Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 20
á heilsugæslunni í hlíðum. „Þegar ég var yngri var það meira að segja á lista yfir það sem ég ætlaði alls ekki að verða og hvað þá skólahjúkrunarfræðingur! En ég held að það hafi aðallega tengst því að ég var rosalega hrædd við sprautur,“ segir Sigríður.  „Fannst ég alltaf svo örugg að eiga mömmu sem hjúkrunarfræðing“ Þórunn Erla Ómarsdóttir sagði margsinnis við móður sína, Áslaugu Pétursdóttur hjúkrunarfræðing, yfir kaffibollanum að hún ætlaði ekki að fara í hjúkrun eins og formæðurnar. „Þegar ég hins vegar stóð frammi fyrir þessari stóru ákvörðun, hvað ætlaði ég að verða þegar ég yrði stór, þá varð hjúkrunarfræðin fyrir valinu,“ segir hún. Móðir hennar, Áslaug Pétursdóttir, segir að hún hafi allt frá því að hún man eftir ætlað sér að verða hjúkrunarfræðingar en móðir hennar var einnig menntuð í hjúkrun. Árni Már haraldsson, deildarstjóri á gjörgæslu og vöknun við hringbraut, kynnt- ist störfum hjúkrunarfræðinga ungur að árum en móðir hans er einnig hjúkrunar- fræðingur. „Það hefur án efa haft töluverð áhrif á val mitt,“ segir hann en fjölbreyti- leiki starfsins vó þó þyngra að hans sögn. „Það sem heillaði mig mest kannski var að hjúkrunarfræðingarnir voru með ótrúlega vítt starfssvið og komu eiginlega að öllu sem tengdist sjúklingnum og líka starfseminni í kringum það. ætli það hafi ekki verið það sem heillaði mig mest.“ Bergljót Þorsteinsdóttir heilsugæsluhjúkrunar - fræðingur kynntist einmitt hjúkrunarstarfinu í gegnum móður sína sem var ljós - móðir á Egilsstöðum. hún hefur unnið við hjúkrun frá útskrift en áður en hún hóf nám í hjúkrun fór hún í garðyrkjuskóla ríkisins þaðan sem hún útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur. hún segist vera þakklát fyrir að hafa valið hjúkrun og árangur - inn af starfinu hefur gefið henni mikið. Björk Bragadóttir vissi alveg hvað hún var að fara út í þegar hún skráði sig í hjúkrun enda „hjúkkubarn“ af Landakoti, eins og hún orðar það. „Mér fannst ég alltaf svo örugg að eiga mömmu sem hjúkrunarfræðing,“ en móðir hennar vann á Landakoti. helga ólafs 20 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 Bergljót Þorsteinsdóttir. Björk Bragadóttir. Þórunn Erla Ómarsdóttir og Áslaug Pétursdóttir. Árni Már haraldsson. „Faðir minn, lögfræðingurinn, sagði alltaf að ég ætti heima í hjúkrun því þá hefði ég tækifæri til að starfa á alþjóðlegum vett- vangi. Hann þekkti stelpuna sína, sjáðu til, vissi nefnilega að það væri ekki vottur af sveitarómantík í henni og að hún þrifist ekki nema í stórborgum með háhýsum og milljónir manna í kringum sig,“ segir Björk Bragadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.