Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 19

Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 19
að velta fyrir sér möguleikum í ferðaþjónustu á Húsavík því Björn Hólmgeirsson, sem er umboðsmaður Flugleiða á Húsavík, og Björn Sigurðsson, sem rekur fólksflutninga- og verk- takafyrirtækið BSH, höfðu lengi vonast til að komið yrði á fót gistiheimili í bænum. Þeir að- stoðuðu Pál og Dóru við að kaupa afganginn af húsinu ári síðar og eftir gagngerar endur- bætur á gamla „sýslumannshúsinu“ varð draumurinn um gistiheimili á Húsavík að veruleika þegar Arból opnaði 11. maí 1991. Samstarf við Saga Reisen Fyrsta sumarið gekk ljómandi vel, ferðamenn- irnir komu frá öllum heimsins hornum og vorujafn misjafnir og þeir voru margir. Til dæmis gistu átta japanskir milljónamæringar á Arbóli og þegar þeir kvöddu færðu þeir heim- ilisfólkinu gjafir í þakklætisskyni fyiir notalega gistingu. Þeir voru leystir út með vatnslita- myndum eftir heimasætuna, sem þá var þrigg- ja ára, og þessirkurteisu heiramenn, sem eru vanir rándýrum hlutum, voru svo ánægðir með vatnslitamyndimar að það tók þá 45 mín- útur að kveðja. Og þegar minnst er ájapani dettur Páli og Dóru í hugjapani, sem dag einn stóð miður sín á tröppunum hjá þeim. Hann hafði týnt farangrinum sínum en í hon- um voru m.a. filmur og ljósmyndavélar, sem hann átti að prófa fyrir Canon-fyrirtækið. Meðan verið var að grennslast fyrir um farang- urinn sagðistjapaninn vera mjög stolturyfir að hafa verið sendur í þessa ferð, þar sem hann væri fyrsti starfsmaður fýrirtækis síns, sem fengi að fara í Kverkfjöll. Farangurinn fannst morguninn eftir, klukkutíma áður en Japaninn átti að faia í Kverkfjöll. Honum brá hins vegar í bmn við morgunverðarborðið því við næsta borð sat samstarfskona hans. Hún var í sumarfríi og á leiðinni í Kverkfjöll. „Tvenn hjón frá Sviss áttu hins vegar eftir að hafa meiri áhrif á líf okkar en nokkurn grun- aði,“ segir Dóra. „Pöntun fýrir þau barst með símbréfi frá ferðaskrifstofunni Saga Reisen, sem sér meðal annars um beint leiguflug frá Zurich til Akureyrar, og þar var þess getið að mikilvægt væri að gera sérlega vel við hjónin. Dögum sarnan fengum við ítrekanir fra ferða- skrifstofunni símleiðis og bréfleiðis varðandi þessa mikilvægu gesti, sem átti að gera einstak- lega vel við, og okkur varjafnvel bent á að setja einhveija litla, skemmtilega hluti inn í her- bergi hjónanna til að gleðja þau. Kvöldið fyiir komu hjónanna fiá Sviss settumst við niður og eftir talsverða umhugsun um hvemig við ætt- um láta þessum gestum líða sem best ákváð- um við að koma bara fram við þá nákvæmlega eins og alla okkar gesti. Reyna að láta þeim líða eins og heima hjá sér. Hjónin birtust dag- inn eftir og voru hin elskulegustu og þegar þau fóru hafði allt gengið eins og í sögu og þau sögðust örugglega koma aftur. Það hafa þau líka gert oftar en einu sinni,“ upplýsir Dóra.“ Svo var það tveimur mánuðum síðar að ég hitti tvo fulltrúa Saga Reisen á Vest Nor- den ferðaráðstefnu í Færeyjum. Þeir könnuð- ust strax við Arból á Húsavík mér til mikillar undmnar," bætir Páll við og kímir. „Tveimur dögum síðar komu þeir til Húsavíkur og skoð- uðu aðstöðuna hjá okkur og þá hófst samstarf- ið fýrir alvöru. Seinna var okkur sagt að ástæð- una fýrir áhuganum á Arbóli hafi mátt relja til hjónanna frá Sviss. I hvert skipti, sem þau höfðu ferðast á vegum ferðaskrifstofunnar, höfðu hjónin haft allt á hornum sér þegar þau komu til baka, verið með langan kvörtun- arlista og viljað fá endurgreitt. En þegar þau komu frá Húsavík voru þau ánægð og þess vegna voru fulltrúar Saga Reisen forvitnir um Arból á Húsavík, sem hafði getað gert þessum erfiðu viðskiptavinum til geðs. Og við, sem höfðum ekkertfýrirþeim umfram aðra,“ bæt- ir Páll við. Hótel Húsavík A þessum tíma var grunnurinn lagður að sam- starfinu við Saga Reisen, þó að þau hefðu ekki pláss fýrir marga ferðamenn í Arbóli, en þar er seld gisting í sex herbergjum og á svefnlofti í risi em sjö rúm fýrir svefnpoka. Nú geta þau hins vegar hýst fjölda ferðamanna því fyrir rúmu ári keyptu Páll og Dóra, ásamt Birni Hólmgeirssyni, meirihluta Hótels Húsavíkur, 48% voru keypt af Húsavíkurbæ og 4% af Kaupfélagi Þingeyinga en Páll gegnir hótel- stjórastöðu. Hótelið var í slæmu ástandi og mikil vinna hefur verið lögð í að bæta og breyta. „Fyrsta símbréfið, sem okkur barst á hótelið eftir að við tókum við því, var stutt og laggott," segir Páll og kímir. „Það var frá Beat Iseli, forstjóra Saga Reisen, og hljóðaði þann- ig: „I have heard thatyou have bought shears in Hótel Húsavík, but are you in charge?“ Hann vildi fá að vita hvort við réðum ein- hveiju og hvort grundvöllur væri fýrir frekara samstarfi. I framhaldi af nokkrum bréfaskipt- um og símtölum fórum við til Sviss og þar var lagður gmnnur að frekara samstarfi við Saga Reisen. Margs konar ferðir hafa verið skipu- lagðar þar sem Húsavík er nriðpunkturinn og skoðanaferðir em famar héðan. Nú emm við nánast á hverri blaðsíðu í bæklingi frá þeirn unr Island og Grænland. Við lröfum lagt mik- ið upp úr að geta skipulagt spennandi ferðir og höfum unrboð til að sernja fýrir fýrirtæki, sem sjá um fólksflutiringa, eins og BSH og Sér- leyfisbíla Akureyrar. Oll nrarkaðssetning er mjög nrikilvæg en hún hefur verið vanrækt hérfram að þessu,“ fullyrðir Páll. „Sjóferðim- ar og hvalaskoðunarferðimar, senr Arnar Sig- urðsson sér um, hafa verið nrjög vinsælar. Fyrri hluta sumars er siglt að Lundey á Skjálf- anda og lundinn skoðaður en síðsumars er siglt aðeins lengra og þá eru góðar líkur á að sjá hval. Jafnvel náttúruperlur á borð við Detti- foss ogj ökulsárglj úfur virðast falla í skuggann af hvölunum ef ferðafólkið nær að sjá þá. Flestir þeirra erlendu ferðamanna, sem til okkar hafa komið, em hrifnastir af dýtalífmu og hversdagslegir. hlutir, sem við eium hætt að taka eftir, eins og lífið við höfnina, heillar þá upp úr skónum. Beitingarskúrarnir eru til dæmis vinsælir. Við þurfum að reyna að sjá landið okkar með þeirra augum og skipu- leggja mikla og góða afþreyingu fýrir erlenda ferðamenn meiri hluta ársins,“ segja þessi bjartsýnu hijón, sem svo sannarlega hafa blásið nýju lífi í ferðajajónustu á Húsavík. Gamla Hótel Húsavík sem nú er gistiheimilið Árból Komið úr hvalskoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.