Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 33
„Margur er knár þó hann sé smár“
— Jóhanna Kristófersdóttir
Fullkomin hamingja er … að vera heilsuhraustur, jákvæður og njóta samveru með
fjölskyldu og vinum. Hvað hræðist þú mest? Er mjög lofthrædd. Fyrirmyndin?
Pabbi minn, kristófer Þorleifsson. Eftirlætismáltækið? Margur er knár þó hann sé
smár. Hver er þinn helsti kostur? ætli það sé ekki jákvæðni, húmor og skipulag.
Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung? hárgreiðslukona. Eftirlætismaturinn?
Mexíkósk kjúklingasúpa. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra?
neikvæðni, að sjá glasið alltaf hálf tómt. Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? að
eignast dætur mínar. Eftirminnilegasta ferðalagið? klárlega margar ferðir með fjöl-
skyldunni, en efst í huga núna er nýafstaðin hjólaferð til altea á Spáni sem var stór-
kostleg. Ofmetnasta dyggðin? að veraldleg gæði séu mikilvægust í lífinu. Hver er
þinn helsti löstur? Óþolinmóð og smámunasöm. Hverjum dáist þú mest að? fólki
sem fylgir hjartanu og tekst á við lífið af æðruleysi. Eftirlætishöfundurinn? Yrsa Sig-
urðardóttir. Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? Skilurðu … Mesta eftirsjáin?
Engin sérstök, ég reyni að vera sátt við þær ákvarðanir sem ég tek og dvel ekki í
fortíðinni. Eftirlætisleikfangið? klárlega „racerinn“ minn. Stóra ástin í lífinu? Eigin -
maður minn Pálmi Vilhjálmsson. Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? að vera ekki
lofthrædd. Þitt helsta afrek? ætli það sé ekki að hafa skellt sér í framhaldsnám í
hjúkrun fyrir tveimur árum. Eftirlætisdýrið? hundur. Hvar vildir þú helst búa? Í
Englandi. Hvað er skemmtilegast? að njóta lífsins með vinum og fjölskyldu. hlátur
er líka ómissandi. Hvað eiginleika metur þú mest í fari vina? jákvæðni, húmor og
virðingu. Eftirlætiskvikmyndin? Margar góðar grínmyndir, eitthvað sem fær mig
til að brosa og hlæja eins og Bridesmaids. Markmið í lífinu? að vera betri manneskja
og njóta þess að vera til. Hvað starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi?
Væri líklega að vinna sem snyrtifræðingur eins og áður en ég fór í hjúkrun eða bara
í einhverju allt öðru. Eitthvað að lokum? Lifum lífinu lifandi, nýtum hvern dag til
hins ýtrasta og munum að hláturinn lengir lífið.
setið fyrir svörum …
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 33
jóhanna kristófersdóttir.
vertu með á
https://www.facebook.com/hjukrun