Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 5
Kjarasamningar — er eitthvað að frétta? nú í nóvember eru 8 mánuðir liðnir frá því að miðlægir kjarasamningar hjúkrunar- fræðinga losnuðu. aðaláhersla samninganefndar fíh hefur verið á viðræður við ríkið en sá samningur snertir langflesta hjúkrunarfræðinga. jafnframt er það svo að sá samningur leggur línurnar að öðrum samningum, t.d. við sveitarfélögin o.fl. og því bíðum við með frekari viðræður við þessa aðila þar til búið er að semja við ríkið. Þegar horft er í baksýnisspegilinn er alveg ljóst að þessi tími er orðinn alltof langur og ekki ljóst hvenær nýr samningur verður í höfn. fæstir hefðu spáð fyrir um að samningaviðræðurnar ættu eftir að taka svona langan tíma. Samninganefnd fíh hefur reglulega gefið út fréttir um gang viðræðna, en virða þarf trúnaðinn sem þarf að ríkja á milli samningsaðila á meðan á samræðunum stendur. Markmið félagsins í samningaviðræðunum er að semja um bætt launakjör, starfsumhverfi og betri vinnutíma. Mikilvægt er að kjarasamningurinn verði til þess fallinn að halda hjúkr- unarfræðingum í starfi og laða þá aftur til starfa sem þegar hafa leitað í önnur störf. Í ljósi þessara markmiða hefur félagið ekki enn þá slitið viðræðum við samninga- nefnd ríkisins, enda haft lausnarmiðaðar aðferðir að leiðarljósi og opinskáar umræður. Þó er ljóst að draga þarf til tíðinda fljótlega því skilningur og þolinmæði hjúkrunarfræðinga á núverandi stöðu er alveg á þrotum. En skjótt geta veður skipast í lofti og við spyrjum að leikslokum. Á einhverjum tímapunkti verður samið og lífið heldur áfram. nú er dimmasti tími ársins að skella á og fram undan er hátíð ljóss og friðar. Ég óska ykkur góðra stunda með ykkar nán- ustu um hátíðarnar og njótið samvistanna. Ykkur sem standið vaktirnar yfir hátíðirnar sendi ég sérstakar kveðjur og bestu þakkir fyrir. samvera einkennandi fyrir afmælisárið tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 5 Markmið félagsins í samn- ingaviðræðunum er að semja um bætt launakjör, starfsumhverfi og betri vinnutíma. Mikilvægt er að kjarasamningurinn verði til þess fallinn að halda hjúkr- unarfræðingum í starfi og laða þá aftur til starfa sem þegar hafa leitað í önnur störf. Myndin er tekin við opnun sögusýningar- innar hjúkrun í 100 ár sem opnuð var í Árbæjarsafni á kvenréttindadeginum 19. júní. Sýningin var samstarfsverkefni félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Borgarsögusafns reykjavíkur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.