Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 118
Bókmenntir í lífi Stephans og hugmyndaheimi: æska/elli; heiman/heim; líf/dauði; almennt/sértækt; vinátta/hatur; stríð/friður; hið persónulega/hið heimssögu- lega. Um síðastnefnda atriðið vísa ég til kaflanna um fyrri heimsstyrjöldina og afleiðingar hennar, m.a. spönsku veikina sem Stephan setti í beint samband við stríðsreksturinn; sjá t.d. hvernig Viðar tengir kaflann „Stórmál tvö“ (11:301) við hinn áhrifamikla kafla „Hrundar hallir" (11:297). Frásögn Viðars af heimferð Stephans 1917 sýnir höfðingja, þjóðhetju, sem fagnað er af einlægni. Við sjáum hópa manna hylla skáldið á ferð sinni um landið eftir 43 ára fjarveru. Jafnframt kynnumst við einstökum aðdáendum eins og Ólafi Sigurðssyni á Hellulandi í Skagafirði sem vildi fá nánari skýringar á til- teknum atriðum: Um hvaða á er ort í kvæðinu Áiri? Um hvaða hól er Hóllinri'. Um þetta höfðu staðið deilur í vinahópi Ólafs. Aðrir aðdáendur ortu kvæði og fögnuðu skáldinu (sumir höfðu reyndar ekki kjark til að flytja kvæðin þegar á hólminn var komið). Þessi sanna hrifning á Stephani og hans miklu áhrif birt- ast einna best í frásögn Viðars af heimsókn Stephans til Indriða Þórkelssonar á Ytra-Fjalli í Aðaldal. Það var ekki nóg með að Indriði orti kvæði til Stephans undir sama bragarhætti og Vögguvísur hans; hann hafði einnig samið lag við Vögguvísur sem kona hans raulaði á kvöldin við son þeirra hjóna sem fékk að heilsa upp á Stephan og gerðist ævilangur lærisveinn hans. Þessar þingeysku og skagfirsku svipmyndir af hrifningu á stórskáldi segja merkilega sögu um andlegt líf í íslenskum sveitum á þessum tíma. Viðar teflir einnig fram „móttökunum" sem Stephan fékk stundum meðal landa í Vesturheimi, einkum þeim sem snúa að árásum tiltekinna blaða og rit- stjóra vestra vegna Vígslóða sem kom út í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. „Minnisvarðamálið“ svonefnda var angi af þeirri deilu og snerist um það hvort reisa ætti minnismerki um fallna íslenska hermenn. Viðar byrjar seinna bindið á tilvísun í þessar hatrömmu deilur og magnar þannig bókina spennu: Við bíðum eftir storminum vestra eftir góðviðrið á íslandi sumarið 1917. Viðar dæmir ekki í þessu verki en bendir stundum á sitthvað í fari Stephans sem orkað gæti tvímælis. Þar á ég einkum við þá þörf skáldsins að bregðast harkalega við andstæðum skoðunum (sbr. orð Ágústs H. Bjarnasonar prófessors þar um, 11:357). Þetta bitnaði jafnvel á aðdáendum, sbr. vísuna um „sendling- inn“, harðort skeyti um Guðmund Friðjónsson á Sandi sem fyrstur manna hafði hrósað Stephani á prenti (11:209). Jafnframt bendir Viðar þó á sáttfýsi Stephans. Klettafjallaskáldið lagði áherslu á að fá að hitta Guðmund á Sandi í íslandsferð- inni. Vel fór líka á með honum og Guðmundi skólaskáldi þegar þeir hittust 1917 þó Guðmundur hefði hnýtt mjög í Stephan opinberlega (11:32). Það liggur ein- hvern veginn í loftinu í verki Viðars að Stephan hefði viljað hitta og ræða í vin- semd við skáldbróðurinn Hannes Hafstein í Reykjavík þó að mikil pólitísk gjá hafi verið staðfest milli þeirra. Reyndar má skjóta því hér inn að svo gæti virst sem Stephan G. og Hannes Hafstein gangi nú aftur sem andstæðir „pólar“ í þjóðfélagi okkar. „Sumir“ hampa Hannesi Hafstein en minnast kannski síður á Stephan G. og þá lögeggjan hans að menn hugsi sjálfstætt og láti ekki blindast af skoðunum ráðandi afla. 116 TMM 2004 • 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.