Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 121
Bókmenntir
Geirlaugur Magnússon
Afturhvarf og endurkoma
Þrjár ljóðabækur: Að baki daganna eftir Pétur Gunnarsson (Mál og menning
2003); Æskuljóð hvíta mannsins eftir Ólaf Hauk Símonarson. Teikningar eftir
Alfred Flóka (Skrudda 2003) og Úr hljóðveri augans eftir Véstein Lúðvíksson
(Bjartur 2003).
Meðal ljóðabóka síðastliðins árs eru þrjár sem gefa tilefni til titilsins hér að ofan.
Ein er hefðbundið úrval ljóða, æskuljóða segir höfundurinn sem síðan hefur
einkum fengist við leikritun. Önnur er endurútgáfa einu ljóðabókar sagnaskálds
með viðbótum og sú þriðja fyrsta ljóðabók höfundar sem lengi hefur verið þög-
ull en naut álits sem sagna- og leikritaskáld.
Það hefur reyndar borið á því undanfarin ár í öllu blaðrinu um dauðahryglu
ljóðsins að enginn verðskuldi að nefnast rithöfundur fyrr en hann hefur slegið
inn í það minnsta eina skáldsögu eða heils kvölds leikrit. Ljóðskáld eru einungis
unglingar og sérvitringar. Þó hafa rithöfundar flestir hafið feril sinn á ljóðum
eða viðurkenna að þeir semji ljóð fyrir skúffuna.
Hér verður engin tilraun gerð til að skoða þessar ljóðabækur sem afleggjara
veigameiri verka höfundanna, aðeins gluggað í þær einar og sér.
Ljóðasafn Ólafs Hauks og fyrsti hluti bókar Péturs Gunnarssonar, ljóðabókin
Splunkunýr dagur sem út kom í fyrra skiptið árið 1973, sýna vel hvað einkenndi
skáldskap ungskálda á áttunda áratug nýliðinnar aldar. Skáldin yrkja um
hvunndagsreynslu og pólítískan raunveruleika, en hversu mótsagnakennt sem
það kann að hljóma er þessi skáldskapur litaður af næsta rómantískri lífssýn.
Nýmælið á þeim tíma var ekki að ljóðin skyldu vera pólítísk, það hafði einnig
einkennt skáldskap áratuganna og áranna á undan - og nægir að nefna skáld
eins og Jóhannes úr Kötlum, Hannes Sigfússon, Þorstein frá Hamri og Dag Sig-
urðarson - heldur að kaldasstríðsangistin sem til að mynda hafði einkennt
margt af skáldskap atómskáldanna var horfin og einnig sá innhverfi og myrki
tónn sem hafði verið mjög áberandi.
Undantekningin ffá þessu var einna helst ljóð Dags Sigurðarsonar, enda áhrif frá
honum og þó einkum viðamestu bók hans, Rógmálmi og grásilfri sem kom út í upp-
hafi áratugarins, veruleg meðal yngri skálda, ekki síst í málfari; hversdagslegt orðfæri
og talmálskennt verður einkennandi. Ég held að ef ætti að lýsa skáldskap yngri skálda
þess tíma með dæmi fyndist vart skýrara en ljóðið París ’68 eftir Ólaf Hauk (21):
1 morgun þegar ég vaknaði
sá ég að rauð rós hafði vaxið
út úr nafla þínum
og brosti við mér
eins og barn.
TMM 2004 • 3
119