Heimsmynd - 01.08.1994, Side 62

Heimsmynd - 01.08.1994, Side 62
Alex: ,Já,“ viðurkennir hann og kinkar kolli.“ Þangað til núna, eða hvað? Alex: „Eg vil ekki hafa lífið mitt í of föstum skorðum, þótt það þýði stundum að ég sjái ekki vini mína í einhvem tíma. Þegar ég kom fyrst til Islands fyrir tæpu ári hafði ég ekki séð Les í nokkra mánuði enda var ég bæði upp- tekinn í mikilli skipulagsvinnu hjá Body Shop og ég var í sambandi við fyrrverandi konuna mína. Þegar ég var svo urn það bil að slíta sam- vistum við hana ákvað ég að skella mér í helg- arferð til Islands.“ Og aftur skýtur Les inn I: „That was it.“ Og á væntanlega við að í fyrstu ferð sinni til Islands hafi Alex kynnst Filippíu. „Nei, ég á ekki við það,“ segir Les. „Því þau Filippía sáust fyrst þegar hún Linda og ég vomm á leið í Smirin- off fatahönnunarkeppnina í Brasilíu í fýrra- haust, stoppuðum í London og buðum Alex með út að borða.“ Er líf ykkar allt eintómar tilviljanir? Les: „Nei, nei, alls ekki. I London vomm við alltaf vinir, þótt við værum báðir að rækta sam- bönd okkar við konurnar okkar. Til marks um það halda fýrrverandi konur okkar beggja enn mjög góðimt vinskap.“ Alex: „Það er skondið þegar fólk segist ekki geta séð fýrir sér framtíðina. Auðvitað kann maður ekki örlög sín. Samt getur maður séð þau fýrir á vissan hátt; Les var hér á landi og ég kom tíl að sjá hvað var í gangi. Og hér er ég.“ Les: „Þetta ástand varir þó ekkert endilega að eiltfú.“ Haldið þið að eitthvað annað og meira búi þarna að baki? „Nei, nei, segja þeir báðir í kór, svo ákveðnir á svip að mér er ekki stætt á öðru en að setja upp égbaraspurði-svipinn. Alex: „Þó svo vinskapur okkar sé varanlegur og ef til vill samböndin sem við erum í þá á maður eftir svo margt í lífrnu. Og lífið manns verður aldrei meira spennandi en það sem maður gerir úr því sjálftir.“ Les: „Eg er ánægður með örlög okkar. Mér finnst ekkert óeðlilegt hvar við erum niður- komnir í lífinu. Við emm jú báðir fýrmm fyrir- sætur og deilum þeirri reynslu, þótt við höf- um blessunarsamlega báðir gert margt annað um dagana. Og það má segja að við eigum það líka sameiginlegt að hafa aldrei tekið fýrir- sætustarfið alvarlega. Maður var eingöngu að þessu peninganna vegna. Sem fyrirsæta er maður fljótur að brenna upp í London, því varð óhjákvæmilega hluti af starfmu að ferð- ast. Ferðalögunum gátum við líka stjórnað sjálfir. Það var ekkert auðveldara en að segja sjáumst í Madríd á þriðjudaginn, síðan hitt- umst við í Madríd og deildum herbergi og höfðum það gott í tvær vikur. Og enn betra í nokkrar vikur í London þar á eftír. Að stunda fýrirsætustörf er ekkert annað en farmiði út í heim.“ Alex: „Þetta er spurning um að vera náms- maður með bakpoka eða eyða nóttum á góð- um hótelum.“ Maður verður auðvitað að vera þokkalega útlítandi? Les: ,Já, mmmm ... kannski.“ Er fyrirsætustarfió eftirsóknarvert? „Ekki vitund,“ segja þeir sammála sem oft áð- ur. Alex: ,Allh' geta orðið fýrirsætur. Það er það skondna við þetta. Fólk heldur að maður þurfi að geta þetta og hitt, vera þetta grannur, svona stór og svo framvegis. En það er ekki al- „Hér mega konur fara út að skemmta sér, þær geta sofið hjá og drukkið sig fullar án þess að nokkrum komi það við“ vegsvoleiðis.“ Les: Svei mér þá, þú heldur að þú sért einhver Cindy Crawford. En er þetta skemmtilegt starf? Les: „Það getur verið það, ég meina sem fýrir- sæta átti ég kost á að vinna með öllum best út- lítandi konum heims. Starfið hafði svo sannar- lega eitthvað við sig. En ég er ósköp feginn því að vera að gera aðra hluti í dag, fýrirsætustörf eru ekki eitthvað sem þig langar að gera að ævistarfinu.“ Alex: „Fyrir kannski tvo mánuði íjapan fékk maður 40 þúsund dollara, bara fýrir það að standa þarna og brosa, með nokkrajapani í kringum sig. Að auki náði maður sér í góð sambönd og ekki síst verðmæta reynslu sem maður nýttí sér til dæmis við að setja upp sýn- ingtma okkar Filippíu.“ Og hvernig hefur þú hugsað þér að eyða restinni af lífi þínu? Alex:„Eg hef ekki hugmynd um það. Vera sjálfstæður. Ædi það sé ekki mitt móttó. Það er alltaf eitthvað að togast á í mér. Jafnvel þó mér líki vel einhvers staðar eiri ég aldrei lengi á sama stað.“ En bætir svo við eftir nokkra íhug- un: „Það er sjálfsagt togstreitan sem heldur mérgangandi." Les: „Maður reynir samt alltaf að grípa góð tækifæri. Ef ég geri eitthvað sem ég stend mig vel í reyni ég að halda áfram. Við erum til dærnis ágætír í að „pródúsera“ sýningar og Al- ex er með góða reynslu af öllu sem heitir áætl- anagerð eða skipulagning.“ Alex: ,Já, ég vann í höfuðstöðvum Body Shop í London í tvö ár að mestu leyti við áætlana- gerð fýrir þetta umfangsmikla fyrirtæki og þótt það væri mjög mikil og oft erfið vinna við að láta alla hluti ganga upp, þá var það líka mikill og góður skóli. En svo gerði ég mér allt í einu grein fýiir því hvað ég var farinn að hafa það notalegt, vinnan orðin þægileg og ein- hvemvegin engin áskorun lengur. Og þannig virka ég einfaldlega ekki. Urn leið og starf er ekki lengur krefjandi dríf ég mig í burtu, áður en ég verð einhverjum til ama. Þess vegna hætti ég, en bý auðvita að þekkingunn og reynslunni“ Heitir þetta ekki bara að vera á flótta undan raunveruleikanum? Alex: „Ef til vill ferðast ég af því ég er á ein- hvetjum flótta. En það skemmtilega er að þetta er alltaf mín eigin ákvörðun." Les: „Manni tekst aldrei að flýja með því ferð- ast. Ef maður saknar einhvers sækir maður alltafíþaðaftur.“ Svo eigið það líka sameiginlegt að vera með börn á framfæri? Les: ,Já, ég á son sem er nú orðinn fjögurra ára. Fyrsta árið mitt á Islandi fór ég alltaf utan á sex vikna fresti til þess að hitta hann. En síð- an þurfti ég því miður að fækka ferðunum um tíma og nota alla mína peninga í aðra uppbyggingu. Maður lifði það sosum af enda vann maður allt að 14 stundir á sólarhring. En núna sé ég fram á að geta farið að hitta hann reglulega aftur og það er voðalega gott.“ Filippía á líka ungan son! Alex: „Það er manni hollt að sjá böm vaxa og dafna. Það gefur manni ákveðnajarðbind- ingu. Þetta er auðvitað ekkert auðvelt hlut- verk, þar sem faðir hans er ekki til staðar, því kemst ég ekki hjá því að leika föðurhlutverk. En mér finnst það reyndar alveg frabært hlut- verk.“ Les, þú nefndir einhverja uppbygg- ingu, áttirðu þá við Baðhús Lindu? 62) ágúst - september / Heimsmynd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.