Heimsmynd - 01.08.1994, Qupperneq 72

Heimsmynd - 01.08.1994, Qupperneq 72
Samskipti kynjanna Stuttar KYN- LÍFSSTUNDIR Guðrún Kristjánsdóttir, blaðamaðui', er hætt að hlusta á kvartanir unga hjónafólksins með litlu bömin um að það finnist aldrei tími eða friður fyrir kynlífið. Bendir þeim á að til er leið sem í huguin margra tengist framhjá- haldi og skyndikynnum, en á allt eins heima í hjónasænginni. Dá yrir utan daður er það mín skoðun að svokallaðir sjortar- ar (já, ég segi og skrifa sjort- arar, því við eigum ekki ann- að orð sem skilst yfír fyrirbærið) séu eitt af því sem hvað best viðheldur andlegri heiisu mannkyns. Og geng þá út frá því að báðir aðilar séu tilbúnir til að leggja sitt af mörkum, ekki bara annar. Reynd- ar fæ ég aldrei skilið þá vanhugsun er Þjóðkirkjan ætlaði á sínum tíma að koma í veg fyrir að Stöð 2 sýndi barna- efni á laugardags- og sunnudags- morgun. Þakka að sama skapi séra Heimi Steinssyni útvarpsstjóra ríkisap- paratsins fyrir að hafa tekið þar í taum- ana og leyft bamaefni á laugardags- og sunnudagsmorgnum í Sjónvarpi allra landsmanna, þótt síðar væri. Það skýrist betur á eftir. Hver elskar svosrnn ekki að eyða heilu dögunum í rúminu við að kyssast, kela og gera’ða hægt og lengi, lengi, lengi... En rýnum nú í raunveruleikann. Hversu mörg hjón með ung börn geta leyft sér eyða heilu dögunum upp í rúmi án þess að nokkur eða nokkuð sé að ónáða þau. Á þetta ekki síst við á okkar tímum þar sem krafa samfélagsins byggir á því að báðir aðilar vinni utan heimihs og að auki eyða margir miklu púðri í frama sinn þegar það á að heita að mannskepnan sé hvað best til þess fallin að stunda kynlíf. En eins og al- kunna er virkar líkamsklukkan þannig að á meðan maður hefur mestu starfs- orkuna er kynorkan einnig í hámarki. Auðvitað er til nokkuð af bamahjónum sem með góðri hjálp geta átt stundir saman ein. Hafa tök á því að bregða sér saman eitthvert tvö eða geta með góðu móti komið bömunum sínum fyrir ann- ars staðar. Sjálf get ég reyndar hrósað happi því lífi mínu er þannig háttað að ég á barn og bý ekki með barnsföður mínum og á þar af leiðandi aðra hvora helgi fría. (Segið svo að það geti ekki fylgt því kostir að vera einn með barn á framfæri.) En höldum okkur við bamafólkið. Ekki hafa öll hjón tök á því að eyða mörgum stundum saman ein. Einkum ef þau eiga ung böm og ef þau eru orðin fleiri en eitt. Ég tala nú ekki um séu þau orðin fleiri en tvö. Þá eru ömmur og afar og aðrir ættingjar oft furðufljótir að finna sér skotheldar afsakanir. í tilfellum sem þessum kemur morgunsjónvarp barn- anna eins og himnasending inn í heimil- isiífíð - eða ættum við að segja kynlífíð. Regla númer eitt er auðvitað að hafa sjónvarpið ekki inni í svefnherberginu og vel að merkja ekki heldur of nálægt svefnherberginu. Því eðh málsins sam- kvæmt fylgir þessari tegund kynlífs oft ívið meiri hávaði en ella, enda er sjortar- inn frá náttúrunnar hendi hamslaus. Ég er þó ekki með þessu að segja að hann geti ef til vill ekki átt sér langan aðdraganda. Langan forleik er líkast til réttnefnið. Sjortarann ætti hjónafólk óspart að nýta sér þegar tækifæri gefst. Því þótt hann sé stuttur eru áhrif hans oft langvarandi. Hann kemur róti á hug- ann, eins og allt sem kemur óvænt inn í líf okkar. Og við tökum okkur tíma til aó vinna úr shku. Tökum dæmi. Þið hafið ákveðið að halda matarboð heima. Það er laugardags- kvöld. Þið voruð svo lánsöm að koma börnunum ykkar fyrir hjá ömmu og afa. Óvenjugott skiplag er á hlutunum, aldrei þessu vant. Aht er svo að segja th- búið hálftíma á undan áætlun. Hálftími er lengi að hða hafi maður ekkert annað að gera en að bíða. Þið hafið þegar klætt ykkur upp, eyrnalokkarnir, ilmvatnið, bindið. Allt á réttum stað. Hún hefur þegar dreypt á einu rauðvínsglasi. Ný- legar kannanir benda einmitt th þess að vegna ólíkrar uppbyggingar hormóna- starfsemi karla og kvenna hafi einmitt höfgi vínsins örvandi áhrif á kynhvöt kvenna. Hví ekki að nýta sér það, hví ekki að láta þessa nýju, ilmandi rak- spíralykt hans taka sig á tauginni. Það er engin ástæða th að klæða sig úr öhu. Hverjar eru svo afleiðingamir. Þið eruð í góðu skapi það sem eftir lifir kvölds. Flissið á ótrúlegustu stimdum. Eruð op- inskárri en eila. Þráðurinn á mihi ykkar er aldrei betin- strengdur. Gestimir bíða í ofvæni eftir næsta matarboði. Ef börnin ykkar eira ekki yfir morgun- sjónvarpinu; þ.e.a.s. komiþau tiltölu- lega snemma heim daginn eftir matar- boðið, má ahtaf leyfa þeim að fikta í ein- hverju sem þau eru ekki vön að fá að fikta í (ég mæli auðvitað ekki með raf- magninu). Ein kunningjakona mín benti mér á ansi sniðugt trikk sem er verkfærakassi mannsins síns. Dagsdag- lega er kassinn auðvitað hans helgasta eign. En ef þau vilja eiga sína stuttu stund snemma morguns, í hádeginu eða um eftirmiðdaginn hverfur snögglega af honum heilaglehdnn. Og morgunsjónvarpið, það sem kirkjan reyndi að koma í veg fyrir. Ég fæ ekki séð hvernig heilu hjónaböndin, eða óvígðu sambúðimar, komust af án þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.