Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 21
„faðir minn, lögfræðingurinn, sagði alltaf að ég ætti heima í hjúkrun því þá hefði ég tækifæri til að starfa á alþjóðlegum vettvangi. hann þekkti stelpuna sína, sjáðu til, vissi nefnilega að það væri ekki vottur af sveitarómantík í henni og að hún þrifist ekki nema í stórborgum með háhýsum og milljónir manna í kringum sig,“ segir Björk, en hún vinnur bæði á Landspítala og á Chelsea Westminster hospital í London. Draumurinn um ljósmóður unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilbrigðisstofnun Suðurlands, hefur alltaf haft áhuga á að vinna með fólki og segir að einhvern veginn hafi aldrei neitt annað staðið til en að starfa innan heilbrigðisgeirans. að sögn unnar var þetta bara ákvörð - un sem hún tók þegar hún var lítil stúlka og sem betur fer breyttist sú ákvörðun aldrei. „hjúkrun er bara eitt fallegasta og göfugasta starf sem hægt er að sinna,“ segir unnur og telur það vera forréttindi að fá að aðstoða og hjálpa fólki þegar það þarf sem mest á því að halda. „Ég gæti aldrei hugsað mér að vinna annað starf.“ Íris kristjánsdóttir, deildarstjóri slysa- og bráðamóttöku heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, ætlaði sér alltaf að verða ljósmóðir. hún vann sem hjúkrunarnemi á fæðingardeildinni og þótti það skemmtilegt en eftir að hafa verið viðstödd fæðingu systursonar sinnar steinhætti hún við að verða ljósmóðir. „hraðinn á bráðamót- tökunni á betur við mig,“ segir hún. hrafnhildur Lilja jónsdóttir ætlaði sér upphaf- lega að verða barnalæknir og síðar ljósmóðir og varð því hjúkrunarnámið fyrir valinu. „Ég fann strax á námsárunum að mér hentaði vel bráðahjúkrunin, þar gerast hlutirnir hratt og starfið er aldrei eins en ég hef aldrei verið þekkt fyrir mikla þolin - mæði,“ segir hrafnhildur, en hún er kennslu- og þjálfunarstjóri Sjúkrahússins á akureyri, starfsmaður Endurlífgunarráðs Ísland og lektor við ha. Unglingavinnan varð afdrifarík Og svo eru það þau sem ákvarða framtíðarstarfsvettvanginn eftir að hafa kynnst hjúkrunarstörfum í sumarvinnunni. Áhuga hrafns Óla Sigurðssonar á hjúkrun má rekja allt aftur til unglingsáranna en þá réð hann sig sem „gangastrák“ á handlækn- ingadeildinni á fSa við að skúra gólf sumarið 1972. Ákvörðun um framtíðarstarfs- vettvanginn byggist á óseðjandi forvitni hrafns Óla, sérfræðings í geðhjúkrun um mannlegt eðli: „Ég hef alltaf verið í skóla af einu eða öðru tagi,“ segir hann, en hrafn Óli hefur verið búsettur í new York meira og minna undanfarin 30 ár. hann starfar nú sem „nurse Practitioner“ í ráðgafahóp fyrir vímuefnamisnotkun meðal sjúklinga sem leggjast inn á hand- og lyflækningadeildir á einu af sjúkrahúsunum í new York- borg, auk þess sem hann rak eigin stofu í 10 ár. af hverju hjúkrun? tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 21 hrafnhildur Lilja jónsdóttir.Íris kristjánsdóttir.unnur Þormóðsdóttir. hrafn Óli Sigurðsson. „Hjúkrun er bara eitt falleg asta og göfugasta starf sem hægt er að sinna,“ segir Unnur Þormóðsdóttir og telur það vera forréttindi að fá að aðstoða og hjálpa fólki þegar það þarf sem mest á því að halda. „Ég gæti aldrei hugsað mér að vinna annað starf.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.