Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 12
utan um muni og geyma. Þessi tillaga var samþykkt og stjórn
félagsins brást mjög skjótt við og er búið að koma á fót muna-
og minjanefnd. Þrír félagar fagdeildarinnar eru í stjórninni,
ásamt einum frá háskóla Íslands og háskólanum á akureyri.
„Mjög vel mönnuð nefnd,“ segir Stein unn.
hins vegar stóð fagdeildin fyrir því að láta endurgera slör-
hatt Sigríðar Eiríksdóttur. Það var samþykkt í stjórn fagdeild-
arinnar að fara þess á leit við félagsmenn að styrkja verkið, auk
þess að fá styrk frá fíh. Slörhatturinn var síðan aentur 19.
júní þegar sögusýningin hjúkrun í 100 ár í Árbæjarsafni var
opnuð. „Ég er þess fullviss að fólk eigi eir að meta þetta eir
hundrað ár,“ segir Steinunn. félagar í öldungadeildinni sáu
um veitingarnar við opnun sýningarinnar.
Sögusýningin „Hjúkrun í 100 ár“
hjúkrun í 100 ár er yfirskri sögusýningar í Árbæjarsafni sem
sett var upp í tilefni 100 ára afmælis félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga. hjúkrun í 100 ár er samstarfsverkefni félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga og Borgarsögusafns reykjavíkur.
Sýningin hófst 19. júní og stóð fram til 17. nóvember 2019.
Á sýningunni var saga hjúkrunar rakin í samhengi við breyt-
ingar á stöðu kynjanna og þróun í tækni og vísindum. Bergdís
kristjánsdóttir sá um að safna saman gripum fyrir hönd fíh
og voru þeir fengnir að láni frá Þjóðminjasafni Íslands. Sýn -
ingin grundvallast á bók Margrétar guðmundsdóttur, Sögu
hjúkrunar á Íslandi á 20. öld. Sýningarnefndina skipuðu þau
Bergdís kristjánsdóttir og ingbjörg Pálmadóttir frá félagi ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga, og þau helga Maureen gylfadóttir,
jón Páll Björnsson og Íris gyða guðbjargardóttir frá Borgar-
sögusafni reykjavíkur. Sýningarstjóri var anna Þorbjörg Þor-
grímsdóttir.
Þá hefur stjórn deildarinnar einnig skoðað réttindi félags-
manna, sem látið hafa af störfum, til sjóða félagsins og borið
saman við réttindi sambærilegra stétta. „Þeirri vinnu er hvergi
lokið en við sjáum til hvað kemur út úr þeim samanburði,“
segir Steinunn.
helga ólafs
12 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
„Ég er þess fullviss að fólk eigi eftir að meta þetta eftir hundrað ár,“
segir Steinunn Sigurðardóttir, formaður öldungadeildar, en það var
fyrir tilstuðlan fagdeildarinnar að slörhattur Sigríðar Eiríksdóttur var
endurgerður.
Á sýningunni var saga hjúkrunar rakin í sam-
hengi við breytingar á stöðu kynjanna og þróun
í tækni og vísindum
frá haustlitaferðinni á Þingvöllum.
hópurinn í almannagjá.