Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 113
Bókmenntir
Dagný Kristjánsdóttir
í auga Stormsins
Einar Kárason: Stormur. Mál og menning 2003.
I.
í nýjustu skáldsögu Einars Kárasonar, Stormi (2003) er sagt frá ævintýra- og
sögumanninum Eyvindi Jónssyni Stormi. Hann elst upp að mestu hjá ömmu
sinni í Reykjavík, og þó að skólagangan hafi hvorki orðið löng né farsæl er
Stormur vel greindur, vel lesinn og vel máli farinn. Eftir sukksöm ár sem ungur
maður í Reykjavík kynnist hann Stefaníu og eignast með henni tvö börn. Þau
flytja til Óðinsvéa, Bandaríkjanna og síðan aftur Óðinsvéa þar sem fjölskyldan
lifír að hluta til á „sossanum". Þaðan liggur leiðin aftur til Reykjavíkur þar sem
Stormur á stuttan en skrautlegan feril sem rithöfundur og aftur liggur leiðin til
Óðinsvéa í faðm danska velferðarkerfisins og þar kveðjum við Storminn.
II.
Persónur bókarinnar skiptast á að segja sínar útgáfur af sömu atburðum frá mis-
munandi sjónarhornum. Rödd Sigurbjarnar Einarssonar, hins hreinlynda en
svolítið einfalda aðdáanda Storms, einkennist af lágu sjálfsmati og textaflökti á
köflum. Rödd Stefaníu (Stefán = kóróna, sigursveigur), hinnar trygglyndu konu
Eyvindar, vekur sterka samúð enda einkennist hún af heilbrigðri skynsemi og
ábyrgðartilfinningu, þetta er jarðbundin og góð kona.
Miðja frásagnarinnar og aðalpersóna er þó Eyvindur Jónsson Stormur. Frá-
sagnir hans tengja saman allar hinar sögurnar. Það er hann sem setur af stað og
býr til rás atburða, kemur loftinu á hreyfingu kringum sig og í raun er hann
þannig ekki sjálfur stormurinn heldur hið lygna svæði í miðju stormsins sem
útiendingar kalla „auga stormsins." Hann sameinar og sundrar. Þannig gætum
við vel sagt að Eyvindur Jónsson sé hin tóma miðja þeytivindunnar eða að hann
sé eins og gatið í kleinuhringnum svo að myndmál sé sótt allt í senn til reynslu-
heims kvenna, kenninga Jacques Lacan og aðalfæðu Hómers Simpson.
III.
Hver er Stormur? Það er vafalaust engin tilviljun að hann er alnafni útilegu-
mannsins sem lengst hélt út lífið í óbyggðum íslands. Báðir eru útlægir úr sínu
samfélagi, uppreisnarmenn, liðhlaupar úr lífsbaráttunni. Eins og Fjalla-Ey-
vindur forðum tíð er Stormurinn goðsögn í lifandi lífi. Báðir eru þeir utan við
„kerfið" af því að þeir vinna elcki og framleiða ekkert. Báðir eru þeir innan „kerf-
isins“ því að kerfið gerir ráð fýrir þeim, þeir eru hin hliðin á því, fýrirlitin og
TMM 2004 • 3
111