Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 49
Inngangur iaD (e. incontinence associated dermatitis) er ensk skamm- stöfun fyrir húðbruna vegna þvag- eða hægðaleka sem kemur fyrir hjá fullorðnum þó algengara sé að sjá slíkt vandamál hjá börnum. iaD myndast þegar þvag eða hægðir hafa legið lengi við húð og við það myndast bólga, roði, útbrot og blöðrur og húð getur rofnað (Voegeli, 2016). Á hjúkrunarheimilum er þessi vandi talinn hrjá 6–50% dvalargesta (holroyd, 2015) og 20–27% á bráðastofnunum (Beeckman o.fl., 2011). iaD getur verið sársaukafullt, hamlað hreyfigetu og tekur oft langan tíma að gróa. Sjúklingar með iaD eiga auk þess á hættu að fá húð- og sveppasýkingar (Payne, 2015). Í hjúkrun þessara sjúk- linga hefur verið lögð áhersla á forvarnir með því að benda á mikilvægi neðanþvotts og notkun húðverndandi krems, en búið er að búa til ýmis efni og umbúðir sem hægt er að nota bæði til forvarnar og sem meðferð þegar skaðinn er orðinn. Í þessari grein verður vandamálið útskýrt frekar, helstu ein- kenni og meðferðarúrræði og lýst verður einu tilfelli einstak- lings með iaD sem fékk meðferð á Landspítala með „Cavilon advanced“. Einstaklingurinn fær gervinafnið jónas í þessari umfjöllun. Hvað er IAD? iaD er undirflokkur MaSD (e. moisture assosiated skin dam - age) (Voegeli, 2016; Wounds international, 2015). Önnur dæmi um MaSD eru húðbreytingar vegna raka í fellingum húðar, eins og í nára og undir brjóstum og maga. iaD er aftur á móti eingöngu tengt þvag- og hægðaleka og má gjarnan sjá hjá þeim sem nota bindi og bleyjur. helstu einkenni eru roði, sviði, verkur og bólga á svæðinu en svæðið þar sem húðbreyt- ingarnar má finna nær yfir rass, kynfæri, efri hluta læra og neðri hluta baks og kviðar (Tavares o.fl., 2017). húð einstak- linga með dökka hörund verður ljósari eða dekkri, fjólublá, dökkrauð eða gul á lit. húðbreytingarnar ná gjarnan yfir stórt svæði sem getur valdið erfiðleikum við meðferð (Wounds in- ternational, 2015). Orsök og áhættuþættir Orsök iaD er gjarnan þríþætt. Þvag- og hægðaleki veldur auknum raka sem hefur áhrif á vatnsjafnvægi húðarinnar. Ert- andi efni frá þvagi og hægðum, s.s. þvagefni (urea) og melt- ingarensím úr hægðum breyta sýrustigi húðar og húðin verður basískari. Þá aukast líkur á fjölgun baktería og annarra örvera og jafnframt eykst sýkingarhætta (Payne, 2015; Voegeli, 2016). tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 49 Húðbruni vegna þvag- eða hægðaleka: Tilfelli með áburðinum „Cavilon Advanced“ Berglind Guðrún Chu, sérfræðingur í hjúkrun Einkenni IAD roði Bólga fleiður Blöðrur Sár Vessi/soðin húð útbrot kláði Verkur, sviði, bruni Þvag- og/eða hægðaleki Fylgikvillar Verkir og óþægindi Truflun á svefni Skert sjálfsbjörg Þrýstingssár húðsýking Sveppasýking Dauði Áhættuþættir Þvagleki hægðaleki Tíðni leka Lokuð bindi undirliggjandi húðvandamál Skert hreyfigeta Skert geta til að viðhalda hreinlæti Minnkuð vitræn geta Verkur aukinn líkamshiti Ónæmisbælandi lyf Lélegt næringarástand Bráð veikindi húðbruni í byrjun meðferðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.