Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 23
af sér leiða og hjálpa öðrum. „Það sem gerir hjúkrun svo dá- samlegan starfsvettvang er allur fjölbreytileikinn. hver dagur er ný glíma.“ Vinnan hefur alltaf verið eitt af áhugamálum Margrétar héðins - dóttur hjúkrunarfræðings. hún hefur komið víða við á starfs- ferli sínum sem hjúkrunarfræðingur, en hún gegnir nú stöðu vefstjóra heilsuveru sem er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Vefurinn er samstarfsverkefni heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. að spurð af hverju hjúkrun hafi orðið fyrir valinu segir hún einkum tvær ástæður liggja þar að baki. annars vegar var það atvinnuör- yggið og hins vegar hve gaman henni þykir að vinna með fólki. „Ég hafði aldrei unnið á spítala og vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Vinnan mín hefur alltaf verið eitt af mínum áhuga- málum og það að taka þátt í að þróa fagið áfram — sama hvort ég hef verið að kenna eða vinna við hjúkrun. Það er oft erfitt að draga línu þarna á milli.“ Mannleg hegðun og heilsufar Það var áhugi á heilbrigðisvísindum sem varð til þess að guðjón hauksson, forstjóri heilbrigðisstofnunar austurlands, ákvað að fara í hjúkrunarfræði. guðjón sá alltaf fyrir sér að mennta sig meira og varð hagfræðin fyrir valinu. „kenningar hagfræðinnar nýtast vel til útskýringar á mannlegri hegðun og því hvaða hvatar liggja að baki hegðun okkar. Öll viljum við hag okkar sem mestan,“ segir hann. helga Bragadóttir, pró- fessor við hÍ, fékk hugmyndina að því að fara í hjúkrun eftir lestur á þýskri unglingabók í Þýskalandi jólin 1977 þar sem hún dvaldi sem skiptinemi 17 ára gömul. „Þetta var pólitískt gagnrýnin lýsing á aðstæðum fólks og hvernig hjúkrunar fræð - ingurinn vann og beitti sér fyrir að kenna íbúum og efla þá til bættrar heilsu. Einhverra hluta vegna heillaðist ég af þessu og hugmyndin um að hjúkrun væri eitthvað sem mig langaði að gera lét mig ekki í friði næstu árin.“ Fjölbreytni, hreyfanleiki og almenn skemmtilegheit Birgir Örn Ólafsson, skurðhjúkrunarfræðingur á Landspítala í fossvogi, var strax í grunnskóla ákveðinn í að læra hjúkrunar - fræði. Þar réð mestu áhugi hans á raungreinum og þá sér í lagi líffæra- og lífeðlisfræði eða allt sem viðkemur mannslíkam- anum, segir hann. „Þegar ég var í 10. bekk í grunnskóla fletti ég í gegnum námskrár og kennsluáætlanir frá nokkrum fram- haldsskólum og háskóla Íslands og skoðaði allt sem var heil- brigðistengt. niðurstaðan af því var sú að ég ætlaði að læra hjúkrunarfræði,“ segir hann. hann segir helsta kost starfsins vera hvað það sé skemmtilegt. „Vinna á skurðstofum er mjög skemmtileg og þar er mikið unnið í teymisvinnu þar sem hver og einn hefur sitt hlutverk og sína ábyrgð en allir að vinna með sama sjúklinginn á sama tíma.“ kostir þess að vinna á heilsugæslu er hreyfanleiki starfsins, segir Bjarnheiður Böðvarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsu- gæslunni á Selfossi. „Mér hefur fundist mjög skemmtilegt að vinna í heilsugæslunni og finnst gaman að geta sinnt fólki á öllum aldursstigum. Í heilsugæslunni fylgjum við fólki frá vöggu til grafar og þar er fjölskylduhjúkrun mjög mikilvæg.“ hreyfanleiki starfsins felst í að hjúkrunarfræðingar fara heim til fólks í vitjanir, bæði í ungbarnaverndinni og svo í heima- hjúkrun, „og svo höfum við hér á Selfossi verið með heilsuefl- andi heimsóknir fyrir alla sem eru 80 ára,“ segir Bjarnheiður. „Í mínu umdæmi þarf oft að fara um langan veg út í sveitir og í aðra þéttbýliskjarna. Það er öðruvísi þegar maður hittir fólk á sínum heimavelli heldur en á heilsugæslunni. Einnig finnst mér svo áhugavert hvað heilsugæslan getur annast fólk á heild - rænan hátt.“ af hverju hjúkrun? tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 23 guðjón hauksson. helga Bragadóttir. Birgir Örn Ólafsson. Bjarnheiður Böðvarsdóttir. „Vinnan mín hefur alltaf verið eitt af mínum áhugamálum og það að taka þátt í að þróa fagið áfram — sama hvort ég hef verið að kenna eða vinna við hjúkrun. Það er oft erfitt að draga línu þarna á milli,“ segir Margrét Héðinsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.