Heimsmynd - 01.08.1994, Side 43

Heimsmynd - 01.08.1994, Side 43
jaki. Það er ekki hægt að leikstýra nema mað- ur hafi fyrirlitningu á kvikmyndavélinni, ljós- unum ogleikunmum.“ Stemberg ædaði sér að gera Marlene Dietiich að alheimsstjömu. Hann setti hana í megrun, og kenndi henni að klæða sig, hreyfa sig og ganga. Hann kenndi henni allt um leyndar- dóma kvikmyndalistarinnar, klippingu, sjón- arhom og áhrif ljóss og skugga. Dietrich sagði að hún hefði aldrei orðið neitt án Stembergs og sjálfúr sagðist hann hafa skapað hana. í Bláa englinum sýndi Dietiich hina fögru fót- leggi sína og söng lagið sem fýlgdi henni alla ævi, Falling in love again. Myndin tryggði Diet- rich samning við bandaríska kvikmyndafyrir- tækið Paramount. Einungis nokkrum klukku- stundum eftir frumsýningu myndarinnar í Berlín kvaddi hún eiginmann og dóttur og hélt af stað sjóleiðis tíl Bandaríkjanna ásamt Sternberg. Á sjóleiðinni til Bandaríkjanna kynntist hún bandarískum hjónum og laðað- ist að eiginkonunni. Bauð henni í klefa sinn þar sem hún sýndi henni bók um ástarsiði lesbía og horfði síðan spyrjandi á eiginkon- una. Eiginkonan sýndi myndunum og Diet- rich lítinn áhuga og Dietrich sagði: „I Evrópu skiptir ekki máli hvort um karlmann eða konu er að ræða. Við fömm í rúmið með þeim sem okkur geðjast að.“ í Hollywwod hélt Dietrich áfram hinu ftjáls- lega lífemi og fór á fjörur við nokkrar leikkon- ur. Hin kornunga Ann Miller hafnaði boði um að gerast ástkona hennar. Það gerði einn- ig eina konan sem Clark Gable elskaði um æw ina, Carole Lombard. Það er hins vegar sagt Meö tveimur elskhugum sínum, Maurice Chevalier og Gary Cooper. að franskættaða leikkonan Claudette Colbert hefði átt í stuttu en ástríðufullu sambandi við Dietiich. Enska leikkonan Elisabeth Allen átti það einnig og þær Dietrich mættu saman á grímuball og héldust í hendur mestallan tím- ann. Sternberg reyndi síst að fela lesbískar hvatir stjörnu sinnar. í þeim myndum sem hann gerði með Dietrich í Bandaríkjunum komu fýrir atriði þar sem hann sýndi hana klædda karlmannsfötum. Sá fatastíll Dietiich varð að tískuæði í Bandatikjunum og Evrópu. Þegar stjaman var spurð hvers vegna hún kysi þennan klæðnað brostí hún sakleysislega og sagði þetta þægilegustu fötin að klæðast. Þeim sem þótti sú skýring ekki sannfærandi höfðu á orði að Dietrich væri best klæddi karlmaður- inn í Hollywood. En hvernig sem hún klæddist þótti hún ein glæsilegasta kvenstjarna í Hollywood. Og maðurinn sem hafði gert hana að stjörnu fylgdist með henni vökulum augum. Enginn var í vafa um að samband Dietrich og Sternbergs var óvenju náið. Sternberg sagði að hún væri greindasta kona sem hann hefði kynnst og sú umhyggjusamasta. Hann sagði að hann gæti fengið hana til að gera hvað sem er nema hætta að elska hann. Hún sagði að hann væri maðurinn sem hún vildi helst þóknast. Ýmsir veltu því fýrir sér hvort hún hefði þoknast honurn í svefnherberginu, aðrir sögðu það af og frá, sambandið hefði einungis verið andlegs eðlis. En eiginkona Stembergs var þess fullviss að eiginmaður hennar hefði sótt eitthvað meira en andlega næringu tíl Di- etrich og sótti loks um skilnað og sagði blaða- mönnum að Dietrich hefði eyðilagt hjóna- band sitt. „Hvaða kona sem er sent lækkar röddina og skotrar augunum getur fengið á sig þá ímynd að vera dularfull. Ég gæti það sjálf ef ég legði mig eftir því,“ tilkynnti hún þeim. Stemberg var áhrifamesti maðurinn í líf Diet- rich á 4. áramgnum og saman gerður þau sjö kvikmyndir. Eftir það hvarf hann að mestu úr „Sternberg reyndi síst að fela lesbískar hvatir w stjörnu sinnar. I þeim myndunum komu fyrir atriði með Dietrich í karl- mannsfötum og fatastíllinn varð að tískuæði“ lffi hennar. En Stemberg var ekki eini elskug- inn á fyrstu Hollywoodárunum, þótt hann væri sá mikilvægasti. Gaiy Cooper lék á móti Dietrich í fýrstu Hollywoodmyndinni, Morocco, og varð elskhugi hennar við litla hrifiúngu kærusm sinnar, leikkonunnar Lupe Velez, sem hótaði að klóra augun úr Dietrich. „Hann var hvorki greindur né menntaður,“ sagði Dietrich síðar um Cooper, þótt hún hefði kært sig kollótta um greindarskortinn meðan á sambandinu stóð. Um svipað leyti kynntist hún franska sjarmörnum Maurice Chevalier sem var giftur en leit ekki á hjóna- bandið sem fyrirstöðu fýrir sambandi við Diet- rich. Eiginkonan var hins vegar ekki á sama máli, sóttí um skilnað og nefndi DieUich sem hjónadjöfttl. Leikkonan lét sér á sama standa, brosti við ljósmyndurum og lét niynda sig á milli Cooper og Chevaiier. Eiginmaður henn- Marlene og Douglas Fairbanks jr. árið 1936. Heimsmynd / ágúst - september (43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.