Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 32
búferlum til útlanda, en vonandi er enn þá tími til stefnu. Eftirlætisleikfangið? Sem
krakki þá var það brúni apinn minn sem ég eignaðist þegar ég var tveggja eða þriggja
ára. Ég á hann enn þá, um það bil í henglum en í ruslið mun hann aldrei fara. Stóra
ástin í lífinu? Ég á enn þá eftir að finna stóru ástina … Hvaða eiginleika vildirðu
helst hafa? Ég vildi hafa lækningamátt svo ég gæti læknað og lengt líf allra ungu og
fallegu sjúklinganna sem hafa þurft að láta í minni pokann fyrir sínum veikindum.
Þitt helsta afrek? Eitt sinn afrekaði ég það að prófa köfun þrátt fyrir gríðarlega köfn-
unartilfinningu og hræðslu við að ég myndi drukkna. Eftirlætisdýrið? Margir myndu
nú segja að ég geti ekki átt uppáhaldsdýr þar sem ég hef margoft látið það út úr mér
að ég myndi aldrei vilja eiga dýr. hins vegar geta litlir hundar verið yndislegar skepnur.
Hvar vildir þú helst búa? Þessi spurning er hrikalega erfið. Ég ætla að segja að ég
myndi vilja búa einhvers staðar þar sem veðrið er gott, góðir atvinnumöguleikar og
framúrskarandi heilbrigðiskerfi. Því miður á þetta ekki við Ísland þrátt fyrir að Ísland
sé gott að mörgu leyti. Hvað er skemmtilegast? ferðalög, fara til hinna ýmsu landa
og kynnast fólkinu og menningunni þar, það nærir mig bæði líkamlega og andlega.
Hvað eiginleika metur þú mest í fari vina? Traust og heiðarleiki eru stærstu eigin-
leikar sem til eru. Eftirlætiskvikmyndin? Ég er ekki mikill kvikmyndamaður en eina
mynd get ég horft á aftur og aftur, green Mile sem byggð er á sögu eftir Stephen king
með Tom hanks í aðalhlutverki, þvílíkt meistarastykki. Markmið í lífinu? Lifa lífinu
lifandi. Hvað starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Það væri klárlega
eitthvað ferðatengt, sennilega leiðsögumaður eða ferðaskipuleggjandi. Eitthvað að
lokum? Ég biðla til hjúkrunarfræðinga að standa saman í kjarabaráttunni sem við
eigum í núna. Verum ákveðin, stöndum saman, látum engan komast upp með að
berja okkur aftur niður líkt og áður hefur verið gert. Saman getum við komist lengra.
setið fyrir svörum …
32 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019