Heimsmynd - 01.08.1994, Síða 6

Heimsmynd - 01.08.1994, Síða 6
 Margir halda að ^pabm sé bróðir minn Hvemig er að vera 15 ára, búiirn að leika stórt hlutverk í kvikmynd, starfa í ung- lingavinnunni, vera á leið í 10. bekk Æf- ingadeildar Kennaraháskólans og eiga einn helsta rokkara íslands fyrir föður? Qrri Helgason svarar því. Um Bíódaga „Það var ofsalega gaman að leika í Bíó- dögum. Fólkið sem vann að myndinni var skemmtilegt og góður andi yfir öllu. Ég hef áður leikið í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og það er miklu erfið- ara en í bíómynd. Þó maður klúðri ein- hverju við kvikmyndatökur er það ekki einhver dauðadómur því það er hægt að taka atriðið aftur.“ Um unglingavinnuna „Unglingavinnan er ömurleg. Hjá mér gengur hún út á það að reyta arfa á Miklatúni og halda garðinum hreinum.“ Um skólann „Mér finnst hundleiðinlegt í skólanum en iíklega eru aiiir skólar hundleiðinleg- ir, að minnsta kosti til lengii tíma. Ég fer samt örugglega í menntaskóla eftir sam- ræmdu prófin. Stúdentspróf er nauðsyn- legt til að komast inn í Leiklistarskól- ann.“ Um leiklistina , JVIér finnst gaman að leika og það getur vel verið að ég geri það í framtíðinni. Ég er samt rosalega óákveðinn í sambandi við framtíðina. En leiklistin er eitt af stóru áhugamálunum, önnur eru að hanga með vinum mínum og fótbolti." Um tónlist „í augnablikinu lít ég á pabba sem söngvara því hann hefur ekki leikið á sviði frekar lengi, þótt hann sé lærður leikari. Tónlistin sem hann og hljóm- sveitin eru að gera finnst mér vera allt í lagi, SSSÓL er svona skást af þessum rokkhljómsveitum sem eru í gangi á Is- landi. Og miðað við hljómsveit eins og Vini vors og blóma, sem geta svæft mig á nokkrum mínútum, er SSSÓL mjög góð. Ég er alæta á tónlist en hlusta aðallega á rapp, fönk og danstónlist en líka á Pearl Jam og þess konar tónlist. Um það að vera sonur Helga Bjöms Pabbi er kannski frekar frægur á Is- landi. Ég sé að fólk horfir svolítið á hann þegar við löbbum saman á götu. Margir halda að hann sé bróðir minn því við er- um svipaðir á hæð og náttúrulega iíkir í útliti. Það er ofboðslega mikið hringt í pabba og á kvöldin verðum við að skrúfa niður í símanum til að fá frið. Stundum hringir fólk heim klukkan fjögur á næt- umar sem þekkir hann ekki neitt, en vill endilega bjóða honum í partý. Heima er hann auðvitað bara pabbi og þótt hann þurfi oft að vera fjarverandi þá myndi ég samt ekki vilja hafa hann í venjulegri níu til fimm vinnu. Það ætti alls ekki við hann. Sambandið milli okkar er fínt og við skemmtum okkur vel þegar við gerum eitthvað saman." Um íraintíðina „Ég efast stórlega um að ég eigi eftir að fara í lögfræði í Háskólanum. í augna- blikinu tel ég leiklistina vera líklegasta framtíðarmöguleikann." /JVG Án filmu og framköllunar Myndavél sem þaifnast ekki filmu er uppfinn- ing sem fair bjuggust við að væri nothæf. I maí á þessu ári setti tölvufyrirtækið Apple- Macint- osh myndavél, sem ber nafnið Apple Quick- Take, á maikað og er með henni hægt að taka hágæða litmyndir og geyma í allt að eitt ár. Þaðan eru myndimar fluttar yfir í Macintosh- tölvu og birtast þær á skjánum í yfir 16,7 millj- ónum lita. Töluverður áhugi virðist vera fyrir vélinni en til að byrja með em líklegir notend- ur tiyggingarfélög og festeignasalar. Apple QuickTake er einungis byrjunarskref nýrrar kynslóðar staffænna myndavéla og á ef- laust eftir að bæta ffekar við geymsluminni og upplausn hennar. Eins og er rúmar minni hennar 32 myndir ívenjulegri upplausn eða 8 myndir í hágæða upplausn. Verðið er kannski ekki eins og í Bónus en viðráðanlegt eða 85.025 krónur staðgreitt. Atvinnuljósmyndar- ar munu þó að öllum líkindum enn um sinn halda sig við gamaldags aðferðir eins og hand- virkar myndavélar og filmur./JVG * Nú eiga fseturnir að njóta sín Fætur og fótabúnaður em áhersluauiði í tísku vetrarins. Og ekki bara á einn máta. I fyrsta lagi eru upphá stígvél það sem nota skal og nokkuð sem var áberandi á vetrarsýningum allra helstu tískuhönnuða í ár. I öðm lagi er það staðreynd að háhælaðir kvenlegir og að marga mati kynþokkafyllstu skómir em mætt- ir á svæðið aftur og spáð langlífi. Þriðja áhersl- an á fæturnar í vetrartískunni eru svo háu sokkamir sem ná upp á mið læri. Tími fegurra fódeggja er sem sé mnninn upp. 6) ágúst - september / Heimsmynd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.