Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 121
Bókmenntir Geirlaugur Magnússon Afturhvarf og endurkoma Þrjár ljóðabækur: Að baki daganna eftir Pétur Gunnarsson (Mál og menning 2003); Æskuljóð hvíta mannsins eftir Ólaf Hauk Símonarson. Teikningar eftir Alfred Flóka (Skrudda 2003) og Úr hljóðveri augans eftir Véstein Lúðvíksson (Bjartur 2003). Meðal ljóðabóka síðastliðins árs eru þrjár sem gefa tilefni til titilsins hér að ofan. Ein er hefðbundið úrval ljóða, æskuljóða segir höfundurinn sem síðan hefur einkum fengist við leikritun. Önnur er endurútgáfa einu ljóðabókar sagnaskálds með viðbótum og sú þriðja fyrsta ljóðabók höfundar sem lengi hefur verið þög- ull en naut álits sem sagna- og leikritaskáld. Það hefur reyndar borið á því undanfarin ár í öllu blaðrinu um dauðahryglu ljóðsins að enginn verðskuldi að nefnast rithöfundur fyrr en hann hefur slegið inn í það minnsta eina skáldsögu eða heils kvölds leikrit. Ljóðskáld eru einungis unglingar og sérvitringar. Þó hafa rithöfundar flestir hafið feril sinn á ljóðum eða viðurkenna að þeir semji ljóð fyrir skúffuna. Hér verður engin tilraun gerð til að skoða þessar ljóðabækur sem afleggjara veigameiri verka höfundanna, aðeins gluggað í þær einar og sér. Ljóðasafn Ólafs Hauks og fyrsti hluti bókar Péturs Gunnarssonar, ljóðabókin Splunkunýr dagur sem út kom í fyrra skiptið árið 1973, sýna vel hvað einkenndi skáldskap ungskálda á áttunda áratug nýliðinnar aldar. Skáldin yrkja um hvunndagsreynslu og pólítískan raunveruleika, en hversu mótsagnakennt sem það kann að hljóma er þessi skáldskapur litaður af næsta rómantískri lífssýn. Nýmælið á þeim tíma var ekki að ljóðin skyldu vera pólítísk, það hafði einnig einkennt skáldskap áratuganna og áranna á undan - og nægir að nefna skáld eins og Jóhannes úr Kötlum, Hannes Sigfússon, Þorstein frá Hamri og Dag Sig- urðarson - heldur að kaldasstríðsangistin sem til að mynda hafði einkennt margt af skáldskap atómskáldanna var horfin og einnig sá innhverfi og myrki tónn sem hafði verið mjög áberandi. Undantekningin ffá þessu var einna helst ljóð Dags Sigurðarsonar, enda áhrif frá honum og þó einkum viðamestu bók hans, Rógmálmi og grásilfri sem kom út í upp- hafi áratugarins, veruleg meðal yngri skálda, ekki síst í málfari; hversdagslegt orðfæri og talmálskennt verður einkennandi. Ég held að ef ætti að lýsa skáldskap yngri skálda þess tíma með dæmi fyndist vart skýrara en ljóðið París ’68 eftir Ólaf Hauk (21): 1 morgun þegar ég vaknaði sá ég að rauð rós hafði vaxið út úr nafla þínum og brosti við mér eins og barn. TMM 2004 • 3 119
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.