósanngjarnt að nefna ekki þá umræðu sem einmitt Fótboltaengillinn hefur leitt af sér, m.a. í íslensku tímariti (Jorgensen 1983), en þó aðallega á dönskum vett- vangi eins og skiljanlegt er (Nielsen 1980, Mogensen 1981, Kyndrup 1983, Kuntze 1985, Braad 1990, Moller 2001, Stjernfelt 2001, Barfod 2001, Örum 2001). Einnig er rétt að nefna nýlega danska bók, Fodbold: Forfattere om Fœnomenet, sem út kom árið 2002 (Christiansen og Stjern- felt 2002). Norrænt seminar í Árósum 16. og 17. janúar 2004, Norrœnar bók- menntir um íþróttir og líkamsmennt — þverfagleg sjónarhorn, var mjög merkur áfangi í að mynda samstarfsgrundvöll til frekari rannsókna og umfjöllunar um norrænar íþróttabókmenntir. Þar kom það einna helst fram um norrænar íþróttabókmenntir sem fræðigrein að þær eru á væn- legum byrjunarreit meðal bókmenntafræðinga, en hins vegar virðast fjölmiðlafræðingar og blaðamenn, auk félagsfræðinga, sálfræðinga o.fl., hafa fjallað talsvert mikið um hlutverk íþrótta í fjölmiðlatextum, ævi- 70 TMM 2004 ■ 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.