Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 39
vill miðla hugmyndum um hvernig hægt er að sinna þessum málaflokki á annan veg
en nú er gert með sjálfræði aldraðra að leiðarljósi. Eigin hugleið ingar hennar og
gagnrýni um viðfangsefnið eru fyrir ferðar miklar í textanum. Viðmót sem heila-
bilaðir mæta, oft vegna skilningsleysis og vanþekkingar, virðist vera henni sérstaklega
hugleikið. hún speglar eigin reynslu í rannsóknum, einkum bandarískum, á árangri
breyttra hugmynda og starfshátta við öldrunarþjónustu. Þó að niðurstöður rann-
sóknanna séu misvísandi og færi ekki augljóslega tölfræðilegar sönnur á að ein aðferð
sé betri en önnur ályktar höfundur að þróunin sé í rétta átt og að það skipti máli að
njóta stuðnings til að fá að eldast með reisn.
hugsanlega hefði mátt setja sumt af efni rannsóknarkaflans fram í töflu til
skýringar því að hann er nokkuð umfangsmikill og á köflum ruglingslegur. Einnig
má benda á að atriðis orða skrá myndi gera efnið aðgengilegra sem uppflettirit,
heimildar rit og til náms.
fyrir alla sem velta fyrir sér málefnum og búsetu aldraðra í samfélaginu mæli ég
heils hugar með bókinni Ný menning í öldrunarþjónustu. hún felur í sér upplýsandi
samantekt og hressi lega gagnrýni á ríkjandi stefnur og strauma í öldrunarmálum en
vekur lesandann jafnframt til umhugsunar um framtíðina.
ný menning í öldrunarþjónustu
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 39
Viðmót sem heilabilaðir
mæta, oft vegna skilnings-
leysis og vanþekkingar,
virðist vera henni sérstak-
lega hugleikið. Hún
speglar eigin reynslu í
rannsóknum, einkum
bandarískum, á árangri
breyttra hugmynda og
starfshátta við öldrunar -
þjónustu.