Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 34
fyrstu kynni mín af manneskju sem ég tengdi við hjúkrun voru af ömmusystur minni fríðu sem var hjúkrunarkona (eins og það var þá kallað) á kleppsspítala. hún var svo yndisleg manneskja, hlý, úrræðagóð, umhyggjusöm og æðrulaus. Snör var hún þó til allra ákvarðana og bjó yfir þeim sjaldgæfa mannlega eiginleika að geta „stýrt“ án þess að nokkur fyndi fyrir því að hún væri að stjórna, að hún væri að skipta sér af flæði alheimsins. hún starfaði án strits og krafðist engrar umbunar. Eftir að hún hætti að vinna sem hjúkrunarkona man ég eftir því að hafa í ófá skiptin komið í heimsókn til hennar og þegið manneldisráð og ábendingar um heilsusamlegan lífstíl. Þetta var áður en undirritaður gerði tilraunir í gegnum alls kyns orð, eins og tíu geðorð og fjórtán lífsorð, að hafa áhrif á skilyrta og vandlega félagsmótaða vitund, hugsun og hegðun fólks á Íslandi. En flestir eru sammála um að það sé fátt erfiðara en að hafa áhrif á vitund, hugsun eða hegðun manna, í þessari röð, nema þá kannski að hafa áhrif á eigin vitund, hugsun og hegðun. Skynsamleg regla á öllu sköpunarverkinu Í bók françois-Marie arouet, sem hann skrifaði undir pennanafninu Voltaire, Birt- ingi, segir frá ferðalagi Birtings, kúnigúndar, ungrar ástar hans, og læriföðurins, pró- fessors altúngu, um heiminn. Boðskapur bókarinnar snýst að stærstum hluta um gagnrýni á löghyggju 18. aldar. að sögn altúngu hefur verið sýnt fram á að hlutirnir geti ekki verið öðruvísi en þeir eru því að allt sé miðað við einn endi sem hljóti þar með að vera hinn allra besti endir. Það er því að hans mati skynsamleg regla á öllu sköpunarverkinu og vel það því guð hlýtur að hafa skapað hinn besta mögulega heim allra hugsanlegra heima, jafnvel þótt íbúar þessa heims komi ekki endilega alltaf auga á það. Við þurfum því ekkert að vera skipta okkur af flæði alheimsins. Við ættum því e.t.v. ekkert að reyna að hafa of mikil áhrif á aðra og láta fulltrúa - lýðræðinu eftir að hámarka almannaheill á kostnað frjáls vilja í gegnum lög og reglu- gerðir, leggja línur okkar mannlegu tilvistar í samfélaginu, treysta okkar kjörnu full - trúum til að vita best. En einhvern veginn hefur það nú æxlast þannig að við treystum kjörnum fulltrúum okkar minna en áður, heimurinn hefur tæknivæðst hratt og ein- staklingsrétturinn hefur vaxið og við sem notendur þjónustu viljum hafa áhrif á hana. Við sem áður hlýddum prestum, læknum, lögfræðingum og embættismönnum eigum nú aukinn rétt og hlustum á aðra áhrifavalda, fólk sem er jafningjar okkar, fólk sem hefur valdeflst og fundið boðskap sínum farveg í hinni rafmögnuðu tækni sem hefur gerbreytt og á margan hátt endurskilgreint samfélög okkar. Áhrifavaldar. 34 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 Áhrifavaldar Héðinn Unnsteinsson héðinn unnsteinsson. „Við sem áður hlýddum prestum, læknum, lögfræðingum og emb- ættismönnum eigum nú aukinn rétt og hlustum á aðra áhrifavalda, fólk sem er jafningjar okkar, fólk sem hefur valdeflst og fundið boðskap sínum farveg í hinni rafmögnuðu tækni sem hefur gerbreytt og á margan hátt endurskilgreint samfélög okkar. Áhrifavaldar.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.