Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 80
ÁRNI BERGMANN öflugan bandamann í einvaldri keisarafrú Rússlands. Þeir áttu í miklum bréfaskiptum við hana, hún lýsti sig vera námfúsan lærling sem hygðist leggja hugmyndir þeirra til grundvallar miklum lagabótum í ríki sínu. Menn deila um það, hvort Katrín hafi aðeins viljað nota sér vinskap hinna frægu Frakka sér til framdráttar og álitsauka í Evrópu eða hvort hún hafi í rauninni reynt að taka mark á því t.d. sem þau Diderot ræddu saman um umburðarlyndi og réttvísi árin 1772-74 þegar rithöfundurinn mikli dvaldi við hirð hennar. Má vera að hvorutveggja sé rétt. Katrín fitj- aði reyndar upp á ýmsum umbótum, en allt varð í raun með mun smærra og aumlegra sniði en hún hafði lofað. í samskiptum hennar við Diderot og Voltaire sjáum við strax ýmislegt af því, sem síðar átti eftir að endurtaka sig þegar stórmenni andans gistu Rússland Stalíns. Diderot er tekið af mikilli kurteisi og virðingu en gestgjafmn lítur á hann sem hálf- gert barn. Erfiðum spurningum gestsins er svarað út í hött: þegar Dide- rot vill vita fleira um kjör ánauðugra bænda segir Katrín: „Ekki veit ég um neitt land annað þar sem hinn vinnandi maður elskar land sitt og heimkynni sín meir en í Rússlandi“.4 Upplýsingum er haldið leyndum fyrir gestinum: meðan á heimsókn Diderots stóð er barist við uppreisn- arher kósakkans Púgatsjovs en hann fær ekkert um það að vita. Engu að síður trúir Diderot því, eins og margir aðrir síðar „að það sé auðveldara að koma á umbótum í Rússlandi en Frakklandi, því Rússland væri ný og óskrifuð blaðsíða, sem sagan hefði enn ekki skrifað neitt á“.5 Og Katrín fær þann orðstír fyrir að segjast vilja gjöra alla hluti nýja að Diderot segir hana búa yfir „sál Brútusar með töfrum Kleópötru“.6 Voltaire reyndist ekki síður nytsamur Katrínu með því að breiða út um Evrópu mjög jákvætt mat á áformum hennar og styrjöldum og landvinn- ingum einnig. Fúsleiki hans til þessa tengdist því ekki síst, að hann taldi að þau tvö ættu sér sameiginlega óvini; kaþólsku kirkjuna, klerkaveldi, barbarisma, trúarofstæki og Tyrkjaveldi. Voltaire fannst t.d. lofsvert að Katrín stóð að því að skipta upp Póllandi - allt vegna þess að honum fannst kaþólska kirkjan eiga þar í landi eitt sitt öflugasta vígi.7 Hið forn- kveðna rætist: óvinur míns óvinar er minn vinur! Nær tveim öldum síðar urðu margir ágætir franskir menntamenn vinir Stalíns vegna þess að þá vantaði sárlega öflugan bandamenn gegn Þýskalandi Hitlers. Óskaland konungssinna Keisaranna Rússland á 19. öld freistaði ekki róttækra umbótasinna að vestan til þess að trúa á þá heillandi þversögn, að ef til vill mundi ein- valdur í vanþróuðu landi taka betur undir hugmyndir þeirra um gott 78 TMM 2004 • 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.