Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 30
„Lífið er lærdómur, kúnstin er bara að finna út úr því“ — Sigríður Guðjónsdóttir Fullkomin hamingja er … að vera sátt í eigin skinni. Hvað hræðist þú mest? að eitthvað hendi börnin mín og barnabörn. Fyrirmyndin? hvatning föður míns og sú viska að ég gæti allt sem ég ætlaði mér. Sterkar konur og réttsýnar. Eftirlætismál- tækið? Ég finn út úr þessu. Hver er þinn helsti kostur? Vinnusemi, elja, seigla og tryggð. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung? Trúlega var ég um átta ára þegar ég vildi verða þverflautuleikari. Þetta var það flottasta og mest heillandi sem ég hafði heyrt, ég fór hreinlega í annan heim við að hlusta á flautuhljóminn. Ég vildi töfra fólk til góðs með flautuleik. Eftirlætismaturinn? allur matur, dýrka hreinlega til- raunastarfsemi í matargerð en gengur afar illa að fara eftir uppskrift. horfi til dæmis á mynd af mat og ímynda mér hvernig bragðið væri, svo elda ég … og ekki alltaf jafngott, en gaman er það. að minnsta kosti fyrir mig. get hreinlega gleymt mér við að búa til eitthvað matarkyns. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? Leti og lygi. Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? Ég er mjög stolt af menntuninni minni og hefur hún mótað allt mitt líf og samræmist lífsgildum mínum — að láta gott af sér leiða. hvað er þá flottara og betra en að skarta titlum eins og hjúkrunar- kona, hjúkrunarfræðingur og skurðhjúkrunarfræðingur! Ég er þetta allt og ber þessa titla með stolti. Eftirminnilegasta ferðalagið? Þegar ég uppgötvaði ímyndunarheim hugans í gegnum þær ótal bækur sem ég las sem barn, og þvílík ævintýri! Og enn get ég gleymt mér í bókunum. Ofmetnasta dyggðin? Stoltið. Hver er þinn helsti löstur? fljótfærni. Hverjum dáist þú mest að? Engum einum einstaklingi heldur ímynd hjálparsamtaka sem vilja láta gott af sér leiða. Eftirlætishöfundurinn? Edita Morris. Árið 1980 fékk ég bókina Blómin í ánni að gjöf frá fullorðinni vinkonu. Ekki grunaði mig að ég ætti eftir að lesa þessa bók oft og oft í gegnum komandi ár. Mikill áhrifavaldur fyrir mig og mæli ég með lestri hennar. Ofnotaðasta orðið eða orðatil- tækið? Vinnan göfgar manninn. Mesta eftirsjáin? að hafa ekki farið til útlanda í 30 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 Setið fyrir svörum … Sigríði Guðjónsdóttur dreymdi um að verða þverflautuleikari á yngri árum og töfra fólk til góðs með flautuleik, en Garðar Örn Þórsson langaði mjög mikið að verða jarð fræð - ingur. Jóhönnu Kristófersdóttur langaði aftur á móti að verða hárgreiðslukona. Þegar kom að því að velja framtíðarstarfsvettvang varð hjúkrunarfræðin fyrir valinu hjá þeim öllum. Sigríður og Garðar segjast bæði vera fljótfær á stundum og Jóhanna segist sinn helsta löst vera óþolinmæði og smámunasemi. Eftirlætisleikfangið hennar Sigríðar er eldavélin og getur hún hæglega gleymt sér við eldamennsku. „Klárlega götuhjólið mitt,“ segir Jóhanna enda nýkomin úr hjólaferð á Spáni. Hjá Garðari er það aftur brúnn api sem hann eignaðist ungur að árum. „Ég á hann enn þá, um það bil í henglum, en í ruslið mun hann aldrei fara.“ Sigríður guðjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.