Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 53
Inngangur Parkinsonsveiki (PV) er næstalgengasti taugahrörnunarsjúk- dómurinn á eftir alzheimers-sjúkdómi (Tysnes og Storstein, 2017). Áætlað er að um það bil 700 manns séu með PV á Ís- landi (Parkinsonsamtökin, 2019). um er að ræða langvarandi og stigvaxandi sjúkdóm sem einkennist af hreyfieinkennum (e. motor symptoms) og ekki hreyfieinkennum (e. non-motor symptoms) (DeMaagd og Philip, 2015; jellinger, 2019; Poewe o.fl., 2017). Einkenni sem einstaklingar með PV finna fyrir eru fjölmörg og þau eru einnig persónubundin (Smith og Shaw, 2017). Sjá má yfirlit yfir algeng einkenni PV á mynd 1. að takast á við líf með PV, þar sem einkennin breytast stöðugt og versna, er afar krefjandi (McLaughlin o.fl., 2010; Megari, 2013). Með tímanum raskast jafnvægi í fjölskyldunni og hlutverk fjölskyldumeðlima breytast (DeMaagd og Philip, 2015). fáir í hópi aðstandenda hafa nauðsynlega færni til að geta borið ábyrgð á umönnunarhlutverkinu á eigin spýtur (Tan o.fl., 2012). Á sama tíma getur það að annast aðstandanda sinn verið mjög gefandi. Það að sjá um umönnun langveiks ein- staklings veldur oft álagi og ýtir undir vandamál eins og kvíða, þreytu og félagslega einangrun. Ótti vegna yfirvofandi versn- unar sjúkdómseinkenna getur einnig haft neikvæð áhrif á líðan aðstandenda (McLaughlin o.fl., 2010). hjúkrun einstak- linga með PV má best lýsa sem einkennameðferð þar sem stuðningur og fræðsla vegna margvíslegra einkenna og krefj- andi áskorana sjúkdómsins vegur þungt. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að samþætta eigindlegar rannsóknir sem fjalla um reynslu sjúklinga með PV og aðstandenda þeirra með það að markmiði að varpa ljósi á atriði sem skipta máli í hjúkrun þessa skjólstæðingahóps. Aðferð niðurstöðum margra eigindlegra rannsókna var safnað saman á kerfisbundinn hátt. Slík aðferð víkkar sjóndeildarhringinn og dýpkar þekkingu umfram það sem fæst með því að einblína á stakar rannsóknir (atkins o.fl., 2008; Polit og Beck, 2017). Leit að fræðiefni var framkvæmd á gagnsæjan hátt í einum gagnagrunni svo að hægt væri að endurtaka leitina. Yfirlit yfir leit að fræðigreinum má sjá í töflu 1. tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 53 Þetta er meira en bara sjúkdómur — Reynsla sjúklinga og aðstandenda af lífi með parkinsonsveiki: Fræðileg samantekt Marianne E. Klinke1,2, Ólöf Sólrún Vilhjálmsdóttir2, Sara Jane Friðriksdóttir2, Jónína H. Hafliðadóttir1 1 Taugalækningadeild B2 Landspítala. 2 Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það að greinast með langvinnan sjúkdóm á borð við parkinsonsveiki (PV) gjörbreytir til frambúðar lífi þeirra sem sjúkdóminn fá sem og þeirra nánustu. Í þessari grein eru niðurstöður eigindlegra rannsókna samþættar með það að markmiði að gefa hjúkrunarfræðingum innsýn í það sem veldur skjólstæðingum áhyggjum, samhliða því að benda á úrræði sem hafa reynst þeim hjálpleg. Hreyfieinkenni • hægar hreyfingar • Stirðleiki • Skjálfti • Óstöðugleiki/svimi Mynd 1. Yfirlit yfir einkenni parkinsonsveiki Ekki hreyfieinkenni • frá sjálfráða taugakerfinu: Tíð þvaglát, næturþvaglát, mikill sviti, réttstöðu blóðþrýstingsfall, kynlífserfiðleikar • Taugasálfræðileg einkenni: Þunglyndi, kvíði, áráttuhegðun, ofskynjanir, vitsmunabreytingar • frá skynfærum: Minnkað lyktarskyn, sjónbreytingar, tvísýni, dofatilfinning, vöðvakrampi • Svefntruflanir: Svefnleysi, martröð, fótaóeirð, ljóslifandi draumar • frá meltingarfærum: kyngingarerfiðleikar, bakflæði, uppköst/ógleði, hægða tregða, munn- vatnsleki • fleira: Þreyta, þyngdartap
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.