Heimsmynd - 01.08.1994, Qupperneq 44

Heimsmynd - 01.08.1994, Qupperneq 44
ar og dóttir voru komin frá Berlín og Rudi slóst gjarnan í för með eiginkonunni og ein- hveijum elskhuga hennar þegar veislugleði stóð íyrir dyrum. Slúðurdálkahöfundar voru fyrir löngu hættir að geta fylgst með því hver var með hverjum svo fjölbreytt og flókið var ástarlífDietrich. John Gilbert, maðurinn sem Greta Garbo komst nálægt því að giftast, varð enn einn elsk- „Leikkonan sem óttaðist aldurinn var rækilega minnt á ellina þegar María dóttir hennar gerði hana að fallegustu ömmu í heimi og blaðamenn þreyttust ekki á að minna á ömmuhlutverkið“ hugi Dietrich á fyrstu árum hennar í Holly- wood. Þau kynntust þegar hann var korninn vel á veg með að drekka sig í hel. Hún hjúkr- aði honum, kom honum til sálfræðings, eld- aði fyxir hann og hélt honum ffá víni. En þeg- ar hún tók sér frí frá honum til að sinna á ný hinum nýgifta Gary Cooper sneri Gilbert sér aftur að flöskunni og fékk hjartaáfall sem leiddi hann til dauða. Dietrich tók dauða hans ákaflega nærri sér og fyllti búningsherbergi sitt af myndum af Gilbert og raðaði logandi kertum undir. Hún gaf leikstjóranumjoshua Logan þá skýringu að hún tilbæði GilberL Að Gilbert gengnum tók Dienich upp ástar- samband við konu, handritahöfundinn Mercedes Acosta. Þær hittust eitt kvöldið í leikhúsi og daginn eftir var Dietrich mætt í heimsókn. I ævisögu sinni lýsti Acosta fundi þeirra svo: „Þegar Marlene gekk inn hikaði hún í dyra- gættinni og leit á mig með sama feimnissvip Marlene og Burt Bacharach meðan á samhandi þeirra stóð 1964. og kvöldið áður. Eg sagði henni að koma inn og rétti ffam höndina. Hún sagði: „Ég vona að þú fýrirgefir mér. Ég tók eftir þér í leikhúsinu í gærkvöld og mig langaði til að kynnast þér. Ég þekki mjög fáa í Hollywood og engan sem gæti kynnt okkur svo ég komst að því hvar þú átt heima og kom sjálf.“ „Konur eru betri en það er bara ekki hægt að búa með konu,“ sagði Dietrich eitt sinn, en þær Acosta bjuggu þó saman um hríð. Hún var sú kona sem Dietrich elskaði heitast en henni var þó ómögulegt að vera henni trú. Stuttu eftir kynnin af Acosta kynntíst Marlene leikaranum Douglas Fairbanksjr. Hann var níu árum yngri en hún og ástarsamband þeirra stóð í fjögur ár en því lauk þegar Fair- banks fann ástarbréf frá Acosta til Marlene. Hann hafði reyndar tekið því með þolinmæði þegar hún hafði eiginmann sinn með á opin- ber stefnumót þeiira, en hann var ekki reiðu- búinn að deila henni með konu. En það giltí það sama um Fairbanks og flesta aðra elsk- huga Dietrich, þegar ástarsambandinu lauk tók vináttan við. Um Dietrich sagði Fairbanks síöar: „Hún var afskaplega indæl og góð stúlka, mjög hæfileikamikil, göfuglynd, mjög greind og glamúr-stúlka eingöngu vegna þess að Stermberg sagði henni að þannig ættí hún að vera.“ Það vom enn aðrir. John Wayne var einn. Þau léku saman í kvikmynd og Dietrich bauð kappanum í búningsherbergi sitt rétt áður en upptökur áttu að hefjast, læsti hurðinni og spurði hann hvað klukkan væri. Hún beið ekki eftir svari hans heldur lyfti pilsinu. Flm lærin hafði hún svart sokkaband með lítilli klukku. Hún leit á klukkuna og síðan á Wayne og hvfslaði: „Það er ekki orðið áliðið, elskan, við höffim nægan tíma.“ Með Wayne fór hún á veiðar og drakk með honum á krám. Þess á milli reyndi hún að kynna fýrir honum heimsbókmenntir en á þeirn hafði Wayne takmarkaðan áhuga. „Oviðfelldið fólk, leikarar,“ sagði hún mörg- um árum seinna, „fýrst og fremst John Wayne.“Hún átti einnig ástarævintýri með einum eftirsóttasta piparsveini í Hollywood, James Stewait. Það var sagt að hún hefði orðið barnshafandi eftír hann og farið í fóstureyðingu, en aldrei staðfest. Mótleikararnir féllu nær allir fýrir henni og kannski þess vegna skildi hún ekki þegar einn þeirra, Fred MacMurray sýndi henni engan áhuga. „Afhverju er hann ekki ást- fanginn af mér?“ spurði hún sam- starfsmann sinn. Þegar hún fékk svarið að hann væri hamingjusam- lega giftur þá fundust henni það engin rök. En ástarsambönd við mótleikara tók Marlene ekki sér- lega alvarlega. Henni var meiri al- vara í sambandi sínu við Erich Mar- ia Remarque, hinn þunglynda þýska rithöf- und, höfund hinnar frægu skáldsögu Tíð- indalaust á vestumgstöðvunum. Astarævintýii þeirra lauk þegar Marlene bauð öðrum elsk- huga sínum, Jean Gabin, að búa hjá sér. Mörgum ánun eftír síðar var hún spurð að því hvaða mann hún virti mest. Hún svaraði: „Er- ich Maria Remarque.“ Dietrich gerði tílraunir tíl að hafa reglu á allri óreglunni í ástarlífinu. Stjörnuspekingur hennar ráðlagði henni að skipta vikudögun- um á milli elskliuga. Það skipulag riðlaðist ein- staka sinnum. Eitt kvöld átti hún stefhumót við Douglas Fair- banks þegar Mercedes Acosta kom óvænt í heimsókn. Marlene var í baði og þegar síminn hringdi svaraði Acosta. I símanum var Erich Maria Remarque sem spurði eftir Dietrich. Acosta sagði að hún væri ekki heima. Re- marque sagðist ætla að korna og ganga í skugga um það sjálfur. Acosta sagði Dietrch frá símtalinu og Dietrich mundi allt í einu að hún hafði lofað Remarque að lesa yfir kafla í nýrri skáldsögu hans. Acosta fór og Fairbanks kom fljótlega. Marlene tók á mótí honum og hugðist afsaka sig einhvem veginn en áður en henni gafst tækifæri til þess var Remarque mættur á svæðið. Marlene brosti sínu blíðasta og sagði: „Ég hef hlakkað svo tíl þess að kynna ykkur hvor fyrir öðrum. Hvert eigum við að fara að borða?“ Aður en þeim gafst ráðrúm til að svara var dyrabjöllunni hringt. í dyrunum stóðjoseph von Stemberg sem tók Marlene í fangið eins og hann væri eini elskhugi henn- ar. Von Sternberg var mikilvægasti maðurinn í líft Marlene Dietrich. Erich Maria Remarque sá sem hún virtí mest. En maðurinn sem hún unni heitastvarfranski leikarinnjean Gabin. Dietrich lýstí sambandi þeina svo: „Hann var þrjóskur, ákaflega ráðríkur og afbrýðisamur og studdist við mig eins og munaðarlaust barn. Ég naut þess að annast hann daga og nætur. Ég varð móðir, systir, vinur og enn meira.“ Dietrich var ákaflega ástfangin afjean Gabin en var honum ekki trú fremur en öðr- um. Hann barði hana í afbrýðiköstum en vissi Marlene ásamt dótturinni Maríu og ástkonu eiginmannsins, Tamöru. Fyrir aftan sitja þeir Joseph von Sternberg t.h. og eiginmaður Mar- lene, Rudolph Sieher, eða Rudi eins og hann var kallaður. 44) ágúst - september / Heimsmynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.