Heimsmynd - 01.08.1994, Qupperneq 52

Heimsmynd - 01.08.1994, Qupperneq 52
sérvitur. Það falla allir í sama mótið. Við erum að tala um mjög geðugt fólk, vel greitt og gott til fara, sem heftir lítið fi'am að færa annað en að halda í horfinu. - „Ferð þú ekki sömu leið?“ „Það má vel vera. Eg gæti allt eins átt von á því.“ - Hefuróu alltaf verið pólitísk? Já-“ - Hvernig þá? „Eg var róttæk á mínum yngri árum. Og er enn — upp að vissu marki...“ - Hvaða marki? „Ég set markið við anarkisma. Mín róttækni nær langleiðina þangað, en sá er munurinn að ég vil hafa hæfilega sþórn á hlutunum í kringum mig. Ég vil geta ráðið nokkru um „Ég spyr, hver er munurinn á framsóknarmanni í kremuðum jakka, krata í köflóttum eða léttlyndum sjálfstæðismanni og léttsljóum alþýðu- bandalagsmanni?“ umhverfi mitt og hagi minna nánustu. Og ég er komin út í pólitík af því þar kemst ég næst því að fá einhveiju ráðið um þessi atriði.“ - Og hver eru þín ráð? „Ég vil moka svolítið...“ - Áttu við flórinn? ,Já, mér finnst svolítil skítalykt víða í kringum mig. Samfélagið er stútfullt af klíkuskap, ffændsemi, vinargreiðum og ábreiðslum...“ - Ábreiðslum? ,Já, menn keppast hver um annan þveran að breiða yfir skítinn. Þetta þarf að laga. Það á ekki að skýla honum heldur skófla honuni ÚL“ - Helduróu að þín skófla nægi? „Ég veit ekki. Ég vona það.“ - Þetta finnst mér veikt svar. „Vissulega, en lýðræðið er erfitt og skrýtin leið í mannlegum samskiptum. Lýðræði er mála- miðlun, það snýst um að lúffa og beygja. Það rúrnar varla hreinar og klárar stefnur og af- leiðingin er oftast nær einhvers konar miðj- umoð. Þetta ájafnt við um starfið innan flokka sem milli þeirra.“ - Viltu breytingar á flokkakerfinu? „Ég fæ ekki séð annað en þær séu orðnar löngu tímabærar. Ég spyr; hver er munurinn á framsóknarmanni í kremuðum jakka og krata í köflóttum eða léttlyndum sjálfstæðis- manni og léttsljóum alþýðubandalagsmanni? í mínum huga gætu allir þessir menn verið í einum og sama miðjumoðsflokknum. Og það vantar ekki að þeir eru allir nógu vel greiddir. Nei, það em ekki lengur neinar klárar línur í íslenskri pólitík. Það virðast rúmastjafn marg- ar skoðanir innan þessara flokka og meðlimir þeirra em margir. Þetta em ekki stjórnmála- flokkar með skýrar línur, heldur einhverskon- ar fjöldahreyftngar, þar sem eina keppikeflið virðist vera að rniðla málum, halda flokknum saman.“ Og nú andvarpar Guðný, vonleysið uppmál- að, enda erfitt að kenna gömlum hundum að góla í kór. Svo blótar hún svolítið í þann mund sem hún segir mér hvursu íhaldssöm þjóð hennar sé, vaninn hennar annað eðli. Og hún ætti svosem að þekkja það, alin upp í þessu líka íhaldsbæli á borgarmörkunum! Já, Mosfellsbær er íhaldsbæli. Hér kýs fólk af gömlum vana og lengst af hefur þetta gengið í erfðir. X við D, annað er guðlast, amen.“ - Hvað gerðist þá eiginlega í vor? „Sjálfstæðismenn vom svo sigurvissir, að þeim virtist sama hvetja þeir settu á listann hjá sér. Listi þeirra var ekki rnjög sterkur fýrir bragðið og þegar við bættust þreyttar eftirhermur á málaskránni var kannski ekki við miklu að bú- ast af þeim. Rétt eins og hjá íhaldinu í Reykja- vík virtist þeim lausn allra mála vera fólgin í steinsteypu. Þeir höfðu ekki, frekar en flokks- bræður þeirra í borginni, betri hugmynd en að byggja þessa steinsteypuhlussu, þetta um- hverfisslys sem nýja ráðhúsið er. A sama tíma var fólk að vakna og átta sig á því að það er vel hægt að stjóma miðlungssveitarfélagi úr hjól- hýsi.“ En hún vill líka meina að málefni hinna list- anna hafi hitt í mark: „Okkar stefnumál höfð- uðu miklu betur til unga fólksins heldur en þessi freka og þóttalega stefna Sjálfstæðis- flokksins, sem lét sér ekki detta neitt betra í hug fyrir ungt fólk en að reisa handa því íþróttahöll; enn eina steinsteypuklessuna ívið- bót við ráðhúshöllina. Þetta er svo Kim II Sungst. Það er höllin og það er íþróttamann- virkið. Og allt var þetta auðvitað gert til að hygla manni og öðmm. Það þurfti svolítið að díla, því þeir flokksmenn sem ekki þurftu að selja lóðir, þurftu þær til að byggja á. Þessi einkavinavæðing lagðist smám saman eins og hveitilím yfir bæinn. Fólk sér loks í gegnum svoleiðis lagað og gildir þá einu um erfðir.“ Við stöndum upp úr bólstruðum stólunum í stofunni í Melkoti. Guðný sýnir mér kyrrðina utan glugga, sem virðist allt að því áþreifanleg. Þetta er hennar sveit, hennar dalur, sjálfar æskuslóðimar, og sterkir átthagafjötramir em ekkert að gefa sig. Hún segist vera týpan til að tolla í sveiL C „Ég er sveitaleg, jafnvel svolítið púkaleg á köfl- um. Ég næ því alveg,“ og svei mér ef hún seilist ekki í pípustert þegar við höllum okkur aftur í sófana. Litlu síðar leggur sætan Dyflinarilm- inn yfir híbýlin. Hún skutlar leggjunum upp á borðbrún og hagræðir sér makindalega í stólnum eins og latur köttur. Hún segist hafa notið mikils frelsis á á upp- vaxtarárunum, en frelsið að tarna haft ekki verið notað til að rotta sig saman í Reykjavík. Stefnan hafi jafhan verið tekin lengra út í sveit- ina, yfir heiðina á fund hesta og heljaiTnenna. Og ferðalögin voru sum hver löng, strax á unga aldri. Þrjá vetur sat hún erlenda skóla í Sviss og Austurríki á meðan faðir hennar dvaldi við ritstörf í Evrópu, en oftar var þó skólahúsið bara lítíl steinbygging á bökkum Varmár. - Varðstu fljótt vör við frægð föður- ins? ,Já, strax sem bam. Ég var kölluð litli Kiljan í skólanum. - Fannst þér það sárt? „Nei, ég lærði fljótt að svara fýrir mig. Ég tók þetta ekki inn á mig heldur þveröfugt. Ég byrj- aði fljótt að svara fýrir mig og rífa kjaft.“ - Stráksleg? , Já, enda lék ég mér líka aðallega við stráka. Það var svo fáar stelpur að hafa héma í daln- um.“ - Býrðu að þessu? „Já, vitaskuld, enda var ég orðin svo mikill strákur á tímabili að ég var farin að líma myndir af berrössuðum stelpum á hjólið mitt. Það var aðalstællinn þá, og blessaður vertu; mitt hjól var þakið af skvísum. - Og svo ertu náttúrulega ennþá með kjaft! „Stundum, ég ræð illa við hann á mér. En ég er að reyna að venja mig af honum...“ - Af hverju? „Verður fólk ekki allt linara með árunum?“ Dóttir Nóbelskáldsins. Frjálslegt uppeldi. Frægt heimili. Umtal. - Myndirðu velja syni þínum sama hlutskipti? ,Já, ef ég veitti honumjafn mikið aðhald og foreldrar mínir gerðu. Þeir voru nefnilega hæfilega strangir milli þess sem ég fékk að leika lausum hala. En tímamir hafa vissulega breyst. Það sem er kallað fr ægð í dag var ann- ars eðlis þegar ég ólst upp. Aður fýrr las fólk pabba bara eins og hverja aðra bók, lagði hana frá sér og líkaði misvel. Og ef því líkaði sagan virti það hann sem rithöfund og væri hann ungur rithöfundur í dag þekkti fólk lík- lega meira til einkahaga hans en þess sem hann skrifar. Það er orðið meira atriði að vita hvers konar parket rithöfundar hafa á íbúð- um sínum en hvað þeir skrifa um. Það er vað- ið ofan í einkamál þeirra og allt dregið upp. Aður fýrr vom til góðir rithöfundar og slæmir, núna em helst aðeins til ffægir rithöfundar. 52) ágúst - september / Heimsmynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.