Heimsmynd - 01.08.1994, Síða 26

Heimsmynd - 01.08.1994, Síða 26
Útlitið ar úr sykurreyr, fyrir daglega endumýj- um húðariimar. Kremin á snyrtistofum Nýju kremin sem ætluð eru snyrtistof- um eru almennt virkari en þau sem fást í verslunum, enda um að ræða meðferðir með virkari vörum sem aðeins snyrtisér- fræðingar eru með og eiga að veita enn meiri árangur. Franska Akademie- merkið er búið að senda frá sér nýja krenilínu fyrir húðmeðferð á snyrtistof- um og er í kremunum að finna bæði ávaxtasýrur og ýmsar olíur og vítamín til að stórbæta húðina á tiltölulega skömmum tíma. Einnig eru nýkomnar á markaðinn bandarískar snyrtivörur M.D. Formulations sem aðallega inni- halda glýkól-sýrur, eru mjög virkar og geta tekist á við erfið húðvandamál með góðum árangri. Annað, einnig nýkomið frábandarískum vísindamönnum, eru Gly Derm-kremin með bæði ávaxta- og sykurreyrssýrum. Allar þessar nýju vör- ur sem nú eru komnar á snyrtistofur hafa verið notaðar af læknum og húðsér- fræðingum. Og ef konur eiga við erfið húðvandamál að etja þá er ekki úr vegi að leita til slíkra sérfræðinga, því þeir „luma“ á ýmsum smávægilegum úthts- aðgerðum og léttmn „peeling-meðferð- um“ sem geta gert mikið fyrir okkur. Við höfum nefnilega aldrei verið nær því að horfa til hrukkulausrar framtíðar en einmitt nú. Hvaö meö sólina? Við vitum allar að of mikil sóldýrkun veldur hrukkum. Enda var það ekki að ástæðulausu að barónessur fyrri tíma áttu sólhlífar við öll tækifæri. En ef við vilj um hafa góðan lit, án þess að ýta und- ir hraðari hrukkumyndun húðarinnar en þarf, getum við auðveldlega gert það. Við getum fengið á okkur fallegan gull- brúnan lit án þess að brenna eða eyði- leggja húðuna og möguleikarnir hafa aldrei verið fleiri. Við þurfum að passa að nota alltaf andlitskrem með sólvörn (já, líka á íslandi). • Borða mikið af ávöxtum og grænmeti. • Prófa okkur áfram með „self-bronz- ing“-krem, það er komin alveg ný kyn- slóð slíkra krema á markað. • Nota „sólarpúður". Nokkur góð ráð • Hin svokölluðu „Self-bronzing“-krem, eða svokölluð brúnkukrem eru nú orðin allt öðruvísi en þegar þau komu fyrst á markaðinn. Þau eru til í ljósum og dökk- um tónum og auðveld í notkun. Góðar leiðbeiningar fylgja með og konur þurfa ekki lengur að hræðast að vakna brún- flekkóttar morguninn eftir notkun. • Þegar brúnkukremin eru notuð er best að byrja á að bera fyrst rakamjólk á húð- ina áður en brúnkukreminu er nuddað vel inn í hana. Þannig verður áferðin jafnari og eðlilegri. • Hægt er að fá brúnkukrem með AHA- sýrum, eins og Self Tanning Lotion, frá Estée Lauder. • Brúnkukremin henta best fyrir húð sem hefur á sér örlítinn lit fyrir og það má viðhalda litnum lengi með slíkum kremum. Hins vegar er ekki ráðlegt að nota brúnkukremin beint á mjög hvíta húð. • Lituð dagkrem eru annar möguleiki og þau eru til í miklu úrvali, bæði rakagef- andi, nærandi og innihalda flest þar að auki sólvörn. En varist að velja ykkur ekki of dökk dagkrem. • Sólarpúðrin svokölluðu eru annar kostur, þægileg og auðveld í notkun og fljótlegasta leiðin til að hafa á sér lit allt árið. Það sem þarf að athuga er að hafa sólarpúðrið ekki of dökkt og ekki heldur í of rauðbrúnum tón. Gullbrúnt sólar- púður hentar best fyrir konur með hefð- bundið íslenskt litarhaft, í öriítið dekkri tón en húðin sjálf. • Best er að setja sólarpúður á andlitið með því að strjúka því létt yfir með stór- um og mjúkum bursta. Bæta síóan örlít- ið meiru á kinnar, enni og augnlok og passa að gleyma ekki hálsimun. Hann verður að hafa sama litablæ og andlitið. Og loks, ekki gleyma heldur að strjúka undir hökuna og yfir kjálkabeinin. Nokkur góö sólarpúöur Hér á markaðnum má fá þó nokkur góð sólarpúður sem óhætt er að mæla með. Má þar á meðal nefna Bourjois sem er með þrjá liti í sólarpúðri, YSL sem er með mýkjandi og áferðarfallegt púður með sólvörn í þremur litum, sívinsælu stóru bláu sólarpúðurdósina frá Orlane og fallegt sólarpúður frá Lancome sem nefnist Magiúsolei. Frá Clarins er fáan- leg svokölluð Sólartvenna, þ.e. ljóst og dökkt sólarpúður í sömu dós, og Chanel býður upp á tvo liti. í sínu sólarpúðri. Frá Christian Dior kemur svo áferðarfallegt sólarpúður í þremur mismunandi tón- um. Fleiri sólarpúður eru á markaðnum sem of langt mál væri að telja upp, en hitt er staðreynd að úrvalið er nóg og við getum því auðveldlega verið með geislandi, hraustlega húð og bros á vörum langt fram á haustið — hvernig svo sem viðr- ar./JK Það er ekki bara að Chanel haldi I upphaflegu hefðirnar frá Coco Chanel með útlit ilmvatnsglasanna, aðferðin við að ganga frá glösunum með hreinum ilmvötnum er sú sama nú og á 3. áratug aldarinnar. Notuð er sérstök himna úr nautsmaga, þveg- in og þurrkuð eftir kúnstarinnar reglum, og sett utan um tapp- ann. „Plast viljum við ekki sjá í frágangi á dýrum ilmvatns- glösum og þessum himnum væri bara hent hjá nautgripabænd- um,“ segir Polge. „En þótt verkun þeirra sé kostnaðarsöm og það taki starfsfólkið okkar rúmt ár að læra aðferðina við að mýkja himnuna upp eftir þurrkun, ná henni sundur, setja um tappann og binda fyrir án þess að hún slitni, þá er þetta besta aðferðin til að einangra ilmvatnið og tryggja að það geymist lengur óopnað. Hnúturinn sem bundinn er um tappann er síðan innsiglaður með svörtu vaxi og Chanel-merkinu." París þykir fínt að þekkja NEF. Ekki bara eitthvert nef, heldur eitthvert þessara örfáu alvöru nefa með lyktar- skyn sem skapar margar, margar millj- ónir franka og fleiri gjaldmiðla og leggur um leið línurnar um hvaða ilmi við hin með venjulegu nefin getum fundið. Og fyrir skömmu fékk ég að hitta eitt frægasta nef frakka. Eftir á að hyggja held ég að enginn í kringum Jacques Polge hafi nokkurn tíma nefnt nafnið hans svo ég heyrði til, heldur allt- af NEFIÐ, og sagt það með lotningu í rödd- inni. Polge er ilmvatnshönnuður Chanel-fyrirtækis- ins og það verður ekki sagt að fólk skreppi si svona inn á sloifstofuna hans eða rannsóknar- stofumar sem hann hefur svo gott sem í næsta herbergi. Til að komast þar inn þarf að fara í gegnum harðlæstar, eldvarðar öryggisdyr og jafnvel starfsfólk fyrirtækisins á ekkert auðveld- ara með aðgang en utanaðkomandi. Þegar hins vegar er komið framhjá þessum vömum fer ekki á milli mála hvaða starfsemi þessa tísku- og snyrtivöruveldis fer fram á hæðinni. Það er nefhilega allt öðmvísi loft og allt önnur angan sem mætír manni í dyrunum. En þessi öryggisbúnaður er kannski ekkert óeðlilegur, því fyrir utan það að á hæðinni sé 26) ágúst - september / Heimsmynd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.