Heimsmynd - 01.08.1994, Qupperneq 35

Heimsmynd - 01.08.1994, Qupperneq 35
og er 1554 metra hátL Þverártindsegg stendur við hringveginn og rétt austan Jökulsárlóns. Þar stingstKálfafellsdalur inn í mikið hálendi og gnæfir Þverártindsegg yfir hann vestan- megin. Þverártindsegg er hæsta fjallið við Kálfafellsdal og ef frá eru taldir Öræfajökull og EyjafjalJajökull er það hæsta fjall Suður- lands. Þetta fjall er lítið þekkt en ofboðslega fallegt. Þegar rnaður sér Þverártindsegg tilsýndar úr Kálfafellsdal lítur það út eins og stór og núkill tindur í Ölpunum. Við myndum fara á fjallið úr þessum dal. Þaðan liggur leiðin yfir mjög úfinn skriðjökul og síðan upp ísfláa sem er óskaplega bröttjökulbrekka austanmegin í fjallinu. Fram úr fjallinu fellur rnikilljrikuJfoss og fyrir ofan jöJtulinn eru Jóðréttir hamrar. I gegnum hamrana skerast nokkrar ísrásir og myndum við velja oldkur einhveija þeirra til að komast upp á fjallstoppinn. Frá botni Kálfa- fellsdals tekur ferðin upp á toppinn aldrei styttri tima en 10 -15 klukkusúmdir því þetta fjall er nærri því tvöfallt hærra en Esjan. Fjöll- in sem eru nær þjóðveginum eru svo há að maður sér aldrei almennilega fiá þjóðvegin- um inn á Þverártindsegg fyrir þeim. Það er því nauðsynlegt að fara inn í Kálfafellsdal til að sjá fjallið í heild sinni. Inn í dalinn liggur hins vegar enginn vegur en hægt er að komast þangað með því að ganga eða bröltayfir stór- grýti og árkvíslar á mjög stórfættum jeppa.“ FERÐAFÖGGUR: Alstífir skór með mannbroddum Tvær ísaxir Lína Skrúfur Sigbelti til að binda línuna í Allur annar ísklifurbúnaður Álpoki Benedikt Eyjólfsson Bílabúö Benna Setrið fyrir fjölskylduna „Fjölskylduferðin mín yrði farin í Setrið sem er skáli Ferðaklúbbsins 4x4 upp við Hofs- jökul, við Kisubotna. Þegar þangað er farið er keyrt upp Biskups- tungur, að Gullfossi og Geysi, norður Kjöl upp Bláfellsás og þaðan fram hjá Hvítámesi. Þaðan er síðan afleggjarinn farinn inn að Kerlingarijöllum, norður fyrir Loðmund og austur milli Hofsjökuls og Kerlingarfjalla. Loks er farið meðfram Hlahrauni og þá komið í Setrið við Kisubotna. Setrið er einn besti skál- inn á fjöllum og hefúr hann gistirými fyrir 60 - 80 manns. Hann er 240 fermetra stór og hit- aður með rafmagni. Það eru margir athyglisverðir staðir nálægt skálanum og má þar nefna Þjórsárver rétt austan hans. Þjórsárver er friðland og eitt stærsta Heiðargæsavarp í heimi. Utsýnið frá Kisubomum er mjög fallegt og þaðan séstyfir á Hofsjökul og Kerlingatfjöll. Ég mundi dvelja í Setrinu í einn til tvo daga með fjölskylduna. A þessum árstíma myndum við örugglega hitta annað jeppafólk þar og sonum mínum finnst óskaplega gaman að koma í Setrið því þar hitta þeir alltaf krakka sem þeir þekkja og geta leikið sér við. Tíman- um yrði svo eytt í afslöppun og jafnvel göngu- túra upp að Hofsjökli. „Við færum ekki sömu leið heim heldur myndum við keyra austur að Þjórsá, leið sem kölluð er Gljúfurleit. Þá leið færum við að ánni Kisu, en hún getur verið mjög varasöm fyrir illa búna bíla. Þaðan færum við niður með Þjórsá að Dalsá og svo tiltölulega greiða leið að Búrfellsvirkjun. Ef veður er gott væri tilvalið að stoppa við Stöng og þeir sem hefðu áhuga gætu gengið þaðan upp að verulega fallegum fossi sem nefnist Háifoss, en að hon- um er ekki bílfærL" FERÐAFÖGGUR: Sæmilega útbúinn jeppi Skófla Tóg Vöðlur Helstu verkfæri Fjarskipti (mjög mikilvægt að láta vita hvert ferðinni er heitið því ár geta vaxið mikið á stuttum tíma og veður breyst) Skjólfatnaður Matur „Með vinum mínum færi ég í öllu ruddalegri ferð. Hún yrði mun erfiðari en þó myndi ég nú alveg treysta mér til þess að fara með fjöl- skylduna í hana. En vinahópurinn færi á Grímsfjall á Vatnajökli. Yfirleitt fer fólk upp á Vatnajökul við Jökulheima en vegna fram- hlaups Síðujökuls og hreyfmga Túnáijökuls er jökullinn ófær þá leið. Við færum því upp að Sigöldu, norður Sprengisandsleið að Nýja- dal. í góðu veðri er fallegt útsýni þaðan til þriggja, jafnvel fjögutTajökla. Frá Nýjadal fær- um við austur Gæsavatnsleið og gistum í Gæsavötnum. Úr Gæsavötnum færum við slóð inn aðjöklinum við Gæsahnjúk. Þaðan lægi leiðin á Vatnajökul suð - austur með Bárðarbungu og austur fyrir Grímsvötn á Grímsljall. A Grímsfjalli er skálijöklarann- sóknafélags Islands og þar myndum við gista, því betri skáli á íslenskumjökli finnst ekki. I honum er heitt vam, gufubað, klósett og hús- ið er hitað upp með gufti. Grímsvöm em ein stærsta og virkasta eldstöð landsins. Útsýnið, náttúrufegurðin og íshellar sem myndast þar vegna jarðhita eru með því stórkostlegasta sem maður sér á Islandi. Skáli Jöklarann- sóknafélagsins stendur á gígbarmi, 50 metra frá honum er 300 mett-a hár klettur beint nið- ur. Þetta er mjög hættulegt svæði og því verð- ur að fara varlega þar. Frá þessum skála yrði haldið niður í Grims- vöúi og að morgni þriðja dagsins farið suð - austur eftir Vatnajökli, í átt að Öræfajökli og á Snæbreið. Snæbreið er 2040 metra há og í góðu skyggni sér maður Hvannadalshnjúk, fjöllin inn á Skaftafelli, Mýrdalsjökul, Síðujök- ul og allt sem kemur austur úr Vatnajökli. Þessi sjón er ólýsanlega fögur. Loks yrði sama leið farin til baka, um það bil tólf kílómetra að Hermannaskarði. Suður fyr- ir Mávabyggðir við Esjufjöll en þar er annar skálijöklarannsóknafélagsins. Niður Breiða- merkuijökul að Jökulsárlóni og þá værum við komnir niður á Þjóðveg 1. FER0AFÖGGUR: Mönnum er alls ekki ráðlagt að fara á jökla nema með vönum eða kunn- ugum mönnum Vel útbúinn jeppi er skilyrði Leiðsögutæki í fleirum en einum bfl: GTS, Lóran, áttavitar osfr. Góð kort Nægar eldsneytisbirgðir Mikið af góðum mat Dráttartóg Stuðaratjakkur Verkfæri Skóflur Dekkjaviðgerðarsett Spil er æskilegt á a.m.k. einn bíl Fjarskiptaútbúnaður; farsími, Gufu- nes og CP-talstöð á milli bíla Góður fatnaður Góðirskór Alvöru svefnpokar Jöklagleraugu Sólaráburður Heimsmynd / ágúst - september (35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.