Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 113
Bókmenntir Dagný Kristjánsdóttir í auga Stormsins Einar Kárason: Stormur. Mál og menning 2003. I. í nýjustu skáldsögu Einars Kárasonar, Stormi (2003) er sagt frá ævintýra- og sögumanninum Eyvindi Jónssyni Stormi. Hann elst upp að mestu hjá ömmu sinni í Reykjavík, og þó að skólagangan hafi hvorki orðið löng né farsæl er Stormur vel greindur, vel lesinn og vel máli farinn. Eftir sukksöm ár sem ungur maður í Reykjavík kynnist hann Stefaníu og eignast með henni tvö börn. Þau flytja til Óðinsvéa, Bandaríkjanna og síðan aftur Óðinsvéa þar sem fjölskyldan lifír að hluta til á „sossanum". Þaðan liggur leiðin aftur til Reykjavíkur þar sem Stormur á stuttan en skrautlegan feril sem rithöfundur og aftur liggur leiðin til Óðinsvéa í faðm danska velferðarkerfisins og þar kveðjum við Storminn. II. Persónur bókarinnar skiptast á að segja sínar útgáfur af sömu atburðum frá mis- munandi sjónarhornum. Rödd Sigurbjarnar Einarssonar, hins hreinlynda en svolítið einfalda aðdáanda Storms, einkennist af lágu sjálfsmati og textaflökti á köflum. Rödd Stefaníu (Stefán = kóróna, sigursveigur), hinnar trygglyndu konu Eyvindar, vekur sterka samúð enda einkennist hún af heilbrigðri skynsemi og ábyrgðartilfinningu, þetta er jarðbundin og góð kona. Miðja frásagnarinnar og aðalpersóna er þó Eyvindur Jónsson Stormur. Frá- sagnir hans tengja saman allar hinar sögurnar. Það er hann sem setur af stað og býr til rás atburða, kemur loftinu á hreyfingu kringum sig og í raun er hann þannig ekki sjálfur stormurinn heldur hið lygna svæði í miðju stormsins sem útiendingar kalla „auga stormsins." Hann sameinar og sundrar. Þannig gætum við vel sagt að Eyvindur Jónsson sé hin tóma miðja þeytivindunnar eða að hann sé eins og gatið í kleinuhringnum svo að myndmál sé sótt allt í senn til reynslu- heims kvenna, kenninga Jacques Lacan og aðalfæðu Hómers Simpson. III. Hver er Stormur? Það er vafalaust engin tilviljun að hann er alnafni útilegu- mannsins sem lengst hélt út lífið í óbyggðum íslands. Báðir eru útlægir úr sínu samfélagi, uppreisnarmenn, liðhlaupar úr lífsbaráttunni. Eins og Fjalla-Ey- vindur forðum tíð er Stormurinn goðsögn í lifandi lífi. Báðir eru þeir utan við „kerfið" af því að þeir vinna elcki og framleiða ekkert. Báðir eru þeir innan „kerf- isins“ því að kerfið gerir ráð fýrir þeim, þeir eru hin hliðin á því, fýrirlitin og TMM 2004 • 3 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.