Heimsmynd - 01.08.1994, Síða 8

Heimsmynd - 01.08.1994, Síða 8
Kanntu að kaupa tölvu? Haustið er tími tölvukaupa, að minnsta kosti þegar kemur að heimilistölvum og tölvum fyr- ir fólk í námi. Skilyrðin sem slíkar tölvur þurfa að uppfylla eru að bjóða upp á vinnslu með þokkaleg ritvinnslufomt, töflureikna, heimilis- bókhaldsforrit og oftar en ekki er álíka mikil áhersla lögð á að tölvurnar ráði við almenn leikjaforrit. Tölvur sem flokkast undir heimil- is/námsmannatölvur eru yfirleitt 486-PC-véfar eða Macintosh tölvur af LC-III gerð eða LC- 475. Þessar tölvur eru yfirleitt á verðbilinu 100 - 130 þúsund krónur og upp úr. Þá er að sjálf- sögðu um borðtölvur að ræða, en með sílækk- andi verði hafa fartölvur orðið algengari sem vinnutæki námsmanna í ffamhaldsskólum og Háskólanum. Má þar nefna fartölvur eins og t.d. Laser LT421 SCL fartölvuna sem er PC- vél og Macintosh Powerbook 150, en báðar kosta nú um 130 þúsund krónur. En algengastar eru borðtölvumar og áður en lagt er út í kaup á slíkum vélum er ekki úr vegi að rifja upp hvað táknar hvað í tölvunni og til hvers það er. Orgjörvinn: Orgjörvinn er hjarta tölvunnar og heili. I svonefndum PC-samhæfðum eða bara PC-tölvum er örgjörvinn yfirleitt af Intel-gerð, eða sambærilegur. Orgjörvi í Macintosh-tölv- tmi er allt öðmvísi og almennt er ekki hægt að nota PC-forrit á Macintosh-tölvum og öfugt. Núorðið er algengasti örgjörvinn svonefndur 486-örgjörvi. Eldri gerð er 386, sem er nánast horfin af markaðnum. Nýrri tölvur eru með svonefiida Fimmu, eða Pentium-örgjörva, sem er öflugasti örgjörvi sem fáanlegur er í dag fyrir PC tölvur og dýr eftir því. Ohætt er að mæla með tölvum með 486-örgjörvum, enda ráða þeir við alla venjulega notkun og þá má fá af ýmsum gerðum og með ýmissi tiftíðni. Tiftíðni: Tiftíðnin ræður vinnsluhraða örgjörv- ans, þ.e. hvað hann vinnur hratt. Tiftíðnin er mæld í milljónum sveifla á sekúndu, MHz, eða MegaHerz. Algengir örgjörvar eru til að mynda 25 MHz, sem er prýðis hraði fyrir alla venjulega vinnslu, svo sem ritvinnslu og flesta Ieiki. Þegar leikimir fara að verða viðameiri og önnur forrit öflugri, borgar sig að fá sér hrað- virkari örgjörva, til að rnynda 33 MHz, eða 66 MHz. (Þess má geta að á næstu mánuðum kemur á markað 100 MHz 486- örgjörvi. Enn annað sem gæta þarf að með örgjörvann er hvort hann er svokallaður 486Sx eða bara 486.486Sx-örgjörvarnir eru ekki eins öflugir og hinir. Það kemur sjaldnast að sök, en held- ur er talið betra, upp á framtíðarútgáfur af Windows forritum a.m.k., að kaupa ekki 486Sx-örgjörva Minni: Innra minni tölvunnar, RAM, eryfir- leitt mælt í milljónum bæta, Mb, í dag og segja má að tvö Mb sé algjört lágmark fýrir tölvu. Sumir vilja reyndar meina að fjögur Mb séu lágmarkið, en reglan er að því fleiri sem Mb-in eru í innra minni, þeim mun betur vinnur tölvan að vissu marki. Hvert Mb er tiltölulega ódýrt og ef hægt er að stækka minnið á móð- urborði má kaupa viðbót síðar. Harður diskur: Margur vilja rugla saman innra minni, RAM og svonefndum hörðum disk. Segja má að ef innra minnið sé spjaldskráin, þá er harði diskurinn sjálfur slyalaskápurinn þar sem allt er geymt; stýrikerfi, forrit, gögn og fleira. I árdaga þótti rosalegt að hafa 20 Mb harðan disk, en nú borgar sig varla að kaupa sér tölvu með minni hörðum disk en 100 Mb eðajafnvel með 200 Mb, eða þar um bil. Eftir því sem fonit hafa orðið fullkomnari og þægi- legri í notkun, hafa þau stækkað og stækkað. Þannig þarf vel yfir 10 Mb fyrir Windows not- endaskilin, sem eru á öllum PC tölvum nú til dags, og ef bæta á við ritvinnsluforriti, til að mynda Word eða WordPerfect, er annað eins eða meira farið. Þegar svo er bætt inn á tölv- una leikjum eða gagnagrunni, til að mynda Excel, er diskur fljótur að fyllasL Aukahlutir: Hveni tölvu fylgir vitanlega disk- lingadrif og allajafnan er það drif svonefnt 31/2“ drif með litlum disklingum sem eru í hörðu plasthylki. Þeir leysa af 51/4“ diskana, sem voru sveigjanlegir og ekki eins öruggir. Geymslurými á litlu disklingunum er líka meira, eða 1,44 Mb. Sumum tölvum fylgir I/ka svonefnt geisladrif, eða CD ROM-drif. Það er fýrir sérstaka geisla- diska sem geyma forrit eða ýmis gögn. Einnig er hægt að leika venjulega geisladiska í drifinu og þá hlusta á tónlist í heyrnartól, eða í hátal- ara ef tölvan er með innbyggt hljóðkort. CD ROM-drif og -diskar eiga eftir að skipta gríðar- lega miklu máli í framtíðinni, þó ekki haft út- breiðsla þeirra orðið eins ör og margur spáði fýrir ári eða svo. Segja má því að slíkt drif sé ekki bráðnauðsynlegt, en á eftir að verða það. Annað sem margar tölvur eru með núorðið eru hljóðkort, en það er sérstakt spjald sem sett er í tölvuna og gefur möguleika á fýrsta flokks hljómgæðum, þannig að nota má tölvuna sem hljóðfæri, þ.e. semja lög á henni með þar til gerðurn forritum og leika þau beint eða inn á segulband. Helsti kostur hljóðkortanna í aug- um ungmenna er þó að þau gæða alla leiki nýrri vídd og gera þá raunverulegri. Strangt til tekið er hljóðkort ónauðsynlegt og þar sem það er tiltölulega ódýrt má kaupa það síðar. Með ofangreind atriði í huga er ljóst að það sem skiptir máli að vita við kaup á heimil- is/námsmannatölvu eru eftirtalin atriði: Minni (lágmark 2 MB, helst 4 Mb) Örgjörvi (lágmark 486Sx 25 MHz) Harður diskur (lágmark 100 Mb) Hugbúnaður (lágmark DOS 6.x og Windows 3.x, mús fýlgi) LASER UltraSlimline Í486SX borötölva frá Heimil- istækjum meö 213 Mb höröum disk, 2 Mb minni 14“ lággeisla litaskjá, D0S, Windows, lyklaborði og mús, kostar 119.900 krónur. Aðal skólatölvan hjá EJS þessa dagana er DAEW00 D2600R PC-vél meö 4 Mb vinnsluminni, 14“ lita- skjá, 170 mb disk, D0S, Windows og mús. Hún kost- ar kr. 113.000. MACINTOSH LC 475 er helsta heimilis- og náms- mannatölvan frá Apple núna. Hún kostar með 4 Mb skjáminni, 80 Mb innra minni, 14“ litaskjá, lykla- borði og mús kr. 129.000 8j ágúst - september / Heimsmynd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.